Fréttablaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 26. október 2009 17 sport@frettabladid.is Júlíus Vífi ll Ingvarsson formaður skipulagsráðs kynnir stuttlega vinnu við nýtt aðalskipulag áður en umræður hefjast. Grafarholt 27. okt. kl. 17-18:30 Ingunnarskóli Laugardalur 29. okt. kl. 17-18:30 Laugalækjarskóli Grafarvogur 3. nóv. kl. 17-18:30 Foldaskóli Árbær 5. nóv. kl. 17-18:30 Árbæjarskóli Kjalarnes 10. nóv. kl. 17-18:30 Klébergsskóli Hlíðar 11. nóv. kl. 17-18:30 Háteigsskóli Háaleiti 12. nóv. kl. 17-18:30 Réttarholtsskóli Breiðholt 19. nóv. kl. 17-18:30 Breiðholtsskóli Vesturbær 24. nóv. kl. 17-18:30 Afl agrandi 40 Miðbær 26. nóv. kl. 17-18:30 Austurbæjarskóli www.adalskipulag.is Umræður um framtíðarskipulag í þínu hverfi Vinnuhópar með aðferðum Air Opera. Hugmyndasmiðja Hugmynda- og teiknivinna með ungum arkitektum. Vinnustofa fyrir börn Undir stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík. Hádegisfundur ÍSÍ Föstudagur 30. okt. kl. 12.00-13.00 í E-sal Íþr.- miðstöðvarinnar í Laugardal. Tengsl afmælisdaga og árangurs í íþróttum - Ingi Þór Einarsson aðjúnkt við HÍ. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is. Sjá nánar á www.isi.is Enska úrvalsdeildin: LIVERPOOL - MAN. UTD 2-0 1-0 Fernando Torres (65.), 2-0 David Ngog (90.). BOLTON - EVERTON 3-2 1-0 Chung-Yong Lee (16.), 2-0 Gary Cahill (27.), 2-1 Louis Saha (32.), 2-2 Marouane Fellaini (55.), 3-2 Ivan Klasnic (86.). MAN CITY - FULHAM 2-2 1-0 Joleon Lescott (54.), 2-0 Martin Petrov (60.), 2-1 Damien Duff (62.), 2-2 Clint Dempsey (68.) WEST HAM - ARSENAL 2-2 0-1 Robin Van Persie (16.), 0-2 William Gallas (37.), 2-1 Carlton Cole (74.), 2-2 Alessandro Diamanti, víti (80.) BIRMINGHAM CITY - SUNDERLAND 2-1 1-0 Liam Ridgewell (36.), 2-0 James McFadden (47.), 2-1 Scott Dann, sjm (82.) BURNLEY - WIGAN ATHLETIC 1-3 1-0 Steven Fletcher (3.), 1-1 Hugo Rodallega (10.), 1-2 Hugo Rodallega (50.), 1-3 Emmerson Boyce (75.). CHELSEA - BLACKBURN ROVERS 5-0 1-0 Gael Givet, sjm (20.), 2-0 Frank Lampard (47.), 3-0 Mickael Essien (51.), 4-0 Frank Lamp- ard (58.), 5-0 Didier Drogba (63.). TOTTENHAM HOTSPUR - STOKE CITY 0-1 0-1 Glenn Whelan (85.). WOLVES - ASTON VILLA 1-1 0-1 Gabriel Agbonlahor (78.), 1-1 Sylvan Ebanks- Blake (82.) STAÐAN: Chelsea 10 8 0 2 24-8 24 Man. United 10 7 1 2 21-11 22 Arsenal 9 6 1 2 29-13 19 Tottenham 10 6 1 3 21-14 19 Liverpool 10 6 0 4 24-13 18 Man. City 9 5 3 1 18-11 18 Aston Villa 9 5 2 2 13-8 17 Sunderland 10 5 1 4 18-15 16 Stoke City 10 4 3 3 9-11 15 Wigan Athletic 10 4 1 5 12-17 13 Burnley 10 4 0 6 10-22 12 Bolton 9 3 2 4 14-15 11 Fulham 9 3 2 4 10-12 11 Everton 9 3 2 4 12-15 11 Birmingham 10 3 1 6 8-12 10 Blackburn 9 3 1 5 11-22 10 Wolves 10 2 3 5 9-16 9 Hull City 10 2 2 6 8-22 8 West Ham 9 1 3 5 11-15 6 Portsmouth 10 1 1 8 5-15 4 N1-deild karla: HK-Stjarnan 23-21 Mörk HK: Valdimar Þórsson 9, Ragnar Hjaltested 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Bjarki Gunnarsson 1, Hákon Bridde 1, Bjarki Elísson 1, Ólafur Víðir Ólafsson 1, Sverrir Hermannsson 1, Jón Björgvin Pétursson 1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1. Mörk Stjörnunnar: Þórólfur Nielsen 4, Kristján Kristjánsson 4, Jón Arnar Jónsson 4, Sverrir Eyjólfsson 3, Daníel Einarsson 3, Vilhjálmur Hall- dórsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1. N1-deild kvenna: HK-Valur 18-36 Stjarnan-FH 40-25 Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 8, Alina Daniela Tamasan 7, Kristín Jóhanna Clausen 6, Þorgerður Anna Atladóttir 5, Jóna Sigríður Hall- dórsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 4, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2. Mörk FH: Ragnheiður Rósa Guðmundsdóttir 9, Sigrún Gilsdóttir 5, Gunnur Sveinsdóttir 4, Heið- dís Guðmundsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1. Víkingur-Fram 13-44 Mörk Víkings: Guðríður Ósk Jónsdóttir 5, Guðný Halldórsdóttir 3, Andrea Olsen 3, Brynhildur Bolladóttir 1, Díana Nordbek 1. Mörk Fram: Anna María Guðmundsdóttir 8, Mart- he Sördal 6, Karen Knútsdóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4, Stella Sigurðardóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Anna Friðriksdóttir 3, Eva Hrund Þórðardóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3. KA/Þór-Fylkir 15-27 Mörk KA/Þórs: Emma Havin Sardardóttir 5, Inga Dís Sigurðardóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 3. Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 7, Sunna María Einarsdóttir 6, Hildur Harðardóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Tinna Jökulsdóttir 2. ÚRSLIT Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á erfitt verkefni fyrir höndum að vinna sinn riðil í undankeppni HM eftir 2-0 tap gegn Frökkum ytra á laugardag. Franska liðið var miklu sterkara og hefði hæglega getað unnið stærri sigur. „Þetta gekk alls ekki nógu vel. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að við söknuðum lykilmanna í leiknum. Það var bara of stór biti fyrir okkur. Gæði leikmanna franska liðsins voru meiri en hjá okkur og við máttum í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. Ísland var án Guðrúnar Sóleyjar Gunnarsdóttur og Söru Bjark- ar Gunnarsdóttur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Margrét Lára Viðarsdóttir að fara af velli snemma í fyrri hálfleik. „Við lögðum upp með að verjast vel en franska liðinu tókst samt að opna okkur. Þóra varð samt frábærlega og hélt okkur hreinlega á floti lengi vel. Þetta var erfitt allan leikinn. Það vantaði svolítið kjölfestuna hjá okkur en bæði Guðrún og Sara hafa verið lykilmenn hjá okkur. Svo fór broddurinn úr sókninni þegar Margrét varð að hætta. Ég var samt mjög ánægður með vinnsluna hjá Hönnu í leiknum,“ sagði Sigurður. Ísland mætir Norður-Írum ytra á miðvikudag og Margrét Lára verður væntanlega ekki með í þeim leik. „Hún var að drepast allan tímann sem hún spilaði. Henni er illt aftan í báðum lærunum enda að glíma við erfið og afar sjaldgæf meiðsli sem gætu leitt til þess að hún þyrfti að fara í aðgerð. Ég reikna ekki með henni í leikinn á miðvikudag og það væri bónus ef hún getur spilað,“ sagði Sigurður en íslenska liðið má ekki misstíga sig meira ætli það að vinna riðilinn. „Írska liðið er líklega það þriðja sterkasta í riðlin- um og ég býst við mjög erfiðum leik. Við þekkjum þær lítið og þurfum að fara varlega inn í leikinn. Ætlum samt að mæta þeim hærra á vellinum en Frökkum enda kemur ekkert annað en sigur til greina í þeim leik. Þetta verður samt erfitt og sérstaklega þar sem við erum lemstraðar. Ætlum við aftur á móti að búa til úrslitaleik gegn Frökkum heima á næsta ári þá verðum við að vinna.“ SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: HEPPNAR AÐ TAPA EKKI STÆRRA Í FRAKKLANDI Margrét Lára líklega ekki með gegn Norður-Írum > HK lagði Stjörnuna HK nældi í tvö mikilvæg stig í í N1-deildinni í gær þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn í Digranesið. Stjarnan var með yfirhöndina framan af en lokakafli leiksins var æsispennandi. HK náði að komast yfir en Stjarnan gat jafnað leikinn þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Vilhjálmur Halldórsson kastaði aftur á móti frá sér boltanum en hann hafði skömmu áður klúðrað vítakasti. HK fór því í síðustu sókn leiksins og úr henni skoraði Valdimar Þórsson og tryggði HK öll stigin í leiknum. Loka- tölur 23-21. FÓTBOLTI Það var mikið undir hjá Liverpool í gær. Liðið átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð, sem hefur ekki gerst í 56 ár, og að lenda tíu stigum á eftir Man. Utd í deildinni. Liðið varð því að leggja Man. Utd að velli. Leikgleðin skein úr hverju and- liti leikmanna Liverpool og þeir voru hrikalega vinnusamir og grimmir. Við þessum leik liðs- ins átti Man. Utd ekki svar. Tor- res skoraði fyrst glæsilegt mark eftir að hafa haldið Rio Ferdinand frá boltanum og David Ngog bætti öðru marki við í uppbótartíma. Í millitíðinni hafði Nemanja Vidic, leikmaður Man. Utd, fengið að fjúka af velli með rautt spjald en þetta var þriðji leikurinn í röð gegn Liverpool sem hann sér rautt. Svo fékk Mascherano, leik- maður Liverpool, að fara sömu leið. „Leikmennirnir sýndu gríðar- legan karakter og stuðningsmenn- irnir hjálpuðu mikið til. Við vorum tólf inni á vellinum,“ sagði Rafa Benítez, stjóri Liverpool, sem fékk stuðningsyfirlýsingu fyrir leik. Starf hans var sagt öruggt sama hvernig leikurinn færi. „Þetta lið er betra en margir halda. Það sýndi þann karakter og styrk sem það býr yfir í dag. Leikmennirnir svöruðu mörgum spurningum í dag sem var mikilvægt. Það unnu allir saman og svona náum við árangri,“ sagði Benítez sem átti erfitt með að sitja meðan á leik stóð. henry@frettabladid.is Liverpool á beinu brautina Liverpool er enn með í slagnum um Englandsmeistaratitilinn eftir glæstan og sanngjarnan sigur á Man. Utd, 2-0, á Anfield í gær. Torres kom aftur í lið Liver- pool og gerði gæfumuninn. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. GLEÐI Pepe Reina, markvörður Liverpool, hljóp yfir allan völlinn til þess að fagna marki Davids Ngog í uppbótartíma. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkenndi eftir leik- inn í gær að Liverpool hefði verið betra liðið í leiknum og átti sigur- inn skilinn. „Ég tek ekkert af Liver- pool sem átti sigurinn skil- inn. Frammistaða okkar olli vonbrigðum og við vorum ekki nógu góðir.“ sagði Fergu- son. Hann var langt frá því að vera sátt- ur við dómara leiks- ins, Andre Marri- ner. Ferguson vildi fá víti þegar Jamie Carragher spark- aði Michael Carrick niður í teignum, hann vildi Carragher af vellinum er hann reif Owen niður undir lok leiksins og honum fannst fyrra spjaldið hans Vidic afar ódýrt. „Það var erfitt andrúmsloft á Anfield og ég held að það hafi haft áhrif á dómarann. Fyrra spjaldið á Vidic var versta ákvörðun leiks- ins en sú umdeildasta var þegar hann sleppti því að reka Carragher af velli. Það hefði breytt miklu og sett Liverpool undir meiri pressu,“ sagði Ferguson pirraður. „Það var líka hræðilegt að fá ekki víti þegar Carrick var tekinn niður. Dómarinn var rétt hjá atvikinu. Það var vond ákvörðun,“ sagði Ferguson. - hbg Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United: Liverpool var betra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.