Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Iðnneminn - 01.05.1968, Side 12

Iðnneminn - 01.05.1968, Side 12
lagði allt undir í alþjóðlegu fjárhættuspili og tók vinninginn heim með sér! Heimsstyrjöldin lagði atvinnulíf Japans í rúst, uppi stóðu skipasmíðastöðvamar, sem byggt höfðu hinn geysistóra herflota landsins, þær voru nokkum veginn heilar eftir og eigendum- ir — IHI, Mitsubishi, Mitsui, Nippon Kokan, og fleiri — gizkuðu rétt á kröfur framtíðarinnar. Heimurinn þarfnaðist stórra skipa, skipa sem gætu lækkað farmgjöldin að hálfu eða jafnvel tveimur þriðju. Það myndi setja heimshjólið af stað, nýir markaðir myndu opnast fyrir skógar- afurðir Alaska, járngrýti Astralíu, olíuna í Arabíu, og svo mætti lengi telja. Fyrir neyt- endur þýddi þetta fleiri vörur á lægra verði, fyrir seljandann nýir markaðir. Japan átti hvorki járngrýti né kol, hráefni stálsins. En væri flutningskostnaðurinn lítill, gætu Japanir sótt járngrýti til Afríku og kol til Vestur Virginiu, framleitt stál og flutt síðan á markað í Detroit, og boðið stálið á markaðs- verði. (Þetta reyndist rétt, Japan er nú þriðja mesta stálframleiðsluland heims, á eftir USA og USSR). Þetta var freistandi draumur, en einnig hættulegur. Ef salan yrði lítil, væm afleiðing- amar eitt allsherjar gjaldþrot, en japanski iðn- aðurinn lagði á djúpið. Þeir lögðu óhemju fé í hagræðingu, sem gerðu skipasmíðastöðvamar einhverjar þær fullkomnustu í heiminum. — Síðan lögðu sölumennirnir af stað. Við hugsum stórt, sögðu þeir og lögðu fram útreikninga, sem sýndu að árlegur rekstrarkostnaður eins 150,000 tonna skips var 30—60 milljón króna minni en tveggja 75,000 tonna skipa. Þeir buðu hagkvæma greiðsluskilmála: 20% við lagningu Verjið viðinn fúa? notið undraefnið SOLIGNUM Inniheldur yfir 5% Pentaclorophenol KRISTJAN 0. SKAGFJ0RÐ H.F. umboðs- og heildverzlun Tryggvagötu 4 12 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.