Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 6
Norræna nemakeppnin í matreiðslu og fram- reiðslu 1998 Forkeppnin fyrir norrænu nemakeppnina fór fram í Hótel —og matvælaskólanum 1. febrúar s.l. Alls tóku 10 matreiðslunemar og 9 fram- reiðslunemar þátt. Þau sem báru sigur úr být- um voru: I ntatreiðslu: Bencdikt Jónsson frá Hótel Sögu og Sijjurður Karl Guðjjeirsson frá Perlunni I framreiðslu: Sojfía G. Þórðardóttir frá Hót- el Sögu og Björn Hr. Björnsson frá La Prima- vera. Þjálfarar eru: Porvarður Oskarsson í mat- reiðslu sem starfar á Hótel Loftleiðum og Heiðbrá Þóreyjardóttir í framreiðslu sem starfar í Perlunni. Úrslitakeppnin fer fram í Silkeborg á Jótlandi. Keppnin hefst 24. apríl með skriflegu prófi og 25. apríl verður keppt í verklegum liluta. Eld- aður verður þriggja rétta hádegisverður og munu framreiöslunemarnir bera matinn frarn fyrir gesti. Þeim er ætlað að velja vín með matn- um, eldsteikja(flambera) einn rétt, yfirleitt er það eftirrétturinn og skera fyrir(transchera) annan rétt sem yfirleitt cr aðalréttur. Þessi málsverður er unnin úr hráefni sem keppendur fá úthlutað fyrst um morguninn og verða framreiðslu- og matreiðslunemar að vinna saman að því að ákveða matseðil. Meðan kokkancmarnir clda matinn dekka frantreiðslu- nemarnir upp borð fyrir 6 manns, gera borð- skreytingu og velja vín mcð matnum. Jafnframt eiga þeir að búa til kokkteila á bar. Eftir hádcgi elda kokkarnir þriggja rétta kvöldverð sem samanstcndur af laxi og huntri í forrétt, lambakjöti í aðalrétt og perurn og hunangi í eftirrétt. Framreiðsiunemarnir fá ákveðinn matseðil sem þeir eiga að dekka upp borð eftir, gera blómaskreytingu og velja vín. Einnig eru þau spurð um atriði sem varðar vín- fræði. Keppnin hefst á laugardeginum kl. 8.30 og stendur til 17.00 Mjög mikil vinna er að baki svona keppni hjá nemunum og leggja þeir gífúrlega rnikla vinnu á sig til þess að ná sem bestum árangri. Við sendurn þeim okkar bestu kveðjur með von um að þeim gangi vel.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.