Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Iðnneminn - 01.05.1968, Side 6

Iðnneminn - 01.05.1968, Side 6
eru í byggingu; einnig bendir þingið á, að ekki sé rétt að hefja framkvæmdir við fleiri iðnskóla fyrr en framkvæmdum þeim, er nú standa yfir er lokið. Þingið varar við því, að einstökum deildum verknámsins sé komið fyrir utan skólans, og telur að það tefji að framtíðarlausn náist. Jafnframt samþykkir þingið harðorð mótmæli gegn því, að ekkert skuli vera unnið við byggingu hins nýja Iðn- skóla í Hafnarfirði, sem marka mun tímamót í iðnfræðslu fyrir Gullbringu- og Kjósar- sýslu. 6. Þingið krefst þess að bókleg kennsla í iðn- skólum landsins verði færð í raunhæft form, er miðist við undirbúningsmenntun þá, sem nú er krafizt til inngöngu til iðnnáms. Vill þingið benda á, að bóklegt nám í iðnskólum í dag er miðað við fræðslulöggjöf, sem felld var úr gildi fyrir 20 árum. 7. Þingið bendir á, að nám í iðnskólum lands- ins í dag er engan veginn hæft sem undir- búningsnám fyrir nám í Tækniskóla Islands. Beinir þingið þeim tilmælum til iðnfræðslu- yfirvalda, hvort ekki séu tök á, að koma á fót 3ja mánaða bekk til undirbúnings tækni- náms. (-----------------------------—\ Ályktanir 2 5. þings INSÍ \_______________________________> Atvinnumál. 25. þing INSÍ telur að ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar í atvinnu- og efnahagsmálmn leysi ekki vanda undirstöðuatvinnuveganna, en séu hins vegar óréttlætanleg árás á launastéttir landsins og brot á gerðum samningum við verkalýðs- hreyfinguna. 25. þing INSÍ vill vekja athygli á hinu geig- vænlega ástandi iðnaðarins, og krefst þess að nú þegar verði gerðar eftirtaldar ráðstafanir honum til hjálpar: 1. Að hinn óhóflegi innflutningur alls kyns iðn- vamings, sem innlend fyrirtæki framleiða eða geta framleitt, verði takmarkaður. 2. Að lánveitingar til iðnaðarins verði auknar og sérstök áherzla verði lögð á að sjá nýjum þjóðhagslegum iðngreinum fyrir nægu fjár- magni. Þingið álítur að lánveitingar til iðn- aðarins séu alls ekki fullnægjandi til þess að hann geti endumýjað sig og fylgzt með í hinu mikla kapphlaupi nútíma iðnvæðingar. Vill þingið í þessu sambandi benda á það, að lánveitingar til verzlunar em mun hærri en til iðnaðarins, sem teljast verði undirstöðu- atvinnuvegur, og vill þingið vara við þessari öfugþróun í lánamálum. 3. Að nú þegar verði tollalöggjöfin endurskoð- uð og ráðstafanir gerðar til að vemda ís- lenzkan iðnað. Tollalöggjöfin eins og hún er í dag er óviðunandi, og sem dæmi má nefna, að algengt er að hráefni til íslenzks iðnaðar er oft á tíðum í hærri tollaflokki en sams- konar fullunnar vömr erlendar. 4. Að aukin verði öll tækni og vísindaleg að- stoð við iðnaðinn. Að endingu vill þingið leggja áherzlu á að samhliða þessum aðgerðum þurfi að taka upp aukna áætlunargerð og skipulagningu atvinnu- lífsins, í samræmi við þarfir þjóðarheildarinnar og að ofangreindar ráðstafanir án festu og áætl- unargerðar sé óraunhæfar. 6 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.