Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 4
4
í mars síðastliðnum fór fram
atkvæðagreiðsla innan Félags
Bókagerðarmanna (FBM), um
aðild að ASÍ. í stystu máli sagt,
var það fellt með miklum mun,
að vera innan ASÍ þ.e. 396 at-
kvæði gegn 180.
Mig langar að varpa ljósi á
nokkra punkta fyrir iðnnema um
orsakir þessa, að félagar FBM
vilja ekki vera innan ASÍ. Þó svo
að ég sé að reyna að skýra af-
stöðu 386 meðlima FBM er ekki
þar með sagt að ég sé einhver
stóri dómur í þessu máli og að
allir þeir geti fellt sig við það, sem
ég hef fram að færa.
Ég ætla að taka til umfjöllunar
fjögur atrið sem ég tel að félagar
FBM hafi hafti fyrir framan sig
þegar þeir greiddu atkvæði í
þessum kosningum.
Kjarastefna ASÍ
ASÍ hefur ekki getað spomað
við stöðugum kjaraskerðingum
undanfarandi ára, á viðeigandi
hátt. Þar get ég nefnt sem dæmi
Ólafslögin, sem m.a. fólu í sér
vísitöluskerðingu og febrúarlög-
in, sem ríkisstjóm Geirs Hall-
grímssonar setti 1978. Venjan
hefur verið sú að ASÍ sendir frá
sér „harðorð” mótmæli en ekk-
ert annað er gert. Að vísu var
krafan um „samningana í gildi”
réttilega sett fram eftir febrúar-
lögin og miklu moldviðri spænt
upp. En sá hamagangur varð
verkafólki ekki til hagsbóta,
heldur var óánægju fólks beint
ofan í kjörkassa.
Önnur krafa sem tókst að sam-
eina verkafólk um, var um 100
þúsund krónur á mánuði sem
kom fram á þingi ASÍ 1976 og var
sett fram í samningum 77. Meira
að segja baráttusinnar studdu
þessa kröfu, en raunin varð sú,
að hún var svikin.
Nú er það þannig, að meðal
bókagerðarmanna er mikil hefð
fyrir baráttu og hafa prentarar
ætíð verið í fylkingarbrjósti ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar.
Tel ég þennan slappleika ASÍ í
kjaramálum, svo og öðmm mál-
um hafa valdið mikilli andstöðu
innan raða okkar fólks.
Leyfir ekki sjálfstæða
baráttu
Annað atriði sem einnig hefur
valdið reiði bókagerðarmanna,
er hvemig ASÍ hefur komið fram
við verkafólk, sem á í sjálfstæðri
baráttu. ASÍ „leyfir” ekki, að
verkafólk taki málin í sínar hend-
ur. Ég ætla að nefna þrjú dæmi:
1975 fóru verkakonur á Akra-
nesi í verkfall, vegna kauptrygg-
ingar sem í gildi var. ASÍ studdi
þær ekki.
Sumarið 1979 fóm farmenn á
flutningaskipum í verkfall og yf-
irvinnubann og háðu harða bar-
áttu gegn VSÍ. Enn á ný vildi ASÍ
ekki styðja við bakið á verka-
fólki, og barátta farmanna koðn-
aði niður. Um haustið, sama ár,
fór Grafi'ska sveinafélagið eitt í
verkfall. Þar var ekki síður um
harða baráttu að ræða. GSF átti
þar í höggi við svartasta afturhald
á íslandi þ.e. VSÍ, borgarapress-
una og stjórnmálaflokkana, sem
hömuðust gegn GSF. Eftir viku
verkfall var staðan orðin sú, að
verkfallið stóð og féll með því
hvort ASÍ mundi styðja GSF eða
ekki. Enn var það sama upp á
teningnum hjá ASÍ. ASÍ rak rýt-
ingin í bakið á grafískum og þar
með var sú barátta brotin á bak
aftur.
Ég held að þessi afstaða ASÍ
hafi gert útslagið með afstöðu
margra bókagerðarmanna, ekki
ErASI
skrifstofubákn?
Bjami Jónsson
málið ekki. Þær reglur sem gilda
varðandi framboð í stéttarfélög-
unum beinh'nis hindra framboð.
Það er ekki h'tið fyrirtæki að ætla
sér að skipta um frystumenn í fé-
lögunum. Oft þarf að safna 150-
200 manns í framboð eða til
stuðnings þeim, til þess eins, að
geta komið á kosningu á milli
tveggja lista.
í heild tel ég að lýðræði sé h'tið
innan verkalýðshreyfingarinar
og það hindrar oft félagsmenn í,
að koma til starfa.
Pólitískur orustuvöllur
í meira en 20 ár var ASÍ hluti
af Alþýðuflokknum, sem hafði
þar öll ráð í hendi sér. Eftir að
virkni og áhrif kommúnista fór
Bjarni Jónsson segir: ,,Forysta INSÍ er einnig
undir sama hattinn sett og aðrir forystumenn
stéttarfélaga, hvað varðar flokkapólitík. Það er
vitað mál, að Allaballar hafa œtíð valist til for-
ystu INSI og hafa þau tengsl oft ráðið afstöðu
forystumanna, t.d. til ,,vinsamlegra” ríkis-
stjórna eða aðgerða ASI. ”
aðeins innan GSF heldur einnig
meðal prentara og bókbindara.
Skortur á lýðræði
Guðmundur Sæmundsson
öskukarl á Akureyri, lét þau orð
falla á seinasta ASÍ þingi, að ASÍ
væri á meðal ólýðræðislegustu fé-
lagasamtaka hér á íslandi. Ég
held, að það sé nokkuð til í því.
Ákvarðanataka er í höndum ör-
fárra manna, ekki er reynt að
virkja almenna félagsmenn í
verkalýðshreyfingunni til starfa,
fundir eru fáir í félögunum, svo
eitthvað sé nefnt. Þá er reynt að
klóra í bakkann og sagt, að fé-
lagsmenn geta einfaldlega kosið
sér aðra forystu. En svo einfalt er
að gæta innan verkalýðshreyf-
ingarinnar fór að bera á kröfum
um að Alþýðuflokkurinn léti af
forræði sínu yfir ASÍ. Eftir mikil
átök 1930 voru kommúnistar
reknir úr ASÍ og leiddi það til
stofnunar Kommúnistaflokks ís-
lands, sem varð helsti framvörð-
ur verkalýðshreyfingarinnar.
Kommúnistar leiddu baráttuna
fyrir óháðri verkalýðshreyfingu.
Sigur vannst og eining skapaðist
meðal verkafólks í oft hörðum
átökum.
Hin síðari ár hefur mikið borið
á því að flokkar spih stórt hlut-
verk, bæði innan einstakra stétt-
arfélaga, sem og, á þingum ASÍ
og í æðstu stofnunum þess. Fyrir
hvert þing spá dagblöðin í það,
hvað hver og einn flokkur eigþ
marga fulltrúa. Ég gæti tahð upp
fjöldan ahan af verkalýðsfélög-
um þar sem flokkamir „eiga” fé-
Iögin. Ég ætla að nefna hér örfá
dæmi, svo iðnnemar fái ein-
hverja nasasjón af áhrifum
flokkanna:
Alþýðubandalagið stjómar
Dagsbrún, Félagi jámiðnaðar-
manna og Iðju á Akureyri. Krat-
ar eiga Framsókn í Reykjavík,
Einingu á Akureyri og Verka-
lýðs- og Sjómannafélag Suður-
nesja. Sjálfstæðisflokkurinn
ræður Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur, Sjómannafélagi
Reykjavíkur og Verkalýðsfélag-
inu Rangæing. Það eina sem
vantar upp á, að þessir flokkar
eigi félögin, er afsalið. Svona
gæti ég haldið áfram með velflest
stéttarfélög á landinu. Ég vill líka
ganga svo langt, að fullyrða, að
hagsmunir flokkanna ráði oftast
férðinni hjá erindrekum sínum í
verkalýðshreyfingunni.
Það er því ljóst að krafan, um
óháða baráttusinnaða verkalýðs-
hreyfingu, á við enn í dag, ekki
síður en í árdaga hreyfingarinn-
ar. ASÍ er orðið skrifstofubákn í
höndum stjómmálaflokkanna.
Hvemig er INSÍ?
Hver er þá staða INSÍ í öllu
þessu? Þau ár sem ég hef starfað í
iðnnemahreyfingunni hefur for-
ysta INSÍ, að mínu mati, ekki
staðið sig í stykkinu. Ógagnrýnin
já-afstaða hennar, gagnvart ASÍ,
hefur verið INSÍ fjötur um fót.
Innan INSÍ, hefur verið sterk
andstaða gegn stefnu ASÍ og á
hverju einasta þingi INSÍ, sem ég
hef setið, hafa verið samþykktar
ályktanir sem fordæma stéttar-
samvinnustefnu ASÍ en hinsveg-
ar hefur forysta INSÍ aldrei farið
eftir þeim.
Forysta INSÍ er einnig undir
sama hattinn sett og aðrir for-
ystumenn stéttarfélaga, hvað
varðar flokkapóhtík. Það er vit-
að mál, að Allabahar hafa ætíð
valist til forystu INSÍ og hafa þau '
tengsl oft ráðið afstöðu forystu-
mannanna, t.d. til „vinsam-
legra” ríkisstjóma eða aðgerða
ASÍ.
Að lokum
Ég er þess fuhviss að mikiU
meirihluti félaga FBM vflji
sterkg verkalýðshreyfingu, en
þeir telja sér betur borgið utan
ASÍ, eins og stendur. Eftir að
þau þrjú félög, innan prentiðn-
aðarins, sameinuðust nú um ára-
mótin, í FBM þá stendur það fé-
lag sterkt. Það hefur mikla bar-
áttuhefðir og ég tel að það geti,
með góðri samstöðu innan sinna
raða, náð fram hagsmunamálum
félagsmanna sinna.
Bjarai Jónsson,
bókagerðanemi.
' •••■>!<*
.rnwnung'j'i
.
,-Ji