Fréttablaðið - 26.10.2009, Síða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Gerðar Kristnýjar
Í dag er mánudagurinn 26. okt-
óber 2009, 299. dagur ársins.
8.52 13.12 17.30
8.45 12.56 17.07
Lætin voru svo mikil í mellun-um, að þær hlupu unnvörpum
um borð, ruku niður í lúkar og ber-
háttuðu sig þar umsvifalaust, til að
sýna á sér skrokkana. ... Þær voru
bráðmyndarlegar stúlkur margar,
nokkuð þykkvaxnar. Það er ein-
hver töggur í þessu kvenfólki,“
segir Íslendingur nokkur um rúss-
neskar vændiskonur í ævisögu frá
áttunda áratug síðustu aldar. Hann
lætur fylgja með að hann hafi verið
með einni „þarna í lúkarnum“. Við-
horf íslenskra karlmanna til vænd-
is hefur jafnan einkennst af barna-
skap.
ÞEIR virðast líta á vændiskonur
sem hressar stúlkur sem stand-
ist einfaldlega ekki svona víkinga.
Og þó svo þeir gauki peningum
að dömunum? En nú hefur þjóð-
in vaknað við vondan draum. Hér
hafa menn orðið uppvísir að man-
sali. Karlar svipta konur frelsinu
og aðrir karlar borga síðan þess-
um körlum fyrir að fá að nauðga
þeim. Til eru íslenskir karlmenn
sem fúlsa ekki við því. Ekki eru
það bara konur sem pyntaðar eru
á þennan hátt því unglingsstúlkur
sleppa ekki. Hærra verð fæst fyrir
þær sem hafa verið „skólaðar til“,
þ.e.a.s. pyntaðar tímunum saman,
oft af hópi karla. Þaðan í frá geta
kvalararnir haft hemil á þeim með
augnaráðinu einu.
ÞAÐ segir mikið að litháíska stúlk-
an sem kom hingað fyrir tveimur
vikum, og landar hennar hugðust
selja í vændi, skuli hafa verið send
ein í flugi. Enginn virðist hafa átt
von á að hún veitti mótspyrnu. Lög-
reglan hefur verið undir smásjá,
enda almenningur forvitinn um
hvernig hún brygðist við. Alltaf má
gera betur. Fáeinum dögum eftir
komu stúlkunnar stóð á lögreglu-
vefnum að götuvændi færi vaxandi
hér og síðan sagt: „Í höfuðborgum
nágrannalandanna hafa erlendar
vændiskonur, sem leita viðskipta-
vina á götunni, valdið margvísleg-
um vanda á undanliðnum árum.”
Þessi undarlega fullyrðing var
síðan étin upp af Morgunblaðinu.
Í Bylgjuviðtali nokkru síðar benti
Stefán Eiríksson lögreglustjóri þó á
að framboðið væri ekki vandamál-
ið við vændi, heldur eftirspurnin.
Nákvæmlega! Við vitum of mikið
til að geta lokað augunum fyrir
eymd annarra. Framan á bókar-
kápu ævisögunnar sem ég minnt-
ist á í upphafi stendur: „Þú hlærð
þig máttlausan við lesturinn og á
stundum getur þú ekki lesið fyrir
hláturrokunum.“ Jú, ætli maður
hlæi ekki af feginleik yfir að dætur
íslenskra sjómanna hafi ekki verið
neyddar til að sýna allan þann tögg
sem í þeim býr.
Konur sem
töggur er í
www.icelandexpress.is
Ísland
Bandaríkin
Reykjavík
Akureyri
Varsjá
Kraká
Bergamo
Bologna
Barcelona
Alicante
Berlín
Kaupmannahöfn
Billund
Álaborg
Gautaborg
Ósló
London
Gatwick
Stansted
Birmingham
Friedrichshafen
Genf
Basel
Frankfurt Hahn
Rotterdam
París
Evrópa
Lúxemborg
Rödd skynseminnar
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
3
0
8
4
6
með ánægju
Bókaðunúna!
Heilbrigð samkeppni er nauðsynleg og neytendum alltaf til
góða. Í næstum sjö ár hefur Iceland Express boðið ferðalöngum
samkeppnishæft verð og gert þeim sem eru í ferðahug kleift að
gera verðsamanburð og velja hagkvæmustu og þægilegustu
leiðina hverju sinni.
Iceland Express hefur breytt flugsamgöngum til og frá Íslandi og
með áætlunarflugi til Bandaríkjanna 2010 gerum við enn betur
fyrir ferðaglaða neytendur.
Virk samkeppni, gott verð og góð þjónusta – það er þannig
sem við hjá Iceland Express hugsum það.
24.900 kr.
Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.
Bandaríkin frá:
14.900 kr.
Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.
Evrópa frá:
Af hverju er dýrara
að fljúga til Stokkhólms
en Kaupmannahafnar?
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
3
0
8
4
6
Er það af því að bara eitt flugfélag
flýgur til Stokkhólms á meðan tvö
fljúga til Køben?
New York