Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 18

Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 18
Glæsilegur hátíðarkvöldverður útskriftarnema ann 25. febrúar síðast liðinn stóðu út- skriftarnemendur Hótel- og matvæla- skólans fyrir veglegum hátíðarkvöld- verði í húsakynnuni skólans í Kópavogi. Kvöld- verðurinn var einn liður í fjáröflun hópsins scm stefnir á útskriftar- og vísindaferð til Spánar að loknum sveinsprófum í vor. Undirbúningur að slíkum kvöldverði tekur mikinn tíma og lögðu allir sitt af mörkum til þess að gera hann sem glæsilegastan í alla staði. Ymis fyrirtæki veittu styrki svo sem hráefni í matinn, drykkjarfong og blóm. Hátíðarkvöldverður sem þessi hefur verið haldinn undanfarin ár og það var mál manna að þessi hefbi verið sá allra glæsilegasti. Kvöldið hófst með fordrykk þar sem í glösin var skenkt Gancia Pinot di pinot Brut, ítölsku freyðivíni og gestir brögðuðu á eldsteiktri hörpuskel sem rann ljúflega niður við þægileg- an gítarleik Ögmundar Þórs Jóhannessonar, nemanda í MK. I’egar gestir gengu inn í blóm- um prýddan salinn tók við léttur píanóleikur Carls Möllers og veislan hófst með setningu veislustjóra sem var Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona. Matseðillinn var samsettur af sex mismunandi réttum. Fyrsti rétturinn sem var borinn fram var nautacarpaccio með sýrðu „Julianne“ græn- meti og kryddað með balsamikediki og gróf- muldum svörtum pipar. Næsti réttur var sveppasúpa, stílfærð öðruvísi en fólk á að venjast þvi hún var hrærð upp með það að marki að láta hana ffeyða sem mest. Súpan var borin fram í cappuccino bolla. Með súpunni var boðið upp á Fino sherry. Eins og á öllum stórum matseðlum var fisk- réttur og að þessu sinni völdum við að hafa

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.