Iðnneminn - 01.05.1968, Side 3
iÐnnEminn
Utgefandi: Iðnnemasamband Islands. - Ritstjóri og óbyrgðarmaður: Stefón Olafsson. - Ritnefnd: Olafur Björns-
son og Burkni Dónaldsson. - Afgreiðsla: Skólavörðustíg 16, sími 14410. - Utlit og umbrot: Stefón Olafsson. -
Setning og prentun: Alþýðuprentsmiðjan h.f.
-V___________________________________^
ÓKJÖR OG
ATVINNU-
LEYSI
Kau'pgjaldsmál iðnnema hafa löngum tekið mikið rúm á síðum „Iðnnemans", sem
eðlilegt er, þar sem þau eru eitt hrýnasta hagsmunamál okkar iðnnemanna.
En þótt iðnnemar hafi barizt fyrir því árum saman að kjaramál þeirra væru færð
í viðunandi horf, húa þeir enn við fádæma léleg og ósanngjörn kjör. En það er við
ramman reip að draga, þar sem hin íhaldssama meistarastétt er. Og ekki hefur heldur
farið mikið fyrir skilningi á vandamálum iðnnámsins, frá hinum „æðri" þrepum þjóð-
félagsins. Ætla mætti þó að þeim háu herrum ætti að vera einna kunnugast um þau
vandamál, sem þetta getur leitt af sér fyrir þjóðarheildina. Því ef ekki verður hið fyrsta
ráðin hót á vanköntum iðnnámsins, og kjör iðnnema hætt, er mikil hætta á ferðum.
Einfáldlega vegna þess, að iðnaðurinn getur ekki laðað til sín ungt fólk og endur-
nýjað sig þannig, sem honum er full nauðsyn á, ef hann á að taka þátt í hinu mikla
kapphlaupi nútíma iðnvæðingar. Þessi vöntun á réttlátri framkvæmd iðnfræðslunnar,
hefur ekki enn í miklum mæli komið fram í tregðu unga fólksins til að fara út í
iðnnám. En það er ekki hinum opinberu og áhyrgu aðilum að þakka (ekki nema þá
óheint, og óafvitandi), heldur hefur þenslan, sem verið hefur á vinnumarkaðinum í
nokkur undanfarin ár, ráðið þar um. Þar sem hin mikla eftirspurn eftir vinnuafli
leiddi af sér yfirborganir í flestum greinum iðnaðarins, og gaf iðnnemunum þannig
kost á að drýgja tekjur sínar, ásamt með mikilli yfirvinnu. En nú eftir að fjármala-
kreppa hefur riðið yfir, og vaxandi samdráttareinkenna gætir í atvinnulífinu, rts þetta
vandamál upp í hærra veldi en nokkru sinni áður.
Sem dæmi um það, hve erfiðleikar iðnaðarins hafa komið niður á iðnnemum, má
henda á það að stór hópur þeirra gekk meira og minna atvinnulaus í vetur, og enn
er ástandið slæmt, þótt nú eigi að heita einhver mesti annatími hjá flestum iðnaðar-
mönnum. Nú spyr sennilega einhver, hvernig má það vera að iðnnemar gangi at-
vinnulausir? Of ef svo er ætti að vera auðvelt að kippa því í lag, því að slíkt er ský-
laust lagábrot, eða er ekki svo?
Jú, vissulega er hér um hrot á iðnfræðslulögunum að ræða, en málið er samt ekki
svo auðvelt viðureignar, því í mörgum tilfellum er hér um að ræða nema, sem hafa
verið yfirhorgaðir, og af ótta við að yfirborganirnar verði teknar af þeim, þora þeir
ekki að sækja lagalegan rétt sinn. Og virðist hér sannarlega híða Iðnfræðsluráði ærið
verkefni, en þeirri stofnun er sem kunnugt er falið með lögum, að hafa eftirlit með
því að iðnnám sé haldið.
En eru yfirborganirnar þá svo hagkvæmar fyrir okkur iðnnema? Því er til að svara,
að við í Iðnnemasambandinu höfum oft reynt að vega þetta og meta og jafnan komizt
að þeirri niðurstöðu, að þegar á allt sé litið, séu þær í flestum tilfellum sízt hetri en
nemakaupið, þótt vissulega séu á því margar undantekningar.
Framh. á næstu síðu.
IÐNNEMINN
3