Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 6
6 IDNN6MINH MÁLGAGN HDNNEMASAMBANDS ÍSLANDS Haratdur Kristjánsson RITSTJÓRAR Heimir Óskarsson UÓSMYNDARI: HEIMIR ÓSKARSSON ÁBYRGÐARMAÐUR: HARALDUR KRISTJÁNSSON 1. maí 1. maí hefur nú um alllangt skeið verið „hátíðisdag- ur”, en baráttuandinn sem einkenndi þennan dag á upphafsárum skipulagðrar verkalýðsbaráttu, hefur löngu þokað fyrir innantómum langlokum æviráðinna stjómmálamanna og verkalýðsforkólfa. Tengsl Iðnnemasambands íslands við Alþýðusam- band íslands hafa styrkst ef eitthvað er á þeim árum sem liðin eru síð^n iðnnemar tóku að skipuleggja bar- áttu sína fyrir,bættum kjörum, þ.e.a.s. lágmarksmann- réttindum. Með sama áframhaldi verður hlutverk INSÍ að utiga út einstaklingum sem fylla þau skörð sem af og til myndast í verkalýðsforystunni. Það ríður því á, að stokka upp þetta uppeldishlutverk ENSÍ, nema við vilj- um hafa sama japl og jaml og fuðurliðið til að ákvarða stærð og lögun framtíðarþjóðfélagsins og þá sem nú hafa afvegaleitt verkalýðsbaráttuna um áratuga skeið. Endumýjum því inntak 1. maí, og gerum hann að þeim baráttudegi sem umgjörð hans gefur til kynna. Látum ekki stéttarsamvinnupostulana og úrtölumenn úr eigia röðum ráða ferðinni meir en komið er, hættum ' að láta glepjast af fögrum orðum og fínum pappír. Sameinumst í baráttunni fyrir breyttri þjóðfélagsgerð og afneitum frjálshyggjuriddurum síðkapítalismans. M.R.S. Kjararnál Þann 1. maí síðastliðinn höfðu kjarasamningar verið lausir u.þ.b. 5 mánuði og ekki náðust samningar fyrr en 7 mánuðum seinna eins og flestum er kunnugt. Ætla % mætti að í eins árs samningaþófi hefði mátt ná sæmileg- um samningum. En var sú raunin? Lítið eitt af kröfum INSÍ náðust fram að ganga, þó má segja að mjakist í áttina og má markverðast teljast viðurkenning VSÍ á því að INSÍ sjái um túlkun þess rammasamnings sem gerður var um iðnnemakjör. Enn er aðalkröfu iðnnema vísað á bug, en það er viðurkenning VSÍ á því að iðnnemar fari sjálfir með, samningsrétt sinn eins og aðrar stéttir þessa þjóðfélags. Krafan um fæðingarorlof til handa iðnnemum var ekki samþykktaf meisturum en þeir urðu þó að lúta undir lög þess efnis og sama má segja um rétt iðnnema til atvinnuleysisbóta, en lög sem tryggja iðnnemum þar jafnan rétt á við aðra þegna þjóðfélagsins liggja nú fyrir alþingi til afgreiðslu, þegar þetta er skrifað. Þó að gerður hafi verið rammasamn- ingur um kjör iðnnema við VSÍ er ekki þar með sagt að samningsmálin séu þar með afgreidd. Mörg meistarafé- lög eru utan VSÍ og verður því að semja sérstaklega við hvert þeirra og er enn ekki búið að hnýta þar alla hnúta. En hvað getur hinn almenni iðnnemi gert til að knýja á um sín mál? Hann —: það ert þú sem þetta lest— getur tekið meiri þátt í starfsemi þíns nemafélags og þar með starfsemi heildarsamtakanna. Það hefur sýnt sig æ ofan í æ að samtakamátturinn er það eina sem hrífur. Enginn getur sagt betur um hverju á að stefna að, — hvar skórinn kreppir að um iðnnemakjör, heldur en iðnnem- inn sjálfur. Vísum því á bug að láta aðra fara með okkar samningsrétt — við krefjumst fullan samningsrétt okk- ur til handa. G.Á.S. Vegna skrifa minn I 2. tbl. I,,79” Iðnnemans, þar sem ég reyni eftir bestu getu að færa sannindin um íslensku verka- lýðshreyfinguna fram I dags- ^ljósiö, hefur járniðnaðarnem- pn Hálfdán Jónsson leitast 5 að hrekja röksemdafærslu líína með svargrein i síðasta Hbl. Það tekst honum mjög illa og reyndar ætti ekki að taka greinina mjög alvarlega, en þar sem ég held að honum ^ sé alvara með þetta.koma hér pokkur orð á móti. i Eins og við var að búast Kitir Hálfdán þar röksemda- 1‘slu róttæklinganna, félaga \a sem hafa undanfarin ár It að gera grein fyrir ,,trú- Tim” (hugsjónum) sínum bum dagblaðanna. Hann Rr upp á þvi að fullyrða í hluti sem hann hefur eng- ar ábyggilegar heimildir um og gengur út frá þeim sem sannleik. Hann segir sjálfur að fyrirtæki hlaupi ekki á torg með fréttir um gróða sinn en samt getur hann full- yrt um aðferðir ýmissa fyrir- tækja tii að fela gróðann. Hvað veit HJ. um fjárfesting- ar islenskra fyrirtækju erlend- is umfram það sem nauðsyn- legt er? Og ef hann telur sig yfirleitt eitthvað vita um þau mál, hvaðan hefur hann þá vitneskju? Ef HJ. ætlar sér að mark sé tekið á slíkum full- yröingum er fyrsta skilyrði að hafa einhverjar áreiðanlegar heimildir til að vitna i. En þær hefur hann ekki og þvi > taka svona söguburð AÐ HAFA TRU um i hóf undir yfirskriftinni: „færri krónur, meiri kaup- mátt”, og réttlætt þannig eigin þögn þó lifskjör laun- þega hafi verið stórlega skert og vísitala fölsuð. Á þriggja mánaða fresti hefur kaup- máttur launa verið skertur verulega og samt hafa for- kólfarnir með ,,Gvend jaka” i broddi fylkingar þagað þunnu hljóði. HJ. segir ummæli min i fyrrnefndri grein sæma illa launamanni eins og mér. Ég spyr: Sæmir þaö launamanni illa að afneita rétti forystu- mannanna til að misnota samtökin flokki sinum og þá kannski mest sjáifum sér til framdráttar? Sæmir þaö illa launamanni að vera ekki samþykkur þvi að launþegasamtökin séu notuð til að annaðhvort fella ríkisstjórn eða veita annarri starfsfrið til að rifa niður kaupmáttinn og bæta á verð- bólgubálið? Sæmir það launamanni illa að reiðast þegar hann sér samtökin notuð til að rifa niöur hagkerfið og þar meö anna” (hvar sem þeir nú fela sig). Ég segi trúföstu og þá meina ég komma sem varpa öllum skynsamlegum rök- færslum fyrir róða vegna kenninga manns sem var uppi á 19. öldinni. Staðnaðra kenninga sem lítið hafa breyst eða þróast i tímans rás og ciga þvi ekkert skylt við nútíma- þjóðfélag. Það er athyglis- vert, þar sem Hálfdán viröist í sjón vera komin hátt á þrítugsaldurinn, að hann sé búinn að gleyma hver verð- bólgan var áriö 1970. Þá var hún aðeins 7<7o en upp frá því hefur hún fariö stighækkandi og reiknaðist yftr 50% á síðasta ári. Það er Ijóst að þær óarð- bæru fjárfestingar, (t.d. virkjanir og skuttogarar) sem Verðbólgunefnd áleit vera aöalástæöu verðbólgunnar, verða ekki teknar aftur og ennfremur ætti að vera Ijóst að henni verður ekki náð niður samfara þeirri gífurlegu eyðslu sem viðgengst í þjóðfé- lágnu nema með mikilli fram- leiðsluaukningu. Þjóðin eyðir umfram það sem hún aflar og þá eyðslu verður aö minnka jafnframt þvi aö auka þarf framleiönina. Ef þessar óarð- bæru fjárfestingar hefðu borið tilætlaðan arð er eins ‘ vist aö Util eða engin verö- bólga væri og þá væri kannski heil brú i kosninga- kröfum ASÍ-framagosana og skemmdarverkin minnkuðu. Það fer aldrei vei aö vera búinn að mynda sér skoðun áður en athugun fcr fram. Þannig verða lika röksemda- færslurnar hálf klaufalegar, þegar trúin er einráð um hugsanir manna (enginn maður rökræðir guð við prestinn svo vel sé). En trú er líka skoöun og þvi má telja það Hálfdáni það til hróss að hafa yfirleitt skoðun. Það hefur ncfnilega allmikið borið á mönnum innan INSÍ-foryst- unnar sem hafa ekki h»ft skoðanir fyrr en þeir hafa verið mataðir. Ég vil að lokum aðeins óska Hálfdáni gleðilegs sum- ars meö þökk fyrir það gamla og vona að hann láti ekki trúna ráða geröum sínum i framkvæmdastjórninni á sumrinu. Haraldur Kristjánsson. Rekist þú á ríkan mann þá reyndu ef þú getur að bregða fæti fyrir hann svo fjöldanum líði betur. (Loka)-svar við Þessi alþýðuvísa skýrir e.t.v. betur afstöðu mína gagnvart auð- söfnun og arðmiðaklippurum en ég sjálfur fæ orðað í fáum setn- ingum. Þér er velkomið að vor- kenna mér fýrir þá lífsskoðun Halli minn, en sjálfur tel ég hana ekki aumari en þá sem þú hefur kosið þér í flokki atvinnurekenda, framagosa, og heildsala. En þar sem umræðan átti ekki að fjalla um mínar flokkspóhtísku skoðanir látum við þetta nægja. Fyrst um þá staðhæfingu mína að fyrirtæki hlaupi ekki á torg með fregnir um gróða sinn. Við vitum báðir hvemig afkoma frystihús- anna er básúnuð all oft ef eitthvað blæs á móti. í einum af síðustu kveinunum, sem launafólki barst til eyma, fór hagfræðingur BSRB (og taktu eftir að hann er fræð- ingur) á stúfana og gerði lauslega ' úttekt á afkomu frystihúsanna. Niðurstöður hans em býsna at- hyglisverðar, en þar kemur í ljós að um 70% húsanna gerðu það gott á meðan um 30% áttu við ein- hverja erfiðleika að glíma. Út frá ástandinu þar sem það gerðist verst var síðan farið á stjá og krafist efnahagsaðgerða, sem kom að sjálfsögðu öllum iðnaðin- um til góða og launafólk bar byrð- amar í dýrtíðinni. Hagfræðingur- inn er Bjöm Amórsson og þú get- ur snúið þér til hans varðandi frek- ari upplýsingar. Annars birtust upplýsingar í Ásgarði (2. tbl. - 29. árg.), í Verkalýðsblaðinu og í flsiri blöðum að mig minnir. Um fjárfestingar erlendis hefur þú rétt fyrir þér að upplýsingar fyr- ir leikmenn liggja ekki á lausu. Sá galli virðist á gjöf Njarðar að þess- um virðulegu fyrirtækjum er ekki gert skylt að opinbera eitt eða neitt nema þeim sjálfum sýnist svo og ef þeim er gert skylt að gera hreint fyrir sínum dymm eða gefa skýr- ingar á einhverju þá er það með- höndlað sem trúnaðarmál. Stað- hæfing mín um að þessi fyrirtæki láta gróðann birtast þar sem gjöld- in em minnst — stendur enn ó- högguð. Halda þau þannig fjár- munum fyrir utan „þjóðarkök- una” svokölluðu og skekkja alla útreikninga sem byggðir em á henni. Ég vona að mér gefist betri tími seinna til þess að sannfæra þig með hlutstæðu dæmi því þau skjóta upp kollinum öðm hvom. Við getum látið okkur nægja Ál- vers-dæmin sem hingað til hafa verið opinbemð. í þeim höfuð- stöðvum er ekkert auðveldara en að færa fjármuni á milli landa eftir þörfum til þess að greiða sem minnst gjöld. Svipað þessu leist mér á Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna, sem er söluhringur frystihús- anna hér heima. Hringurinn kaup- ir hráefni héðan og flytur út til USA í sitt eigið (eða eigin) fyrir- tæki og fullvinnur vömna á mark- að. Ef hagstæðara reynist að hafa gróðann í USA kaupir SH fiskinn á eins lágu verði hér og hægt er af Hálfdán Jónsson svari sjálfum sér og skapar mikil verð- mæti erlendis með fullvinnslu. A.m.k. virðast þessi fyrirtæki „okkar” hafa gert það bísna gott. Spumingin er bara þessi: Gert það gott fyrir hvem? Af öðm, sem í grein þinni er, þykir mér lítið svara vert. Þú mgl- ar um hluti sem ekki vom til um- ræðu og skirrist ekki við að gera mér upp skoðanir. Ég bið þig því bara að lesa aftur það sem í fyrri grein minni stendur og bera það saman við makalaust svar þitt - þar sem a.m.k. helmingur þess sem þú skrifar er úti í hafsauga eða víðsfjarri því sem um er deilt. Að lokum nokkur orð um þessa óforskömmuðu staðhæfingu mína um verðbólguna ólæknandi. Ég get verið þér sammála um að verð- bólgan hefur og getur verið mis- jafnlega mikil, en þau átök og víxl- verkun sem er á milli kaupgjalds og verðlags linnir ekki á meðan við búum í markaðsþjóðfélagi og deil- an (kjarabaráttan) á milli launa- fólks og atvinnurekenda mun vara jafnlengi. Ég tel því launafólki far- sælast að reyna að vera ekki jafn „víðsýnt” og þú ert en hugsa frek- ar um sig og sína í staðinn fyrir „þjóðarhag”. Þess ber að geta að ég efast um umhyggju atvinnurek- enda fyrir þjóðarhag þó svo það sé eitt mest notaða orð í orðaforða þeirra. Ég hef sagt það fyrr og segi það nú aftur að sú tegund af „víð- sýni”, sem þú og þínir líkar boða, hefur bara í för með sér að fólk kyngir kaupskerðingum og fals- aðri vísitölu og því er ég andsnú- inn. Ég læt hér með þessu karpi okk- ar lokið af minni hálfu og vona að skoðanaágreiningur okkar sé skýr öllum þeim, sem kunna að hafa fylgst með. Hálfdán Jónsson, jámiðn.nemi. Hálfdán Jónsson járniðnaðarnemi lýkur hér máli sínu í ritdeilu sem hann háði við Harald Kristjánsson byggingarnema.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.