Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 5
5 Jónas Sigurðsson skrifar þessa grein í tilefni þess, að hann er nýlega hættur störfum hjá Iðnnema- sambandinu. Hann segir: ,,/ öllu starfi samtak- anna er nauðsynlegt að hafa í huga, að samtökin eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur tæki fyrir iðnnema til baráttu fyrir hagsmunum sínum. ” Ritnefnd Iðnnemans hefur ósk- að eftir því við mig, að ég skrifi einskonar kveðjugrein í blaðið í tilefni þess að ég lét af störfum hjá sambandinu um síðustu áramót. Er mér bæði ljúft og skylt að verða við þeirri beiðni. Það er margt sem leitar á hug- ann er ég lít til baka yfir þau fimm ár sem ég var starfsmaður sam- bandsins. Þar er margs ánægjulegs að minnast og einnig hins sem er miður ánægjulegt sem fellur þó í skugga hins. Einkum er mér ofar- lega í huga öll þau góðu kynni sem tókust með mér og þeim mörgu er gegndu trúnaðarstörfum fyrir sambandið í gegnum þessi ár. Þar voru margir er lögðu fram gífurlegt og óeigingjamt starf í þágu hreyf- ingarinnar, starf sem sjaldnast var metið af verðleikum. Sköðuðust á milli mín og margra þessara aðila traust vináttubönd sem ég vona að rofni ekki. Starf hreyfmgarinnar Þar sem þeir sem starfa í iðn- nemahreyfingunni gera þar oftast stuttan stans, þar sem menn hverfa úr hreyfingunni er þeir hafa lokið sínu iðnnámi, hafa þeir haft tak- markaðri yfirsýn yfir starf sam- bandsins í gegnum árin en ég hef haft sem starfsmaður þess. Hefur þeim oft þótt hægt miða að ná fram baráttumálum hreyfingarinnar. Þegar litið er yfir lengri tíma má sjá að iðnnemahreyfingin hefur náð fram mörgum og mikilsverðum málefnum í þágu iðnnema. Ekki er hægt í stuttri grein sem þessari að tína fram öll þau mál. Þegar ég lít til baka yfir þau ár sem ég hef haft persónuleg kynni af starfi iðn- nemahreyfingarinnar, en það er meira og minna allt síðan 1969, má sjá að viðurkenning á hreyfing- unni og áhrif hennar hafa aukist ár fráári. Iðnfræðsluþáttur Iðnnemahreyfingin hefur átt mikinn þátt í því í gegnum árin, að stuðla að þeirri hugarfarsbreyt- ingu er átt hefur sér stað gagnvart verkmenntun. Þó er enn langt í land í þeim efnum að skapa þá virðingu fyrir verklegri menntun að hún verði metin til jafns við þá bóklegu. Vilji margra til eflingar verkmenntunar er meir í orði en á borði og aðrir telja að gildi verk- legs náms sé í réttu hlutfalli við umfang almenns bóknáms í verk- fræðslunni. Markmiðið hlýtur að vera það, að hinar verklegu og fag- bóklegu námsgreinar verði metnar að jöfnu við hinar almennu náms- greinar á framhaldsskólastigi. Markmið verkmenntunar er tví- þætt. Annarsvegar að gefa ungu fólki tækifæri til að afla sér verk- legrar menntunar á því sviði sem hugur þess stendur til, þannig að það að loknu námi geti svarað þeim kröfum sem gerðar eru til verklegrar- og tæknilegrar kunn- áttu í viðkomandi grein. Hinsveg- ar að veita því þá almennu þekk- ingu sem nauðsynleg er,til að það geti notið réttinda sinna og gegnt skyldum sínum í þessu þjóðfélagi. Auk þessa ber að gefa þeim tæki- færi til að afla sér þekkingar í ein- stökum námsgreinum eftir því sem áhugi er fyrir hendi. Að mínu mati er höfuð viðfangs- efni samtakanna verkmenntunar- málin, krafan um að menntun iðn- nema sé þannig að hún svari þeim kröfum er atvinnulífið og þjóðfé- lagið almennt gerir til iðnaðar- manna jafnframt því að þroska nemendur sem einstaklinga. Nú þegar verið er að endur- skipuleggja framhaldskólastigið er margs sem þarf að gæta og iðn- nemahreyfingin að vera vakandi yfir. í því sambandi vil ég einkum nefna tvo þætti: Annarsvegar að sú samræming sem áformuð er á framhaldsskóla- stigi verði ekki með þeim hætti, að faglegar námsgreinar verði látnar víkja fyrir hinum almennu. Með öðrum orðum að samræmingin verði ekki á kostnað hins faglega náms og það gert að einskonar föndumámi. Hinsvegar að réttur iðnaðar- manna til áhrifa á innihald og fyrir- komulag náms í viðkomandi grein- um verði ekki skertur, né hinn stjómunarlegi samræmingarþáttur er fulltrúar iðnaðarmanna hafa gegnt. Eg nefni til sérstaklega þessi tvö atriði vegna þess að í ljós hefur komið tilhneigingar í þessa átt. Það er skoðun mín að miklu mun skipta um verkmenntunina í framtíðinni hvemig til tekst með nýskipan framhaldsskólastigsins. Verða iðnnemar og iðnaðarmenn í því sambandi að beita samtökum sínum til að tryggja verkmenntun- inni í raun verðugan sess í mennt- unarkerfinu. Kjaraþáttur Eg nefndi hér fyrr í greininni að mín skoðun væri sú, að höfuð við- fangsefni iðnnemasamtakanna ætti að vera verkmenntunarmálin. En jafnhliða þeim er baráttan fyrir h'fvænlegum launum á meðan á námi stendur. A sviði kjaramála má sjá tals- verðan árangur af baráttu hreyf- ingarinnar fyrir bættum kjörum iðnnema. Ættu menn í því sam- bandi að bera saman kjarasamning um iðnnemakjör frá 1970 og þann sem gerður var síðast liðið haust. Einnig er ljóst að á þessu tímbili hefur réttur iðnnema til íhlutunar um kaup sitt og kjör aukist stór- lega og er svo nú komið að mínu mati, að einungis skortir formlega viðurkenningu vinnuveitenda á iðnnemasamtökunum sem samn- ingsaðila. Eg er þeirrar skoðunar að þeir kjarasamningar um iðnnemakjör sem gerðir voru síðastliðið haust, hafi verið með betri samningum sem náðst hafa fyririðnnema. Held ég að enn geri sér ekki allir ljósa grein fyrir þýðingu þeirra fyrir launakjör iðnnema í framtíðinni, en það mun tíminn leiða í ljós. Raunar er ég þess fullviss að at- vinnurekendur hafa ekki gert sér grein fyrir því hvað þeir voru að skrifa undir er þeir undirrituðu þennan samning. Ég held að á næstunni verði það sambandi ærið verkefni að halda fengnum hlut í þessum efnum og að sjá til þess að iðnemar njóti þeirra kjara sem þeim ber sam- kvæmt samningum. Það verður að hafa í huga, að jafnframt því sem barist er fyrir nýjum hagsmuna- atriðum í kjaramálum er nauðsyn- legt að tryggja að iðnnemar njóti þeirra kjara er náðst hafa. Þjónustuþáttur Einn mikilvægasti þátturinn í starfi iðnnemasamtakanna hin síð- ari ár er sú þjónustustarfsemi, sem samtökunum varð kleift að halda úti með tilkomu þess að hægt var að ráða starfsmann til sambands- ins. Kynntist ég því vel í mínu starfi hversu nauðsynleg sú þjónusta er. Þau málefni sem leitað var með til skrifstofunnar voru mörg og marg- vísleg og gera það að verkum að starfsmanni samtakanna er nauð- synlegt að vera vel að sér í óskild- ustu málefnum. Mikilvægt er að auka þennan þátt í starfi samtak- anna jafnt og þétt. Félagsþáttur Einn sá þáttur sem er veikasti hlekkurinn í starfi samtakanna, en það eru félagsmál hreyfingarinnar. Ekki hefur iðnnemahreyfingunni gengið betur en öðrum félagasam- tökum að virkja félaganna til starfa. í þessu sambandi verður að hafa í huga hina öru skiptingu manna í samtökunum sem veldur vissum örðugleikum á samfelldu og markvissu starfi. Eins eru marg- ir sem telja að ekki taki því að starfa innan samtakanna þar sem um svo stuttan tíma er að ræða. Það er að mínu mati bráð nauð- syn á fyrir samtökin, að huga vel að þessum málum og leita til fé- lagslegrar uppbyggingar á samtök- unum. í þeim efnum lagði síðasta þing INSÍ til leiðbeinandi ramma um umræður innan samtakanna er leiða skuli til tillögugerðar fyrir næsta þing. Eftir því sem ég hef heyrt af þessari félagsmálaumræðu innan samtakanna frá síðasta þingi er ég hræddur um, að kjami þeirr- ar umræðu hafi nokkuð færst frá þeirri h'nu sem stefnt var að með samþykktum síðasta þings. Að Iokum Ég hef hér á undan tæpt á því helsta sem mér er efst í huga nú er ég læt af störfum hjá sambandinu. Um þessi mál og fleiri mætti fjalla mun ítarlegar um en hægt er í einni blaðagrein. Ég vil ítreka og leggja áherslu á að það er mfn skoðun, að verkmenntunin stendur nú á tíma- mótum og meðal annars veltur það á starfi iðnnemasamtakanna hvert verður stefnt í þeim efnum. Iðnnemasamtakanna bfður mikið starf á ýmsum sviðum, starf sem beinist að því að tryggja hagsmuni iðnnema og gæta þess að réttur þeirra verði ekki fyrir borð borinn. í öllu starfi samtakanna er nauð- synlegt að hafa í huga, að samtök- in sem slík eru ekki markmið í sjálfu sé, heldur tæki fyrir iðn- nema til baráttu fyrir hagsmunum sínum. Því verður skipulag sam- takanna og starfshættir að taka mið af og þróast eftir aðstæðum hverju sinni. Ég tel það 1 jóst að Iðnnemasam- band íslands hefur hlutverki að gegna um Ianga framtíð eins og það hefur gert síðastliðin 37 ár. í því starfi óska ég samtökunum allra heilla. jónas Sigurðsson. Eíling byggóar og atvinnulífs til sjós og lands Landsbanki íslands hefur að baki nær 100 ára reynslu í þjónustu viö atvinnuvegi þjóðarinnar. Á þessu tímabili hefur Landsbankinn tekiö virkan þátt í baráttu þjóðar- innar fyrir sjálfstæði og betri lífskjörum. Spariféð sem geymt er í Landsbankanum hefur gert honum kleyft að leggja hönd á plóginn. Þjónusta Landsbankans hefur ætíð haldist í hendur við upp- byggingu sjávarútvegs, land- búnaðar, iðnaðar og verslunar. W LANDSBANKINN Banki allra landsmanna

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.