Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 10

Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 10
10 Hafsteinn Eggertssoni Starfsmanna- skipti hjá INSÍ Eins og kunnugt er sagði Jónas Sigurðsson, starfsmaður Iðn- nemasambandsins, upp störfum um síðustu áramót og tók Haf- steirtn Eggertsson, fyrrverandi formaður INSÍ við starfi hans á skrifstofu sambandsins. Jónas hefur verið viðloðandi INSÍ allt frá því árið 1969, en þá hóf hann störf í stjóm Félags húsasmíðanema, en það félag hefur nú verið lagt niður. Hann var kjörinn gjaldkeri sambands- ins sama ár og síðan formaður árið eftir, eða 1970. Pví starfi gegndi hann ( eitt ár, þar til samningi hans lauk. Jónas starf- aði í ýmsum nefndum fyrir sam- bandið í tvö ár, þó hann hefði lokið námi og varð síðan fyrsti fastráðni starfsmaður þess árið 1976, en hætti störfum nú um áramótin eins og fyrr sagði. Jónas hefur unnið ómetanlegt starf fyrir iðnnema, þau ár sem hann hefur verið viðloðandi sam- bandið og mun eflaust gera það áfram, því nú starfar hann hjá Iðnfræðsluráði. Hinn nýi starfsmaður, Haf- steinn Eggertsson hefur starfað sl. fimm ár við félagsmál iðn- nema. Hann hóf sinn feril í st jóm Félags nema í byggingariðn árið 1976 og var kjörinn í sambands- stjóm 1977. Sat hann síðan sem formaður INSÍ frá 1978-9. Eftir það hefur hann verið í st jóm Fél- agsmálaskóla INSÍ. Iðnneminn þakkar fráfarandi starfsmanni vel unnin og óeigin- gjöm störf í þágu iðnnemahreyf- ingarinnar og býður nýjan starfs- kraft velkominn til starfa. H.K. Járnvörur Verkfœri Byggingarvörur HARTOPPAR ÓTRÚLEGA ÓDÝRIR Eðlilegir, léttir og þœgilegir. Auðveldir í hirðingu og notkun. Leitið upplýsinga og fáið góð ráð á skuld- bindinga. Fyrsta flokks framleiðsla sem hæfir Islend- ingum. Klipping Permanent Litun Oófðthaa Magnú*dðttir Torfi Goirmundaaofi — Hann á afniæll f dag, hann á afmæli f dag... — Góða kvöldið frú. Ég ætlaði að athuga hvort þér vilduð láta eitthvað af hendi rakna til nýja drykkju- mannaheimilisins? — Alls ekki. Fólk verður bara að láta sér nægja að drekka hver heima hjá sér. Af heimavigstöðvunum: — Ég þarf að skreppa til London fyrir fyrirtækið í næstu viku og verð i fjóra daga. Er það annars eitt- hvað sem ég get gert fyrir þig, elskan? — Nei takk. Það er nóg að þú ferð. — Áfram, Rósa. Vió eigum að taka á móti gestunum eftir korter.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.