Iðnneminn - 01.05.1968, Side 22
manna. En víkjum nú að mótinu sjálfu.
Keppt var í tveim riðlum og urðu úrslit þessi:
Iðnnemafél. Akraness .. 3
Iðnnemafél. Suðurnesja 3
Fél. húsgagnasmíðanema 3
Prentnemafél. í Rvík .. 3
2 10:5 14:11
2 0 1:4 19:13
111:3 13:13
0 0 3:0 10:19
í b-riðli:
Fél. jámiðn.nema í Rvík .. 2 1 1 1:3 5:4
Fél. nema í rafm.iðn .... 2 1 0 1:2 5:3
Iðnnemafél. Hafnarfj....2 0 1 1:1 6:9
Iðnnemafélag Akraness vann síðan Fél. jám-
iðnaðarnema í úrslitaleik 5:4. — Akumesingar
unnu nú bikarinn í þriðja sinn og verður það
að kallast vel af sér vikið.
Margir leikanna voru mjög skemmtilegir og
mátti þar sjá marga furðulega líkamslist kepp-
enda, sérstaklega var leikur Húsgagnasmíða-
nema og Suðumesjamanna skemmtilegur, og
mátti vart í millum sjá hvort liðið skaut ákafar
á mark Húsgagnasmíðanema, og var marka-
staðan í leikslok 9 mörk gegn 3, Suðurnesja-
mönnum í vil, en Húsgagnasmíðanemar gerðu
meirihluta markanna.
Suðurnesjamenn vom hetjur kvöldsins, þeir
léku skiptimannalausir og töpuðu aðeins fyrir
Akurnesingum, sem skoruðu vinningsmarkið á
síðustu mínútu leiksins; hlýtur frammistaða
þeirra að vekja athygli, þar sem þetta var annar
leikur þeirra í röð, án hlés. Annars er erfitt að
gera upp á milli þriggja beztu liðanna, þ. e. Ak-
umesinga, Jámiðnaðarnema og Suðurnesja-
manna og ekki gott að segja hvemig farið hefði,
hefðu Suðumesjamenn haft skiptimenn.
Síðast en ekki sízt má ekki gleyma, að Daníel
Benjamínsson, betur þekktur undir nafninu
Dalli dómari, dæmdi; er vafasamt hvort fyrir-
finnst hér betri dómari. Dómar hans þóttu á
köflum hálf dularfullir, en Dalli hafði ætíð full-
nægjandi skýringar á reiðum höndum, enda
voru dómar hans óvilhallir og réttlátir. S. Ó.
f----------------------------------------------------------------------
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI:
Pípur og fittings
Glerullar einangrun
Þakjárn og pappi
Kalk og steypuþéttiefni
Gólf- og veggklœðningar
Hreinlœtistœki, mikið úrval
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F.
^____________________________________________________________________J
22
IÐNNEMINN