Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 4
4 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, er ákaflega ósáttur við
yfirlýsingu um framgang stöðug-
leikasáttmálans. Á það bæði við um
innihald hennar og hvernig var stað-
ið að því að setja hana fram. „Þetta
eru forkastanleg vinnubrögð,“ segir
Gylfi.
Í yfirlýsingu frá ASÍ í gær er það
tekið skýrt fram að yfirlýsing rík-
isstjórnarinnar sé ekki ásættan-
legur grunnur að áframhaldandi
samstarfi. Þar er einnig efast um
vilja ríkisstjórnarinnar til að end-
urskoða áform sín um orku- og auð-
lindaskatta, en sú skatttekja hefur
verið helsta bitbeinið í viðræðunum
að undanförnu.
Gylfi segist hafa staðið í þeirri trú
í gær að frekara samráð um yfirlýs-
ingu um framhald stöðugleikasátt-
málans hafi átt að fara fram eftir
helgi. Mikill hiti hafi færst í leikinn
á þriðjudagskvöldið eftir að ríkis-
stjórnin breytti innihaldi yfirlýs-
ingar sem þá var að miklu leyti til-
búin „og hefði verið nauðsynlegt að
kæla málið“.
ASÍ hefur eindregið óskað eftir
áframhaldandi viðræðum við stjórn-
völd til þess að freista þess að jafna
þá deilu sem komin er upp. Sú deila
felst fyrst og fremst í því að mati
Gylfa að ríkisstjórnin hefur með
yfirlýsingu sinni ákveðið um hvað
skal rætt. - shá
ÖRYGGISMÁL Þeirri hugmynd hefur
verið velt upp að TF-Sif, ný eftir-
lits- og björgunarflugvél Land-
helgisgæslunnar, geti nýst til loft-
rýmisgæslu. Það voru yfirmenn
öryggismála í utanríkisþjónustum
Norðurlandanna sem ræddu þessa
hugmynd við yfirmenn LHG í
heimsókn sinni á dögunum. Þeir
voru staddir hér á landi vegna
árlegs fundar um öryggismál.
Tekið var á móti yfirmönnunum
í flugskýli Landhelgisgæslunnar
þar sem þeir kynntu sér starfsemi
LHG, tækjakost hennar og sam-
starf við nágrannaþjóðir á ýmsum
sviðum. Sif vakti sérstaka athygli
gestanna, samkvæmt upplýsing-
um frá LHG. - shá
Heimsókn vegna öryggis:
TF-Sif sjái um
loftrýmisgæslu
TF-SIF Talin geta tekið við auknum verk-
efnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Tekið skal fram að einungis annar af
tveimur eigendum húss á Grundar-
firði sem brann í ágúst liggur undir
grun um íkveikju og tryggingarsvik
og er jafnvel talinn tengjast mansals-
máli því sem nú er til rannsóknar hjá
lögreglunni á Suðurnesjum. Því miður
láðist að geta þess í frétt Fréttablaðs-
ins í gær.
ÁRÉTTING
EFNAHAGSMÁL Eftir viðræður síð-
ustu daga á milli aðila vinnu-
markaðarins og stjórnvalda um
framtíð stöðugleikasáttmálans
sendu forsætis- og fjármálaráð-
herra frá sér yfirlýsingu í gær
um framgang málsins. Kemur
þar fram þung áhersla stjórn-
valda á að samstarfið haldi áfram
á þeim forsendum sem samdist
um í júní síðastliðinn. Gerð sátt-
málans hafi verið sögulegt skref
og sameiginlegur áfangi til að
hefja endurreisn efnahagslífs-
ins og auka tiltrú þjóðarinnar á
framtíðina. „Það sem þegar hefur
áunnist við framfylgd sáttmálans
gefur ótvírætt til kynna að það
er þjóðarnauðsyn að halda því
verki áfram,“ segir í yfirlýsing-
unni og eru tiltekin sex verkefni
sem ríkisstjórnin setur á oddinn
til að svo geti orðið.
Eftir viðræður síðustu daga
hefur komið fram að það sem
helst hefur verið tekist á um er
orku- og auðlindaskattur. Rík-
isstjórnin lýsir yfir vilja sínum
til að áform um þessa skatttekju
verði endurskoðuð. Eins að ríkis-
stjórnin muni á næstu vikum eiga
náið samráð við aðila vinnumark-
aðarins um að greina forsendur
skatta í fjárlagafrumvarpi árs-
ins 2010.
Í stöðugleikasáttmálanum frá
því í júní voru tiltekin nokkur
verkefni í atvinnumálum sem átti
að liðka fyrir. Álver í Helguvík
og stækkun álversins í Straums-
vík voru þar sérstaklega tiltek-
in. Í yfirlýsingunni nú er þetta
ítrekað.
Í yfirlýsingunni er hnykkt á því
að engin breyting hafi orðið á því
hvernig verði tekið á álitaefnum
í sjávarútvegi. Endurskoðun fisk-
veiðistjórnunar verði í höndum
nefndar sjávarútvegsráðherra
sem skipuð var í sumar.
svavar@frettabladid.is
Orkuskattar endurskoðaðir
Ríkisstjórnin hefur fallist á að áform um orku- og auðlindaskatta verði endurskoðuð svo samstarf um
stöðugleikasáttmála haldi áfram. Yfirlýsing um framgang sáttmálans barst frá ríkisstjórninni í gær.
Ríkisfjármál og skattamál - Ríkis-
stjórnin mun á næstu vikum eiga náið
samráð við aðila vinnumarkaðarins við
að greina þær tekju- og útgjaldafor-
sendur sem liggja til grundvallar fram-
komnu fjárlagafrumvarpi. Mögulegar
breytingar á aðlögunarmarkmiði munu
koma til lækkunar á tekjuöflun ríkisins
eins og hún er kynnt í fjárlagafrumvarpi
fyrir árið 2010, bæði er varðar einstakl-
inga og fyrirtæki.
Atvinnumál - Kapp verður lagt á
atvinnusköpun og að greiða fyrir fjárfest-
ingum í atvinnulífinu. Stjórnvöld munu
hraða úrvinnslu mála sem tengjast þegar
ákveðnum og fyrirhuguðum stórfram-
kvæmdum eftir því sem efni máls og
lögbundnir lágmarkstímafrestir leyfa.
Ríkisstjórninni er ljóst að mikilvægar
ákvarðanir hjá viðkomandi fyrirtækjum
um stórframkvæmdir eru fram undan
fyrir lok nóvembermánaðar.
Sjávarútvegsmál - Ríkisstjórnin lýsir því
enn fremur yfir að engin breyting hafi
orðið varðandi þann sáttafarveg sem
endurskoðun fiskveiðistjórnunarinnar
var sett í með skipun nefndar sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra í sumar,
þar sem forsenda nefndarstarfsins er að
skapa sjávarútveginum góð rekstrarskil-
yrði til langs tíma.
Atvinnuleysistryggingar - Ríkisstjórnin
er tilbúin til viðræðna við aðila vinnu-
markaðarins um fyrirkomulag þjónustu
við atvinnulausa þannig að aðilar
vinnumarkaðarins axli verulega ábyrgð
á framkvæmd atvinnuleysistrygginga
og að stéttarfélög geti komið að því
að sinna þeirri þjónustu. Lögð verður
áhersla á að samstaða náist milli þeirra
sem málið varðar. Grundvallaratriði er að
samræmd réttindi atvinnulausra verði
byggð á lögum.
Gjaldeyrishömlur og vextir - Gild
ástæða er til að ætla að nú séu að skap-
ast betri skilyrði fyrir lækkun stýrivaxta
Seðlabanka og að almennt vaxtastig
í landinu geti farið lækkandi, líkt og
upphaflega var stefnt að við undirritun
stöðugleikasáttmálans. Samkvæmt áætl-
un Seðlabankans er áformað að afnám
gjaldeyrishafta hefjist 1. nóvember nk.
og munu stjórnvöld leggja kapp á að svo
verði. Í framhaldi af því verður gerð ný
áætlun um markvissari skref í afnámi
haftanna en í fyrirliggjandi áætlun.
YFIRLÝSING RÍKISSTJÓRNARINNAR FRÁ ÞVÍ Í GÆR
UNDIRRITUN Í
JÚNÍ Vilhjálmur
Egilsson, fram-
kvæmdastjóri
SA, Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráð-
herra og Gylfi
Arnbjörnsson,
forseti ASÍ.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
25°
22°
10°
9°
16°
15°
18°
8°
8°
24°
18°
21°
15°
32°
6°
19°
17°
6°
Á MORGUN
Strekkingsvindur.
Hvassast syðst.
LAUGARDAGUR
Strekkingsvindur
jafnvel hvasst.
11
9
9
9
8
8
8
7
8
7
6
13
8
7 8
7
9
7
10
6
5
6
8
8
11 10
10
MILDIR DAGAR
Það verður vætu-
samt um sunn-
an- og vestanvert
landið næstu
daga. Úrkomunni
fylgir nokkur vindur
og því má segja
að veðrið verði
heldur leiðinlegt.
Kosturinn við
sunnanáttina sem
verður ríkjandi er
að veður verður
milt.
Ingibjörg
Karlsdóttir
Veður-
fréttamaður
Skjalasafn Ólaf Thors afhent
Hanna Birna Kristjánsdóttir borg-
arstjóri veitti einkaskjalasafni Ólafs
Thors, fyrrverandi forsætisráðherra,
viðtöku í gær. Guðrún Pétursdóttir
og Ólöf heitin systir hennar gefa
Reykjavíkurborg safnið í minningu
foreldra sinna, Mörtu Thors og Péturs
Benediktssonar.
REYKJAVÍK
Gylfi Arnbjörnsson telur yfirlýsingu stjórnarinnar óásættanlega og óskar framhaldsviðræðna:
Vinnubrögð stjórnarinnar forkastanleg
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir
enga sátt um niðurstöðu ríkis-
stjórnarinnar hvað varðar skatta á
atvinnulífið. „Þetta eru atriði sem
við verðum að fá löguð. Eins og
þetta stendur er þetta óásættan-
legt.“
Vilhjálmur segir að kominn
hafi verið texti um miðjan dag á
þriðjudag sem hann taldi að yrði
endanleg útgáfa af yfirlýsingu um
framgang stöðugleikasáttmálans.
„Svo var farið að hræra í honum og
síðasta útspilið kom frá ríkisstjórn-
inni rétt fyrir miðnætti.“ Þrátt fyrir
þetta útspil ákvað stjórn SA að nýta
ekki uppsagnarákvæði kjarasamn-
inga.
Vilhjálmur segir að yfirlýsing
stjórnarinnar í gær hafi ekki komið
sér á óvart.
„Ég hefði þó kosið að menn
hefðu hist aftur, sérstaklega þar
sem viðræðurnar hafa farið töluvert
fram í gegnum tölvupóst og síma.
En ríkisstjórnin metur það svo að
þetta myndi ekkert breytast og það
er hennar ákvörðun.“
-shá
SKATTALAUSN VAR DREGIN TIL BAKA
GENGIÐ 28.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
236,9091
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,47 125,07
203,25 204,23
184,07 185,09
24,728 24,872
21,845 21,973
17,772 17,876
1,3671 1,3751
197,57 198,75
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR