Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Iðnneminn - 01.05.1968, Side 4

Iðnneminn - 01.05.1968, Side 4
Sitthvað frá nýstofnuðu Iðnnemafélagi Reykjavíkur Hátíðlegasti dagurinn í sögu félagsins í for- tíð, nútíð og framtíð allri, reis úr skuggum októbernæturinnar, baðaður björtum geislum vetrarsólarinnar, á 20. degi áðurnefnds mánaðar árið 1967. Dagurinn leið. Að kveldi mættu ör- þreyttir, útkeyrðir iðnnemar á merkan fund uppi í Iðnskólanum hér í Reykjavík. Ég hlakk- aði til að sjá allt fjölmennið, en varð fyrir mikl- um vonbrigðum. Það mættu sárafáir. Furðulegt! Gat áhugaleysi manna verið slíkt, að úr 13 iðn- greinum, er þarna áttu að sameinast í eitt félag, skyldi mæta aðeins 9 manns. Þó svo að þessar iðngreinar flestar væru svo fámennar, að illt eða ekki væri hægt að halda uppi félagsstarf- semi í. Ekki einu sinni einn fulltrúi úr hverri iðn. (Er þetta hægt?) — Félag það er hér um ræðir, hlaut nafnið Iðnnemafélag Reykjavíkur (INFR), stórt nafn, er þýðir mikil fyrirheit. — Rétt til inngöngu í félag þetta hefur hver sá, er fengið hefur staðfestan námssamning í eftir- töldum iðngreinum: Bakaraiðn, bókbindaraiðn, gullsmíði, kjólasaum, klæðskeraiðn, ljósmynd- un, mjólkuriðn, offsetprentiðn, offsetmynda- og plötugerðaiðn, prentmynda- og prentljósmynda- iðn, skósmíði, sútun, úrsmíði. — Fyrsta stjóm félagsins var kosin á stofnfudi, og vom allir þeir 9 nemar sem mættu kjörnir í stjóm. Stjórnin var þannig skipuð: Sigurður Stein- þórsson formaður, Einar Halldórsson varafor- maður, Inga Hrönn Pétursdóttir ritari, Gilbert Guðjónsson gjaldkeri, Jórunn Þórðardóttir spjaldskrárritari. Aðrir í stjórn, til vara: Valdi- mar Ingimarsson, Davíð Jóhannesson, Elsa Stefánsdóttir og Ingimar Örn Davíðsson. Voru þetta jafnframt stofnendur félagsins. Stjórn þessi starfaði mest að því (á þessum fjórum mánuðum, sem hún gat starfað), að ná til nýrra félagsmanna. Ur rúmlega 30 mönnum í upphafi skilar hún nú af sér 77 skráðum með- limum. Desembermánuður kom þama inn í og var þá ekki hægt að starfa mikið, loks undir- búningur aðalfundar, en hann var haldinn 15. febrúar 1968. Kosin var ný aðalstjórn: Ófeigur Björnsson formaður, Valdimar Ingimundarson varaformaður, Inga Hrönn Pétursdóttir ritari, og Gilbert Guðjónsson gjaldkeri. Framtíðarverkefnin blasa við hinu nýja fé- lagi. Ég hvet alla iðnnema, innan þessarra 13 iðngreina, að komast í samband við félag þetta og einnig utanfélagsmenn, óskráða iðnnema (í öðrum félögum). Með áhuga og vilja er hægt að gera þetta félag að einhverju því stærsta hér á landi. — Minnumst orða stórskáldsins Einars Benediktssonar: „treystu í verki viljans merki, - vilji er allt, sem þarf.“ Ég óska hinni nýkjömu stjórn og Iðnnemafélagi Reykjavíkur alls hins bezta á ókomnum erfiðum tímum, megi það blómgast og dafna, sýna og sanna sinn sjálfstæða tilverurétt. Sigurður Steinþórsson, Fyrsti form. INFR, (ritari INSÍ). Þegar það er svo tekið með í reikninginn, hversu vígstaða iðnnemanna er hetri með tilliti til ýmissa annarra hagsmunamála þeirra, ef meistarinn getur ekki heitt þá hótunum um kjaraskerðingu, þá held ég að kostir yfirhorgananna séu nú famir að þverra. En reynsla undanfarinna missera hefur vissulega kennt okkur, að lítið öryggi er í einhverjum munnlegum samningum milli meistara og nema, því að þar hefur atvinnurekandinn töglin og hagldimar. Eina lausnin á kjaramálum olikar er því við- unandi heildarsamningar, og að því marld skúlum við stefna. Tökum því strax til starfa og nálgumst markmið okkar, seni er hætt laun og hetra nám. Sigurður Magmísson, formaður INSÍ. 4 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.