Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 13

Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 13
ingaskipum og sl. haust var matvælasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti flutt í hinn nýja skóla. Þá hófst einnig kennsla í meist- araskóla hótel- og matvælagreina sem er nýj- ung á þessu sviði. Hér verður ekki látið staðar numið, unnið er af krafti við að innrétta neðstu hæð verk- námshússins sem hýsa mun kennslu fyrir kjötiðn, fiskiðn og smurbrauð, auk inn- kaupasvið skólans. A næstu árum er stefnt að því að innan Hótel og matvælaskólans verði námsmöguleikar margir, bæði á stuttum starfstengdum brautum og samningsbundið iðnnám til sveinsprófs og meistararéttinda. Menntamálaráðherra hefur nú skipað starfs- greinaráð hótel og matvælagreina sem mun verða stefnumarkandi á þessu sviði. Hótel og matvælaskólinn í MK er einnig miðstöð upplýsinga, þróunar og þjónustu. A bókasafni skólans er hafin uppbygging á þessu sérsviði og þar hafa margir sýnt skólan- um mikinn velvilja með góðum bókagjöfúm. Ber þar hæst bókasjóð sem ungir matreiðslu- menn, framreiðslumenn, bakarar og kjötiðn- aðarmenn, er saman mynda klúbbinn Freist- ingu, stofnuðu. Stofnfé var afrakstur af gala- kvöldverði sem þeir efndu til í þessum til- gangi. Þetta sýnir betur en margt annað hversu metnaðarfúllir fagmennirnir eru og áhugasamir um að búið verði vel að greinun- um til framtíðar. Með tilkomu breyttrar aðstöðu opnast möguleikar til frekari þróunar náms. Ákvörðun var strax um það tekin að þeir nemendur sem hafið höfðu nám í öðrurn skólum skyldu ljúka eftir því skipulagi sem þar gilti. Elcki hafa verið unnar nýjar náms- skrár í matreiðslu, framreiðslu og bakaraiðn en nokkrar áherslubreytingar hafa átt sér stað í samráði við menntamálaráðuneytið og fag- félögin. Má þar nefna aukna áherslu á tölvu- nám, gæðakerfi, breytingar í verklegri kennslu og meiri fagtengingu inn í bólcnám- ið. Nú er unnið að nýrri námsskrá fýrir mat- artækna og endurskoðun á námsskra kjöt- iðnar. Áltersla hefur verið lögð á samstarf at- vinnulífs og skóla en eins og kunnugt er komu fagfélögin ntjög að uppbyggingu skól- ans með faglegri ráðgjöf og tækjagjöfúm. I framhaldinu hafa farið fram fagkeppnir, sýn- ingar og námskeið s.s. keppnin um mat- reiðslumann og framreiðslumann ársins og sýningin matur '98. Þá hafa fjölmargir er- lendir fagmenn heimsótt skólann og borið lof á allan aðbúnað. Að mörgu er að hyggja þegar byggður er upp nýr vettvangur sem sameinar undir einu þaki þær hótel- og matvælagreinar sem áður voru kenndar í þremur skólum, þ.e. Hótel- og veitingaskóla Islands, Iðnskólanum í Reykjavík og Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Með samstilltu átaki kennara, nem- enda, stjórnenda og fagfélaganna hefúr þetta tekist. Það er trú þeirra sem að málinu hafa komið að þegar fram líða stundir muni þetta efla greinarnar hverja um sig og stuðla að aukinni samvinnu og skilningi þeirra í milli. Sú uppbygging sem átt hefur sér stað mark- ar tímamót í sögu hótel- og matvælagreina á íslandi og um leið þáttaskil í sögu Mennta- skólans í Kópavogi.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.