Iðnneminn - 01.05.1968, Side 21
Innanhússkeppni INSI
í knattspyrnu 1968
Hin árlega innanhússknattspyrnukeppni Iðn-
nemasambands íslands var háð laugardaginn
27. janúar sl. í íþróttahúsinu að Hálogalandi í
Reykjavík. Um framkvæmdir að þessu sinni sá
Félag járniðnaðamema í Reykjavík.
Til keppni komu 7 lið frá jafnmörgum félög-
um, þ. e. Félagi húsgagnasmíðanema í Reykja-
vík, Félagi jámiðnaðarnema í Reykjavík, Fé-
lagi nema í rafmagnsiðn, Iðnnemafélagi Akra-
ness, Iðnnemafélagi Hafnarfjarðar, Iðnnemafé-
lagi Suðumesja og Prentnemafélaginu í Reykja-
vík. Isfirðingar munu hafa verið veðurtepptir,
en um hina er ekki vitað.
Ahorfendur voru sorglega fáir, og var það
stærsti gallinn á undirbúningi mótsins, að fé-
lögin mættu ekki með stuðningsmenn eða með
klapplið. Er það von mín, að þetta hendi ekki
aftur, áhorfendur og klapplið er ómissandi þátt-
ur í keppnum sem þessum. Að vísu er laugar-
dagskvöld ekki heppilegur tími, en í þessu til-
felli varð ekki við því gert, þar sem íþrótta-
húsin á höfuðborgarsvæðinu em upptekin öll
önnur kvöld vikunnar, en þó er það trú mín, að
hefðu félögin hvatt meðlimi sína vel og ræki-
lega til að mæta hefði aðsóknin orðið sæmileg,
enda er það lélegt félagslyndi, ef ekki er hægt
að sleppa einu laugardagskvöldi úr glaumnum
til að hvetja félaga sína í keppni fyrir þá sjálfa.
Með utanbæjarliðunum þremur komu nokkrir
áhorfendur, og eykur það enn á skömm heima-
Sigurvegarar í knattspyrnukcppni INSÍ 1968: Talið frá vinstri: Guðmundur Hannesson, Rúnar Hjálmarsson,
Benedikt Valtýsson fyrirliði, Matthías Hallgrímsson og Guðjón Guðmundsson.
IÐNNEMINN
21