Iðnneminn - 01.05.1968, Side 7
Verkalýðsmál.
25. þing INSÍ ályktar:
1. Þingið krefst þess að vinnuvikan verði stytt
í 40 stundir án kjaraskerðingar.
2. Að verkalýðshreyfingin hefji menningar- og
fræðslustarfsemi, svo sem með skipulagðri
útgáfustarfssemi og fræðslu um innri mál
verkalýðshreyfingarinnar; að komið verði á
verkalýðsskóla, til að þjálfa upp starfskrafta
innan verkalýðshreyfingarinnar; að komið
verði á leikhúsi verkalýðsins í því leikhúsi,
sem verkalýðshreyfingin á (Lindarbæ).
3. Þingið lýsir yfir stuðningi við hinar sjálf-
sögðu kröfur BSRB um samningsrétt.
4. Þingið bendir á, að það ástand sem ríkjandi
hefur verið á undanförnum árum í kjara-
málum sé óviðunandi. Vinnutíminn sé lengri
en þekkist í nokkru öðru menningarlandi,
enda hafi menn neyðzt til að lengja vinnu-
tíma sinn, til að hafa fyrir brýnustu nauð-
synjum.
Þingið telur, að verkalýðshreyfingin hafi
brugðizt því yfirlýsta markmiði sínu að láta
dagvinnutekjurnar nægja fyrir lífsviður-
væri. Það er tvímælalaust brýnast verkefni
hreyfingarinnar að koma því til leiðar.
Húsnæðismál.
25. þing INSÍ ályktar:
1. Þingið fagnar áfanga þeim, sem náðzt hefur
hjá Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar í
Breiðholtshverfi, en krefst þess jafnframt að
tryggt verði nægilegt fjármagn til þess að
leysa húsnæðisvandamál láglaunafólks á fé-
lagslegum grundvelli.
2. Þingið mótmælir því, að ráðstöfunarfé Hús-
næðismálastj. sé notað til Framkvæmda-
nefndar byggingaráætlunar og krefst þess
að Húsnæðismálastjórn verði tryggt nægi-
legt fé til úthlutunar lána á sama grundvelli
og hingað til.
3. Afnumin verði vísitölubinding á húsnæðis-
málalán.
Skattamál.
25. þing INSÍ ályktar:
1. Að teknar verði upp raunhæfar aðgerðir til
að koma í veg fyrir skattsvik, svo sem með
skyndirannsókn á bókhaldi fyrirtækja, og
að refsing við skattsvikum verði hert, og
séð um að skattalögreglan hafi frjálsar hend-
ur um þær ráðstafanir, er þurfa þykir.
2. Að skattar og útsvör verði innheimt um leið
og tekna er aflað.
3. Að greiðslur úr almannatryggingum séu
ekki skattlagðar.
4. Að nauðþurftatekjur séu ekki skattlagðar.
Þjóðnýting.
25. þing INSÍ leggur til að olíufélög landsins
verði þjóðnýtt, svo og tryggingafélögin, þar sem
augljós er hagkvæmi þess að sameina stjóm og
framkvæmdir fyrirtækjanna.
—
Iðnnemar!
Gangið í iðnnema-
félögin - styrkið
Iðnnemasamband
íslands
<____________________________^
IÐNNEMINN
7