Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 9

Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 9
Súpukeppni Knorr á íslandi Að taka þátt í keppni er öllum nauðsyn- legt þar sem hver og einn verður að standa á eigin fótum og treysta á sjálfan sig. Fyrir matreiðslunema er þetta nauðsynlegt þar sem mikil áskorun og þroski hlýst af því að taka þátt í keppni sem þessari. Fyrirtækið As- björn Olafsson hefur síðastliðin t\'ö ár haldið súpukeppni fyrir matreiðslunema þar sem hrá- efnisval er með öllu frjálst með einni undan- tekningu þó, en það er að allir keppendur verða að nota Knorr krafta. Hefúr þetta mælst vel fyr- ir og hefur þáttaka verið mjög góð í þessi tvö skipti sem keppnin hefúr verið haldin og hefúr þáttökufjöldi verið um 20 manns. Þar sem nernar koma úr öllum áttum má búast við ólík- um súpum og sú er raunin. Má segja að allar þær súpur sem voru í keppninni var ekki hægt að líkja neinum tveimur saman þar sem greini- leg vídd er í hugmyndaflugi íslenskra mat- reiðslunema nú til dags. Flestar þær súpur sem koma fram i keppni sem þessari er að þær eiga það sameginlegt að vera bragðgóðar, frumleg- ar, vel upp settar og ckki síst mjög litríkar. Jafnvel má halda því fram að sumar súpur yrðu ekki frambornar á íslensku veitingahúsi, alla vega ekki nú til dags, þar sem þær eru ívið of litríkar og ffumlegar, en ekki er gott að segja til um það þar sem ffamþróunin er mjög hröð og fljót að breytast. Keppnin í ár var mjög skemmtileg þar sem mjög mikil vídd og frumleiki var til staðar. Sig- urvegari í súpukeppni Knorr i ár heitir Oskar Oskarsson. Oskar er matreiðslunemi í Perlunni á Oskjuhlíð og hefúr verið nemi þar í rúmlega eitt ár. Asbjörn Olafsson gaf glæsileg verðlaun og í öðru sæti lenti Örn Helgason og Axel Þor- leifsson í því þriðja. Verðlaunahafinn Óskar Óskarsson var svo vænn að gefa okkur uppskrift af Knorr súpu ár- sins 1998 en hann þróaði hana ffá öðrum grunni og samhæfbi hana að Knorrkröftum, en að aðalhráefni er hún af rjúpu. Eftirfarandi er verðlaunasúpan árið 1998 sem hann nefnir ein- faldlega Rjúpusúpa: 1/2 dl olía 1 rjúpa 1 kóngasveppur 1/2 gulrót 3 cm blaðlaukur 1/4 laukur 1 1 vatn 1/2 tcsk timian 1 /2 tesk svartur pipar 4-5 stk einiber 50 gr smjörbolla 1 1/2 sl madeira 5 dl rjómi Knorrnautakraftur Knorrkjúklingakraftur Olían er hituð í potti, brúnið smátt skorið grænmetið ásamt rjúpubeinunum, innmat, bringum og kóngasveppum. Þegar þetta er orðið vel brúnað er vatnið sett út í og kryddað með berjum, pipar og timian. Sjóðið soðið í 25 mín. Sigtið soðið og bakið það upp bætið rjómanum út í ásamt madeiravíninu. Látið sjóða í 3 til 4 mín. Að endingu smakkið til með Knorrkröftunum. Rétt áður en súpan er gefin pískið 5 eggja- rauður yfir vatnsbaði þar til þær verða stífar blandið þá 2 matsk af rjóma við og kryddið með jarðsveppa safa og Knorr armoat kryddi og gefið ofan á súpuna. Þess má geta að As- björn Ólafsson og G.V. Heildverslun styrktu Óskar í keppninni.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.