Fréttablaðið - 29.10.2009, Side 6
6 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
„Ég get ekki sagt annað en að ég
sé sáttur við þessa niðurstöðu. Mér
sýnist þetta vera skýr skilaboð frá
dómstólunum um að það sé tekið
hart á því þegar ráðist er að lög-
reglumönnum á meðan þeir eru
að sinna sínum skyldustörfum,“
segir Stefán Eiríksson, lögreglu-
stjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann
tekur þó fram að hann hafi ekki
rýnt í dóminn, þótt hann þekki
málið vel.
„Þetta er þróun í samræmi við
lagabreytinguna sem varð þegar
refsingar við þessum brotum voru
þyngdar fyrir fáeinum árum. Það er
greinilega farið að skila sér í fram-
kvæmdina hjá dómstólunum.“
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
,,Nautn fyrir fegurðarskynið”
Pressan.is, Bryndís Schram
„Ákveðin tímamót í íslensku leikhúsi
og oft ákaflega falleg“
Eyjan.is, María Kristjánsdóttir
Eftir Pálínu Jónsdóttur og Walid Breidi
Tónlist eftir Skúla Sverrisson
„Nýjustu listir og vísindi“
Umræður eftir sýningu á föstudagskvöld með Kristni R. Þórissyni,
forstöðumanni Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík
Völva er framsækið samrunaverk sem byggir á
Völuspá, endurortri af Þórarni Eldjárn
DÓMSMÁL Sjö menn á aldrinum nítj-
án til 39 ára hlutu í gær dóm fyrir að
ráðast á tvo lögregluþjóna í Hraun-
bæ fyrir rétt rúmlega ári. Einn sak-
borninga var sýknaður.
Þrír menn, fæddir árin 1970, 1976
og 1987, hlutu þyngstu dómana, eða
níu mánuði hver. Einn fékk sjö mán-
uði og þrír fengu hálfs árs fangels-
isdóm.
Árásin átti sér stað í og við fjöl-
býlishús í Hraunbæ í Árbænum
aðfaranótt 19. október í fyrra. Lög-
regla hafði verið kölluð í íbúð í hús-
inu vegna háreysti í samkvæmi.
Eftir að lögregla hafði leyst sam-
kvæmið upp réðst einn gesturinn á
annan lögregluþjóninn á bílastæðinu
fyrir utan og reif einkennismerkið
af jakka hans.
Þegar lögregla reyndi að hand-
taka manninn upphófust mikil slags-
mál. Sannað þykir að sjö mannanna
hafi veist með ofbeldi að lögreglu-
þjónunum, karli og konu, og látið
höggin dynja á andlitum þeirra.
Einn mannanna tók lögreglukonuna
hálstaki og annar sparkaði í hnakka
lögreglumannsins.
Dómurinn yfir mönnunum er
þyngri en ella vegna þess að þeir
réðust sem hópur á lögreglumenn-
ina. Segir í dómnum að árásin hafi
verið tilefnislaus með öllu og að
mennirnir eigi sér engar málsbæt-
ur. - sh
Sjö sakfelldir og einn sýknaður fyrir árás á tvo lögreglumenn í Árbæ í fyrra:
Samtals 52 mánuðir fyrir árás á lögregluþjóna
VETTVANGUR OFBELDISINS Árásin
átti sér stað í þessu húsi í Hraunbæ í
Árbænum. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
LÖGREGLUSTJÓRINN SÁTTUR
STJÓRNMÁL Skipa á sérstaka nefnd til að hafa eftir-
lit með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar
sem ákveðin var með lögum á föstudag. Í þeim er
annars vegar sagt til um hvernig laga eigi skuld-
ir að greiðslugetu og eignastöðu fólks og hins vegar
er fjallað um eftirgjöf skulda eða aðrar ívilnanir
banka gagnvart fyrirtækjum.
Efnahags- og viðskiptaráðherra á að skipa nefnd-
ina og skal hún vera fagleg, eins og segir í lögunum.
Í henni eiga að sitja þrír menn: hagfræðingur, end-
urskoðandi og einstaklingur sem uppfyllir skilyrði
um embættisgengi héraðsdómara. Nefndin hefur
starfsmann á sínum snærum.
Störf hennar felast í eftirliti með að bankarn-
ir fari að samræmdum reglum og að sanngirni og
jafnræðis sé gætt milli skuldara. Getur hún kall-
að eftir gögnum um ákvarðanir og haft aðgang að
fundum. Í því augnamiði er lögum um þagnarskyldu
starfsfólks fjármálafyrirtækja vikið til hliðar. Ber
því að veita nefndinni þau gögn og þær upplýsingar
sem hún óskar eftir. Nefndin sjálf er á hinn bóginn
bundin þagnarskyldu um gögn og upplýsingar sem
hún kann að fá vitneskju um við starf sitt.
Nefndin skal, eftir atvikum, gera ráðherra og
Fjármálaeftirlitinu viðvart telji hún farið á svig við
lög og reglur. - bþs
Sérstök eftirlitsnefnd fylgist með framkvæmd skuldaaðlögunar fólks og fyrirtækja:
Bankaleynd vikið til hliðar
ALÞINGI Löggjafinn ákvað á föstudag að setja á stofn sérstaka
nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd laga um skuldaað-
lögun.
SJÁVARÚTVEGUR Samanlagðar skatt-
greiðslur fyrirtækja í sjávarútvegi
námu samtals rúmlega fimm millj-
örðum króna á síðasta ári. Tekju-
skattur fyrirtækja nam 2,2 millj-
örðum og tryggingagjald nam 2,7
milljörðum. Sérstakur auðlinda-
skattur útgerðarinnar var 170
milljónir. Afsláttur var veittur af
auðlindaskattinum á síðasta fisk-
veiðiári og árið þar á undan vegna
niðurskurðar í þorskheimildum.
Hátt olíuverð hafði að auki áhrif
til lækkunar. Skatturinn kemur
til fullrar greiðslu á nýhöfnu fisk-
veiðiári og er áætlaður 1,3 millj-
arðar.
Fram kom í Fréttablaðinu í gær
að skattar álfyrirtækja námu 1,9
milljörðum í fyrra.
Launagreiðslur fyrirtækja í sjáv-
arútvegi námu samtals 48 milljörð-
um á síðasta ári. Af þeirri fjárhæð
greiddu útgerðarfélög þrjátíu millj-
arða og fiskvinnslan átján.
Allt bendir til að útflutningstekj-
ur sjávarútvegsins nemi 195 millj-
örðum króna á þessu ári en í fyrra
voru þær 170 milljarðar.
Aðalfundur Landssambands
íslenskra útvegsmanna hefst í dag.
Á honum verður auk annars rætt
um þær vár sem helst steðja að
greininni; Evrópusambandsaðild
og fyrningu aflaheimilda.
Adolf Guðmundsson, formað-
ur LÍÚ, segir báða þætti skaðlega
sjávarútveginum. Hann trúir þó
ekki að farin verði leið upptöku,
eins og útgerðarmenn kalla fyrn-
ingaráformin, þó að kveðið sé á um
það í stjórnarsáttmálanum.
Það mat grundvallar hann á
starfi nefndar sjávarútvegsráð-
herra um endurskoðun fiskveiði-
löggjafarinnar en hún á að gæta
að því að sjávarútvegi séu sköpuð
góð rekstrarskilyrði til langs tíma
auk þess að stuðla að sátt um fisk-
veiðistjórnina. Hvorugt þessara
markmiða náist verði aflaheimild-
ir fyrndar enda setji sú leið meira
eða minna öll sjávarútvegsfyrir-
tækin á hliðina.
Adolf segir sjávarútveginn
taka mikilvægan þátt í endur-
reisn samfélagsins og þannig
eigi það að vera. Nauðsynleg for-
senda þess sé að Ísland hafi fullt
forræði yfir auðlindinni en það
kunni að tapast með aðild að Evr-
ópusambandinu.
bjorn@frettabladid.is
Laun í sjávarútvegi
48 milljarðar í fyrra
Beinir skattar sjávarútvegsins námu fimm milljörðum króna á síðasta ári. Út-
gerðin greiðir 1,3 milljarða í auðlindaskatt á þessu fiskveiðiári. Formaður LÍÚ
segist ekki trúa því að stjórnvöld láti verða af fyrirhugaðri kvótafyrningu.
LÖNDUN Formaður LÍÚ segir útveginn taka mikilvægan þátt í endurreisn samfélagsins. Útflutningstekjur sjávarútvegsins nema að
líkindum 195 milljónum á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hefur svínaflensan áhrif á
neyslu þína á svínakjöti?
Já 11,8%
Nei 88,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Gætir þú hugsað þér að skipta
yfir í rafbíl?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN