Fréttablaðið - 26.10.2009, Page 14

Fréttablaðið - 26.10.2009, Page 14
VAX Í DÚKUM getur verið erfitt að losna við. Ein leið er að strengja dúkinn á skál eða hring og festa með gúmmíbandi, skrapa mesta vaxið af og láta síðan sjóðandi vatn renna í gegnum dúkinn. Vaxið leysist þá upp og skolast í burtu. „Við fókuserum á að vera umhverf- isvænar og viljum sýna fram á að hægt sé að gera flotta og ferska hluti upp úr gömlu. Notum mikið íslensku ullina,“ segir Elísabet þegar hún lýsir áherslunum í eigin hönnun og Olgu Hrafnsdóttur sem saman framleiða undir merkinu Volka. Sýning þeirra í Kirsuberja- trénu nefnist Húsgögnin í herberg- inu og þar sést meðal annars að gamlar lopapeysur geta sem best nýst sem húsgagnaáklæði og trefl- ar. „Lopapeysan er flott hráefni sem búið er að leggja mikla vinnu í og auk þess svo hlýleg að yndis- legt er að hafa hana nálægt sér í híbýlunum,“ benda þær á. Eitt af því sem þær framleiða með risaheklunál eru stórar pull- ur. Fyrir eina slíka fengu þær til- nefningu til verðlauna á Hand- verkssýningunni að Hrafnagili í sumar. Hún er úr ull og grófri línu og tengir því saman landbúnað og sjávarútveg. Elísabet er grafískur hönnuður og hefur einnig numið innanhúss- arkitetúr og Olga er trésmiður. Þær hafa verið búsettar í Haag í Hollandi undanfarin ár en nú er Elísabet nýflutt heim. Þær héldu sína fyrstu sýningu í Hollandi í fyrra. Vörur þeirra eru til sölu í vefversluninni www.skoonecode- sign.nl og Hraunhúsum í Mosfells- bæ. gun@frettabladid.is Hannað í ís- lenskum anda Endurnýting er í hávegum höfð hjá Elísabetu Jónsdóttur og Olgu Hrafnsdóttur sem sýna nú í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu 4. Gamlar lopapeysur öðlast til dæmis alveg nýtt líf í höndum þeirra. Stóll sem gerður er úr hliðum sjö gam- alla stóla sem seturnar voru ónýtar á. Sem sagt 100 prósenta endurnýting. Kindahorn sett í nýtt samhengi. Mirra Sigmundsdóttir og Olgu situr á pullu sem hekluð er með risaheklunál úr ull og grófri línu. Olga og Elísabet undir ljósakrónu sem þær fundu á markaði og hekluðu utan um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sítróna og salt er það eina sem þarf til að þrífa kopar. Sítrónan er skorin til helminga og salti stráð í sárið. Síðan er koparinn nuddaður með sítrónunni þar til hann er orðinn skínandi fínn. www.martha-stewart.com Kóreski hönnuðurinn Shawn Soh hefur næmt auga fyrir fegurðinni. Það sést vel á þessum ævintýralegu bókahillum sem annars vegar líkjast tré og hins vegar hreindýri. Það er skemmtilegt til þess að hugsa að bókin sem er í raun gerð úr tré, verði að lokum geymd í tré. Tréð sem geymir bækur HILLUR SEM MYNDU SÓMA SÉR VEL Í BARNAHERBERGI. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 26. október Miðvikudagur 28. október Fimmtudagur 29. október Qi – Gong - Æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng- um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00. Skiptifatamarkaður - Útiföt barna - Komdu og skiptu útifötum barnanna í aðrar stærðir og gerðir. Tími: 13.30 -17.00. Farsíminn þinn II – Örnámskeið fyrir þá sem þegar kunna að nota algengustu valmöguleikana. Tími: 13.30-14.30. Baujan sjálfstyrking - Fullt! Tími: 15.00 -16.30. Tónlist sem eflandi og þroskandi afl - Móeiður Júníusdóttir fjallar um tónlistaruppeldi í máli og tónum. Tími: 15.00 -16.00. Atvinnuviðtalið - Gunnar frá Capacent gefur góð ráð um hvernig maður best er að bera sig að í atvinnuviðtöl- um og hvað á alls ekki að gera. Tími: 12.30 - 13.30. Af hverju verðum við meðvirk? - Hvaða aðstæður og umhverfi valda meðvirkni? Tmi: 12.15-13.15. Föndur, skrapp-myndaalbúm og jólakort - Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 13.00-15.00. Saumasmiðjan - Gerðu nýjar flíkur úr gömlum fötum og lærðu að breyta og laga. Komdu með saumavél ef þú getur. Tími: 13.00-15.00. Náms- og starfsráðgjöf - Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Spænska og menning hins spænskumælandi heims – Þriðji hluti af fjórum. Framhald frá því í ágúst. Tími: 12.30-14.30. Íslenskuspilið – Höfundurinn kennir glænýtt spil sem nýta má í íslenskunámi útlendinga. Komdu og spilaðu með! Tími: 13.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 30. október Art of living - Slökun og öndun – Æfingar sem allir geta nýtt sér. Tími: 12.00-13.00. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks. Tími: 13.00-14.30. Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00. Hreyfing og markmiðasetning - Fjallað verður um gildi hreyfingar fyrir vellíðan okkar og hvernig má setja sér raunhæf markmið um aukna hreyfingu. Tími: 15.00-16.00. Allir velkomnir! Tölvuaðstoð - Fáðu persónulega aðstoð og komdu með eigin tölvu ef þú getur. Tími: 13.30-15.30. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Nornin í Portobello eftir Paulo Coelho. Tími: 14.00-15.00. Verkefni Rauða kross Íslands - Hvað getur þú lagt af mörkum? Tími: 14.00-15.00. Hjólaviðgerðir og vetrarundirbúningur - Mættu á hjólinu og lærðu að viðhalda því. Tími: 15.30-16.30. Þriðjudagur 27. október Rauðakrosshúsið www.elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419 Rope Yoga Námskeið hefjast 26. og 27. október október

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.