Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 3
Hæ hó jibbí jei, þaö er kominn fyrsti maí !! Jæja! kæru lesendur. Nú þegar Iandinn hefur lokiö viö aö innbyröa páskaeggin, skólarnir eru farnir af stað aftur og styttist í að nallinn verði sunginn á Lækjartorgi, þá birtist „það” sem þruma úr heiðskíru lofti. Iðneminn læðist inn um bréfalúguna, öllum að óvörum eins og hann hefur gert á t\reggja mán- aða fresti undanfarin ár. Það eru kannski ekki nein nýmæli, en fyrir okkur sem hafa staðið í þessari út- gáfu hefur þetta verið reynsla út af fyrir sig. Þetta er í þriðja sinn sem útskriffarnemendur í hótel- og matvælagrein sjá um útgáfu blaðsins og nú í samvinnu við Iðnemasambandið. Afraksturinn af útgáfunni verður svo notaður í vor til að fjármagna útskriftar og vísindaferð til Katalóníuhéraðs á Spáni. Þangað er förinni heitið að loknum sveinsprófum og er ætlunin að skyggnast inn í matar og vínmenningu innfæddra og að sjálfsögðu að sleikja sólina þegar hún gefst. Með hjálp frá góðfusum kennurum og skilningsríkum ættingjum hefur allur hópurinn lagt sitt af mörk- um við útgáfiina. Sumir sátu sveittir við skriffir á meðan aðrir söfnuðu auglýsingum af miklu harðfylgi. Utkoman sést á næstu síðum. Góða skemmtun og gleðilegt sumar. Fyrir hönd ritnefndar: Gunnar Axel Axelsson Sendum félögum okkar og fjölskyldum þeirra hátíðarkveöjur MATVÍS Matvæla- og veitingasamband íslands Félag nema í matvæla- og veitingagreinum Félag framreiðslumanna Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna Félag matreiðslumanna Bakarasveinafélag íslands Þökkum samstarfið á árinu MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ AUGLÝSING UM SVEINSPRÓF Svcinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram í maí og júní 1998. Umsóknarfrestur er til 15. mai i framreiðslu og matreiðslu, en tíl 25. maí i öðrum iðngreinum. Nernar í hótel- og matt'ælagreinum sæki um hjá Fræðsluráði hótel- og matvælagreina og nemar í rafiðngrcinum sæki um hjá Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins. Nemar á vegum skóla hafi samband við deildarstjóra skólans í viðkomandi iðngrein. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu og á heimasíðu ráðuneytisins, http://frodi.stjr.is/mrn Menntamálaráðuneytíð, Sölvhólsgötu 4, 2. hæð, REYKJAVÍK. Sími 560 9500 ÍSBERG 6 Norræna nemakeppnin í matreióslu oq framreióslu 1998 7 1. maí ávarp INSf 9 Súpukeppni Knorr á fslandi 10 Nýjar skrifstofur INSf 12 HóteL oq matvælaskólinn í Kópavoqi 14 Hátíóarkvöldveróur ötskriftarnema 16 Samtök íslenskra vínþjóna 16 Nýstofnað nemafélag Noróurlands I ð n n e m i n n 3

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.