Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 7
7 Viðtal við Ásmund Stefánsson Nokkrar spurningar fyrst um verk- föll. Við erum úti á vinnumarkað- inum og heyrum hjá launafólki að það sé ekki hrifið af verkföllum og jafnvel segir forystan líka að verk- föll séu ekki góður kostur. Hefur ekki vantað svolítið á að forystan undirbyggi verkföll betur, til að launafólk sannfœrist um að verk- fall sé góður kostur í baráttunni? Ég tel raunar að verkfall sé al- drei góður kostur. Það er augljóst að verkfaU leiðir til tekjumissis um þann tíma sem verkfallið stendur og í því þjóðfélagi sem við búum í dag eru verkföll líklega mun erf- iðari fyrir f jölskyldur en þau voru áður fyrr. Þá voru dregnar fram kartöflur eða eitthvað þess konar til að þrauka af tekjulausa tímann, en nú eru svo mörg fastaútgjöld sem þjaka fólk, afborganir og alls konar kúnstir. Þannig verða verk- föll erfiðari fyrir fólkið. Það sér fram á að missa húsið o.s.frv. Þess vegna er verkfall að mínum dómi óneitanlega vondur kostur. Hins vegar er ljóst að VSÍ er harður viðsemjandi og það gefur sig sjaldnast, nema hafa verkfalls- svipuna yfir sér. Þess vegna er oft nauðsynlegt að grípa til þessa vopns, þó að það sé ekki góður kostur. Er það ekki óhjákvæmileg nauð- vörn í kjarabaráttunni að nota verkfallsvopnið? Eða er það ekki nógu mikið samband milli foryst- unnar og hins almenna félaga? Nú er út af fyrir sig aldrei hægt að svara þvi einhlítt hvort sam- bandið milli forystunnar og al- mennra meðlima er nógu gott. Ef- laust er það aldrei nógu gott. í okkar skipulagskerfi eru það nátt- úrulega félögin sjálf sem fást við þá hlið málsins að mestu leyti. Það eru félögin sem eiga við sitt fólk úti á vinnustöðunum og forystumenn félaganna standa sig eflaust mis- jafnlega í því, ég efast ekki neitt um það. Eg átti við íþessarispumingu hvort launafólk telur verkfallsbaráttu undanfarinna ára eða afrakstur hennar fremur rýran og leggist því gegn verkföllum? Mig langar til að spyrja líka hvort atvinnurekendur séu ekki hœttir að óttast verkfalls- vopnið. Þeir virðast ekki sýna neinn bilbug á sér þó þeir sjái að til verkfalla kunni að verða gripið? Er verkfallsvopnið hœttað bíta eins og það gerði? Það er afskapiega erfitt að meta það. Verkfallsvopnið hittir ein- stök fyrirtæki og einstaka aðila mjög misjafnlega og þess vegna bítur það kannski misjafnlega. Ég held nú samt sem áður að verk- fallsvopnið bíti. Mér finnst t.d. ef ég Iít til þess sem gerðist í síðustu samningum að atburðarrásin styðji þá skoðun. Þegar 43 manna nefndin samþykkti 9. september að biðja um verkfallsheimildir, eða skora á félögin að afla sér verkfallsheimilda, urðu viðbrögð VSÍ strax betri. Það náðist fljót- lega samkomulag um röðun í Iaunaflokka. Þessi jákvæðu við- brögð VSÍ í september tengi ég þeirri ákvörðun 43 manna nefnd- arinnar, að biðja félögin að afla sér verkfallsheimilda. Það kom líka í ljós vegna þess hve það gekk hægt hjá félögunum að afla sér verk- fallsheimilda harðnaði afstaða VSÍ aftur. En hvaða árangri verkföll skila er aldrei hægt að mæla endan- lega vegna þess að við getum aldrei fullyrt með fullri vissu hvemig við værum stödd ef við hefðum ekki farið í verkfall. Og það er ekki bara spumingin um mat á niðurstöðu þeirrar ein- stöku kjaradeilu heldur líka þeirr- ar næstu því ef við gefum eftir vegna þess að við viljum spara okkur að fara í verkfall má segja að við séum búin að gefa vinnuveit- endum til kynna að það sé hægt að fara þannig að okkur. Við getum þannig veikt stöðu okkar ef við skirrumst við að nota verkfalls- vopnið. Þess vegna er þetta aldrei endanlega útreiknanlegt. Ég held einnig að á ýmsan hátt hafi kostn- aður af verkföllum verið nokkuð ofmetinn. Það er misjafnt hvemig verkfall kemur við fólk. Sú minn- kun framleiðslu sem varð á verk- fallstímanum er oft unnin upp á eftir að miklu leyti, með yfirvinnu þannig að þau eyðileggi ekki þann vinnuvettvang sem við lifum á. Við viljum klemma atvinnurek- endur, en jafnframt verðum við líka að reyna að haga aðgerðum þannig að þær leiði ekki til þess að það verði ekki til vinnustaðu'r til þess að koma á aftur. Það setur þessum þrýstingi alltaf ákveðin takmörk. Hins vegar erum við líka svolítið treg til þess að láta að- gerðir bitna í meira mæli en nauð- synlegt er á okkar eigin fólki. Og fólk sem við erum ekki að kljást við, eins og öldruðum og veikum o.s.frv. Þannig hefur alltaf verið venja hér á landi að gefa býsna miklar undanþágur. í þessu sam- bandi verðum við alltaf að velta því fyrir okkur, hvaða stöðu við höfum í verkfallinu, hvaða áhrif það hefur á móralinn í fólkinu sem er í verkfallinu að veita undan- þágumar eða veita þær ekki. Yms- ar undanþágur hafa að megin- markmiði að sjá til þess að aðgerð- imar komi ekki of mikið niður á fólkinu sem er í verkfalhnu eða aðstandendum þess. .Eg átti nú kannski við í sam- bandi við vörn, þœr birgðir sem menn þyrftu að losa sig við, sem lœgju undirskemmdum eða jafnvel til að halda mörkuðum, að þar mætti herða aðeins á skrúfunni ef út í verkföll erfarið? Það getur vel verið. Það finnst mér hljóta bara að fara eftir að- stæðum hverju sinni. Það er ekki hægt að meta það í eitt skipti fyrir ÖU. Afleiðingin af því að beita ,, Verkaskiptingin er ekki þannig að INSÍ finni kröfur og svo komi ASI ogfái þœr í gegn. Þannig getur það aldrei verið. Þar er ekki hcegt að velta ábyrgðinni alfarið yfir á aðra. Auðvitað verður INSI að fylgja sínum kröfum eftir,...” segir Ás- mundur í viðtali við Iðnnemann. þannig að þar koma tekjur á móti. Dæmið verður alltaf svoh'tið flókið í útreikningi en ég er ekki viss um að tapið sé alltaf eins mikið og af er Iátið. Ef ég má skjóta hér inn einu atriði varðandi viðhorf fólks til verkfalla og vantrú þess á að þau þýði nokkuð. Að mínu viti er ein megin ástæðan hvemig stjómvöld hafa gripið inn í gerða kjarasamn- inga á undanfömum árum oftast með því að skerða vísitölu og þannig takmarka þá kauphækkun sem hefði átt að verða. Ég held að þetta hafi á vissan hátt leitt til þess að fólk sem hefir fulla trú á því að við getum lamið VSÍ til að gera eitthvað, kemst á þá skoðun að það skipti e.t.v. ekki svo miklu máh hvað VSÍ er knúið til að sam- þykkja, því ef við náum góðum árangri í viðureigninni við VSÍ komi ríkisvaldið bara og taki það aftur. Ég held að þetta sé atriði sem hefur orðið töluvert áberandi á seinni árum og leitt til hræðslu hjá fólki við það að fóma sér í baráttu fyrir árangri sem það hefur enga fullvissu fyrir að verði ekki stolið frá því aftur. Þú ert ekki á því að megi fara út í harðari verkföll heldur en áður? Með minni undanþágum og jafnvel stoppa þær greinar sem bíta best ef svo má segja? Það er náttúrulega tvennt sem þarf að hafa í huga í þessu sam- hengi. Það er annars vegar það, að verkföllum verður helst að beita slíku, getur komið niður á báðum aðilum. En það gerir verkfall út af fyrir sig raunar alltaf. Það 'verður alltaf að meta út frá þeirri stöðu sem menn em í hvað þeir telja sig vilja ganga langt, og hvað þeir treysta sér til að ganga langt. En er ekki síðasta haldreipið hjá launafólki sem fer í verkfallsbar- áttuna að tap atvinnurekenda er alltaf margfallt á við þeirra eigið? Það þarf auðvitað að haga verk- fallsbaráttunni þannig að það verði sem raunverulegust niður- staða. Og það fer að sjálfsögðu eft- ir því hvemig því er hagað. Skv. vísitölukröfum ASÍ síðast, átti að.greiða óskerta vísitölu á laun á bilinu 300-400 þús. kr. í dag- vinnu. Flokkast laun þar fyrir ofan til hárra launa þar sem þau átti að skerða. Teljist þið forystumenn launþegaskv. því hátekjumenn eða eruð þið undir þessum mörkum? Ég held ég geti fullyrt að all- flestir forystumenn séu hálauna- menn í þeim skilningi að þeir fari yfir þetta mark í kaupi. Samt fer það svoh'tið eftir því hvemig kaup þeirra er samsett þ.e. skipt á dag- vinnu og yfirvinnu. Mitt kaup er alla vega vel þama fýrir ofan. En út af fyrir sig held ég að ekki sé hægt að nota þessi mörk sem skil- greiningu á því hverjir séu há- launamenn og hverjir láglauna- menn. Það voru uppi deilur í haust og í fyrravetur um það hvemig ætti að haga vísitölukröfunni. Þessi krafa sem þú vitnar til er einskonar málamiðlun í þeim deilum, þannig að menn sögðu að þeir'sem væm undir 300 þús. á mánuði, væm svo illa staddir að þeirra kaup yrði að lyfta sérstaklega. Þeir sem em rétt yfir 400 þús. fá næstum því óskert- ar bætur og svo dregur úr bótum eftir því sem ofar kemur. En ein- hverja ákveðna línu verður held ég aldrei hægt að draga, og segja þessi er hálaunamaður og þessi er lág- launamaður það fer hka eftir ýmsu öðm, svo sem aðbúnaði og hlunn- indum hvaða laun teljast há laun. Nú er samningsréttur iðnnema í höndum ASÍ. En nú er föst álykt- unarsamþykkt hjá ASÍ þess efnis að ASÍstyðji þá kröfu að INSÍfari sjálft með sína samninga (samn- ingsrétt iðnnema). Telur ASÍ þetta vera minni háttar mál eða mun sambandið leggja einhvern þunga í þetta? Það er alltaf erfitt að eiga við spumingu með tóninum; „hvað ætlar þú að svík ja af því sem lagt er fram?”, það em engin svona mál minni háttar mál. ASÍ hefur stuðl- að að því á undanfömum ámm að gefa INSÍ sem besta aðstöðu til að framfylgja sínum málstað í þessum efnum. ASÍ hefur á undanfömum ámm lagt töluverðan þunga á kröfur INSÍ. Vorið 1975 strandaði á samningum iðnnema og þó að ahur landslýður biði, þá var beðið í heilan sólarhring eftir úrshtum iðnnemamála. Það var þá sam- komulag á borðinu um alla aðra þætti en iðnnemakjörin. í þeim samningum og raunar öllum samn- ingum sem ég hef fylgst með áttu iðnnemar beina aðild að viðræð- um og samningsgerð og ég tel tví- mælalaust, að almennur vilji sé til staðar að treysta samningsstöðu INSÍ sem best. í hverjum samn- ingum hefur ASÍ veitt þjónustu og aðstöðu sem hægt hefur verið að veita. En ákvörðun um Hvaða ein- staka kröfur eru gerðar að úrshta- atriði á lokastigi, fer eftir því hvaða stemningu tekst að vinna upp á bak við kröfuna og hve öfl- ugur stuðningur reynist við hana í samninganefndinni. Það geta eng- in samtök sagt já við viljum þetta og ætlum að fá það og beðið síðan eftir því að það fáist. Það verður að sannfæra viðkomandi aðila um að það sé virkilegur þrýstingur að baki. Það þarf að vinna að skiln- ingi á því að sú krafa sem sett er fram sé nauðsynleg og vekja sam- úð annarra á henni. Verkaskipt- ingin er ekki þannig að INSÍ finni kröfur og svo komi ASÍ og fái þær í gegn. Þannig getur það aldrei ver- ið. Þar er ekki hægt að velta á- byrgðinni yfir á aðra. Auðvitað verður INSÍ að fylgja sínum kröf- um eftir, byggja upp stemningu hjá sínum meðlimum og skilning hjá öðrum. Hvort tveggja verður að fara saman ef árangur á að nást. SVEINSPRÓF Sveinspróf í löggiltum iðngreinum nefndar fyrir 1. maí næstkomandi skulu fara fram um land alltfrá 1. ásamt venjulegum gögnum, próf- maí til 30. júní næstkomandi. gjaldi og sveinsbréfsgjaldi, alls kr. 745. - sem rennur í ríkissjóð, svo og Meisturum, fyrirtœkjum og iðn fræðsluskólum ber að sækja um greiðslu á öðrum kostnaði. próftökufyrir þá nemendur sína sem Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykja- lokið hafa námstíma og burtfarar víkfá umsóknareyðublöð afhent í prófi frá iðnskóla. skrifstofu Iðnfræðsluráðs, Suður landsbraut 6, sem einnig veitir upp- Umsóknir um próftöku sendistfor- lýsingar um formenn sveinsprófs manni viðkomandi sveinsprófs- nefndar. IÐNFRÆÐSLURÁÐ

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.