Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 16

Iðnneminn - 01.05.1998, Blaðsíða 16
Samtök íslenskra vínþjóna öllum samningsbundnum nemum boðin þátt- taka. A því námskeiði var farið yfir alla þætti vínframleiðslu í Alsace, farið yfir vinnutækni og smakkað á tugum vína. I framhaldi af nám- skeiðinu var haldin Alsace keppni þar sern keppt var í tveimur flokkum þ.e.a.s. lærðir framreiðslumenn og nernar. Tveir efstu úr hvorum flokki fóru síðan til Finnlands í Norð- urlandakeppni dagana 24. og 25. Apríl 1998. Þann 19.03. 1998 fengu samtökin í samvinnu við K. K. Karlsson, Phillipe Frick, sem er virtur franskur vínþjónn, til að halda fyrirlestur um starf vínþjónsins. Smakkað var á nokkrum vín- um á fyrirlestrinum og lýsti Phillipe Frick gæð- uni og eiginleikum hvers víns fyrir sig. Philippe Frick hefiir mikla starfs- reynslu og hefur nieðal annars starfað sem sommilier á L'Espér- ance sem er þriggja stjörnu Michelin staður í Bourgogne. Það var rnjög fræðandi og gam- an að sækja þennan fyr- irlestur og er ædunin að bjóða uppá nokkra fyrirlestra á hverju ári í framtíðinni. Þetta sem ég hef talið hér upp að framan er bara byrjunin á ungri starfsemi sem á eftir að þroskast og fullmótast. Eg vil hvetja alla framreiðslunema tíl að ganga í Sarntök íslenskra vínþjóna og taka þátt í þeirri þróun sern á sér stað með okkur í komandi framtíð. Eg er sann- færður um að með þessum samtökum eflist og styrkist iðn okkar í heild sinni. Þið eruð fram- tíðin og með ykkar hjálp og ykkar hugmyndum getum við gert góð samtök cnn betri. Fh. Samtaka íslenskra vínþjóna Sigmar Örn Ingólfsson Gjaldkeri Allar nánari upplýsingar um samtökin eru veittar í símum 552-5700 og 899-2271. nemafélag Norðurlands Eins og allir fram- reiðslumenn vita er vín- framreiðsla bæði á létt- vínum og sterkum drykkjum stór þáttur í starfi okkar og á undan- förnum árurn hefur þekking og vínmenning verið að þróast mjög hratt og viðskiptavinir gera sífellt mciri kröfur til kunnáttu okkar. Það hefur verið draumur margra fram- rciðslumanna í gegnum árin aö sjá starfandi vín- þjóna á Islandi og er nú svo kornið að stofnuð voru Samtök íslenskra vinþjóna þann 30.11. 1997. Markmið samtakanna cr að stuðla að því, að í framtíðinni verði starfandi vínþjónar á vcitinga- stöðurn á íslandi og að auka þckkingu fram- reiðslumanna á léttvínum og sterkum drykkj- um. Einnig rnunu samtökin taka virkan þátt í keppnum erlendis. Nú þegar hafa samtökin staðið fyrir einni keppni hér heirna sem veitir sigurvegaranum þáttökurétt á heimsmeistaramótinu í Vínarborg þann 06.06. 1998 og er þetta í fyrsta sinn sem Island á fulltrúa á heimsmeistaramóti. I byrjun mars stóðu samtökin fyrir Alsace námskeiði í samvinnu við Flótcl- og matvæla- skólann í MK og Franska sendiráðið. Var einnig Nýstofnað AAkureyri þann 10. október var haldin i fyrsta skipti, norðan heiða, keppni í matreiðslu og tóku þátt í henni mat- reiðslunemar á veitingastöðum bæjarins. Þar sem keppnin gekk svo vel, var ákvcðið í fram- haldi af henni að stofna nemafélag framreiðslu- og matreiðslunema á Akureyri. Alls eru félags- menn 20 talsins og skiptast þeir niður á fjóra veitingastaði, Fosshótel KEA, Fiðlarann, Baut- ann og Greifann. Frumkvöðull að stofnun þessa félags var Agúst Már Garðarsson, mat- reiðslunemi á Fosshótel KEA, en hann cr einnig fulltrúi í trúnaðarmannaráði F.N.M.V. Flafa nú myndast góð tengsl á rnilli Norður- lands og Suðurlands í félagsmálum iðnnema í matvælagreinum og binda félagsmenn vonir sínar við að þessi tengsl á milli félaganna tryggi þeim betri stöðu gagnvart vinnuveitendum sín- um því sambandið á milli iðnnema á Akureyri og iðnnemasambands Islands hefur ekki verið nógu náið í gegnurn tíðina. En snúum okkur aftur að nemafélagi Norður- lands. Fyrsti formlegi fundurinn var haldinn á Fosshótel KEA þann 15.október og var þá kos- ið í nefndarstörf, svo sem formann, varafor- mann, gjaldkera og ritara. A þessum fúndi var einnig rætt um hvernig félagið ætti að starfa, tíl dæmis var talað um að leyfa faglærðu fólki að ganga í félagið til að efla það enn meira. Sú til- laga felld en í staðinn var ákveðið að þeir sent voru í félaginu þegar það var stofnað rnyndu ekki falla út úr því eftir útskrift. Einnig var ákveðið að halda íundi á tveggja vikna frestí, þar sem rætt yrði um starfsemi fé- lagsins svo og önnur mál. Starfsemi félagsins byggist ekki einungis upp á fundarstörfum, heldur er einnig haldinn „Galadinner” (hátíðarkvöldverður) á sex vikna frestí sem nemar á hverjum stað fyrir sig skipt- ast á að standa fyrir. I „Galadinner” þarf alltaf mikið af hráefni og sjá hin ýrnsu fyrirtæki urn að aðstoða eða styrkja félagsmenn á einn eða annan hátt, og viljurn við þakka kærlega fyrir stuðninginn hingað til og vonandi á þetta samstarf eftir að halda áfrarn um ókomna tíð. Fyrir hvern hátíðarkt'öldverð er eldaður mjög fjölbreyttur matur og er veitt með honum vín sem eiga við með hverjum rétti og að loknum hverjum hátíðarkvöldverð er rætt um hvernig hann fór fram og maturinn og þjónustan gagnfynd. Vonandi eflir þetta metnað okkar nemanna og við reynum að gera hlutina enn betur og von- andi eflir þetta sömuleiðis metnað vinnuveit- enda okkar við kennsluna á stöðunum þannig að í framtíðinni korni fleiri nemar og fagmenn frá Norðurlandi sem munu veita nemurn og fagmönnum á Suðurlandi og landinu öllu harð- ari samkeppni í matreiðlu- og framreiðslu- keppnum á Islandi. Fyrir hönd Nemafélags Norðurlands. Þorjjcir Pálsson. 16 Iðnneminn \m ÍSBERG

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.