Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Iðnneminn - 01.05.1968, Side 8

Iðnneminn - 01.05.1968, Side 8
Félag húsasmíðanema í Reykjavík /-------------------------------------------"N Ingi Torfason er Húnvetningur og hefur verið formaður Félags húsasmíðanema í Reykjavik sl. tvö ár, verið í stjóm INSÍ sama tímabil, seinna árið varaformaður. Ingi er fulltrúi INSÍ hjá Æskulýðssam- bandi Islands og situr í stjóm Heimdallar. _________________________________________/ Er ritstjóri Iðnnemans fór þess á leit við mig, að leggja blaðinu til eitthvað efni, fannst mér tilvalið að skýra í stór- um dráttum starfsemi félags míns sl. ár og draga af því örstutta niðurstöðu. Aðalfundur félagsins var haldinn um miðjan febrúar, voru þá kosnir í stjóm: Ingi Torfason formaður, Valdimar Pétursson varaformaður, Burkni Dónaldsson ritari, Sigurður Geirmunds- son gjaldkeri og Helgi Skúlason spjaldskrárrit- ari. í varastjóm: Hannes Ólafsson og Jón B. Gissurarson. Starfsemin á árinu hefur verið heldur slök, en þó í samræmi við áhuga félagsmanna. — Snemma á starfsárinu var haldinn fræðslufund- ur; gestur fundarins var ungur húsgagnaarki- tekt, greindi hann frá námi sínu og starfsmögu- leikum að því loknu, hvað hann þá fremur litla hérlendis. Stemning á fundinum var góð og margar spurningar lagðar fyrir gestinn. Fyrsta tölublað 2. árgangs af Klambra kom út seinni hluta vetrar. Mikið var reynt að koma á árshátíð en strand- aði alltaf á nauðsynlegum leyfum. Þá var skipulögð starfsemi fyrir sumarið, og átti hún að byggjast á stuttum kynnisferðum. Fyrsta ferðin var boðuð og fengin farartæki til mannflutninga hjá Guðmundi Jónassyni, en þeirra reyndist ekki þörf, því aðeins 6 reyndust hafa áhuga á slíkri ferð, þar af einn utan stjóm- ar. Ferðin var farin á tveim einkabílum og var hin skemmtilegasta; skoðuð var gluggaverk- smiðjan Rammi s.f. í Keflavík, sem er ein hin fullkomnasta sinnar tegundar hérlendis. Stjóm- in sá ekki ástæðu til að eyða takmörkuðu fjár- magni félagsins í boðun fleiri slíkra ferða. Kosning til 25. þings INSÍ fór fram um miðjan október, kjörnir voru 6 fulltrúar auk formanns. Einn þeirra, Hannes Thorarensen, var kosinn í Iðnnemasambandsstjórn. Á nefndum fundi voru mættir 14 félagsmenn, þótti sumum sem þar gætti áhuga umfram það, sem venja var til, og gerðust bjartsýnir. Haldinn var almexmur félagsfundur seint í nóvember, um starfsemi og tilgang félagsins, og mættu 10 menn í slæmu veðri. Umræður urðu miklar og stóðu til klukkan hálf eitt. Klambri, 2. tbl. 1967, kom út í desember. Haldinn var félagsfundur 31. janúar, rædd voru almenn félagsmál af töluverðum áhuga. 15 menn mættu á fundinum. Stjómarfundir hafa oftast verið haldnir hálfs- mánaðarlega og mæting á þá góð. r~----------------------------------------- Um starfsmöguleika félags sem slíks, þarf ekki að fjölyrða, en til þess að sú starfsemi náist, þarf fyrst og fremst ein- hvem áhuga félagsmanna, því að það er niðurdrepandi fyrir stjóm, hvað góð sem hún kynni að vera, ef nær enginn sýnir Iit af áhuga, hefur ekki einu sinni rænu á að skamma hana; til þess þarf að opna kjaftinn, en því þorir helzt enginn. — Er það kannski stærsta vandamál iðnnema- samtakanna? 8 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.