Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 12

Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 12
MÁLGAGN IÐNNEMASAMBANDS ISLANDS mnmmM 1. MA11981 VIÐTAKANDI: Framhaldsskólanemar í kröfugöngu Blaðamaður Iðnnemans frétti af kröfugöngu Landssamb. menrita- og fjölbrautaskólanema. Krafan var að fá ríkisrekin mötuneyti í alla framhaldsskóla. Gengjð var frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti niður á Austurvöll. Á leiðinni Steinar Hólmsteinsaon söng um 1 km löng nemaröð kjör- orðin: Við viljum mötuneyti. Mötuneyti í alla skóla. Allt sem við viljum er MÖTUNEYTI. Ríkisrekinn starfskraft Fyrir utan Alþingishúsið hróp- uðu allir á menntamálaráðherra, en hann kom ekki. Var því haldið til menntamálaráðuneytisins og kallað þar: Við viljum ráðherrann. Og þama kom hann eins og ný- kominn úr baði. Formaður LMF bað hann vinsamlegast að koma og taka við undirskriftum. Allt sem ráðherrann sagði er hann tók við undirskriftunum var: ,,Já, ágætu nemendur, ég ætla, í votta viðurvist að taka á móti þessu stóra plaggi, sem mér hefur verið rétt, og ég skal gera mitt besta til að verða við óskum ykkar eins og ég hef reyndar gert (þá heyrðust einhver jar stunur í mann- skapnum), en sem sagt ég skal gera mitt besta til að koma óskum ykk- ar á framfæri við ríkisstjómina. Þakka ykkur kærlega fyrir kom- una”. Síðan hitti blaðamaður Iðnnem- ans Steinar Hólmsteinsson for- mann Landssambands mennta- og fjölbrautaskóla og tók hann tali. Hver er tilgangur ykkar með þessari kröfugöngu og útifundi? í fyrsta lagi að vekja almenning til umhugsunar um þessa aðstöðu sem framhaldsskólanemar búa við og í öðm lagi að vekja athygli rík- isvaldsins á þessari lélegu aðstöðu sem er í skólum. Það viðgengst víða í framhaldsskólum með 600 nemendum, að þar er ekki nein mötuneytisaðstaða og t.d. í stærsta fjölbrautarskóla landsins, í Breið- holti, þar er ekki nema 70 manna mötuneyti fyrir 1400 manns. Gerið þið ráð fyrir að kröfum ykkar verði sinnt? Sko, þessi útifundur, hann er nú bara byrjunin á áframhaldandi baráttu og síðan sigri. Baráttunni verður haldið áfram með blaða- skrifum og umræðum í skólum um þetta mál. Og við vonum semsagt að þessi fundur verði hvatning fyr- ir fólk til að berjast áfram fyrir fullum sigri í þessu máli. En við búumst ekki endilega við að þetta gerist allt á einni nóttu, heldur stig af stigi. Viltu segja eitthvað að lokum? Já, ég vil þakka öllum þeim sem hafa komið héma og ég vonast bara til þess að ríkisvaldið sinni kröfum okkar eins vel og hægt er. Ræðuhöld á útifundi LMF. IÐNSKÓUNN í REYKJAVÍK Iðnskólinn í Reykjavík var stofnaður 1904 af Iðnaðar- mannafélaginu í Reykjavík, og var þá rekinn sem kvöldskóli. Árið 1929-30 er hafist handa að gera skólann að dagskóla og er þá kennt í 1-2 daga í viku í fyrstu 2 bekkjunum af fjórum. Árið 1955 em samþykkt á al- þingi lög um iðnskóla og skólinn gerður að dagskóla er hefur verið rekinn sem slíkur upp frá því. í fyrstu var kennt í 8 vikur í senn og vom þá starfræktar 3 annir yfir veturinn. Samkvæmt reglugerð um iðn- fræðsiu frá 15. sept. 1976 fór af stað kennsla skólaárið 1967-68 í málmiðnaðardeild — Verk- námsskóla iðnaðarins. Kennsla hófst 15. jan. 1968 í því húsnæði við Sölvhólsgötu, sem Iðnskól- inn hafði fengið til umráða. Sú kennsla var skoðuð sem tilrauna- kennsla. Nemamir vom fengnir frá nokkmm meisturum, sem skráð höfðu nema á fyrsta ári í skólann. Skólaárið 1968-69 hefet svo regluleg kennsla í málmiðnaðar- deild með 81 nema. Haustið 1970 var sett á stofn verknámsdeild í tréiðnaði. Framhaldsdeildir í verknámi: Útvarpsvirkjad. sett á stofn árið 1969 Rafvirkja og rafvélavirkja árið 1970 Verknámsdeild í bifvélavirkjun 1974 Verknámsdeild í hársnyrtingu 1975 Verknámsdeild í málmiðnaði 1976 Vérknámsdeild í húsgagnasmíði 1976 Verknámsdeild í húsasmíði 1978 Verknámsdeild í bókagerð 1978 Verknámsdeild í bifreiðasmíði 1979 Starfssviði Iðnskólans í Reykjavík má í dag skipta í fjóra þætti. Verknámsdeildir skólans eru stærsti og veigamesti þáttur- inn. Næst stærsti þátturinn er kennsla fyrir iðnnnema á samn- ingi. Næst ná nefna Meistara- skólann. Og að lokum tækni- teiknaranámið. í verknámsdeildum skólans hefur verið unnið mikið upp- byggingastarf og em þær lang sterkasti hluti skólans. Að mín- um dómi eru helstu úrbætur sem gera þarf á skipulagi skólans þessar: 1. Að samræma í skólanum öðru námi á framhaldsskólastigi. 2. Að leitast við að ná því markmiði að allir nemendur skólans verði fœrir um að tileinka sér almennan texta t. d. handbœkur og fagbœkur í sinni grein. Ennfremur að þeir verðifœrir um að tjá sig munnlega og skriflega um einfalda hluti. Pessu markmiði á að vera hægt að námeð því að auka kennslu í und- irstöðugreinum þ.e. íslensku, erl- endum málum og stærðfrœði frá því sem nú er. Kennsluna í þessum undirstöðugreinum þarf að flétta haganlega inn í verklegt og bók- legt nám þannig að nemendum ,vqrði Ijós nauðsyn þess að læra þessar undirstöðugreinar. 3. Að öllum nemendum verði kennd undirstöðuatriði í tölvufræðum. 4. Þeim nemendum sem vilja og geta verði gefinn kostur á að Ijúka tækniskólaprófi frá skólanum. 5. Skipulag iðnnáms, meistaranáms Ingvar Ásmundsson og eftirmenntunar þarf að fella í eina samfellda heild. 6. Æskilegt er að veita nemendum talsvert svigrúm til þess að skipu- leggja nám sitt í skólanum í sam- rœmi við óskir þeirra áhuga, hæfni og markmið. 7. Nauðsynlegt er að þeir nemendur sem ekki uppfylla lágmarkskröfur um einkunnir á grunnskólaprófi en hyggja á iðnnám/frhnám geti hafið það strax að prófi loknu jafnhliða því sem að þeir bœta þekkingu sína og uppfylla lág- marksskilyrðin. 8. Athuga þarfrækilegahvortekkier heppilegt að taka upp áfangakerfi við Iðnskólann í Reykjavík m.a. í því skyni að uppfylla mörg þau markmið sem hér eru greind að framan. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka iðnnemum fyrir ágætt samstarf frá því að ég tók við mínu starfi s.l. haust. Jafnframt vil ég óska að þetta samstarf geti haldið áfram að dafna og batna á ókomnum ámm. Ingvar Ásmundsson skólastjóri Ingvar Ásmundsson skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík rekur í þessari grein, sögu skólans og starfsemi í stórum dráttum, og lýsir framtíðar- markmiðum hans.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.