Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 6
6 29. október 2009 FIMMTUDAGUR „Ég get ekki sagt annað en að ég sé sáttur við þessa niðurstöðu. Mér sýnist þetta vera skýr skilaboð frá dómstólunum um að það sé tekið hart á því þegar ráðist er að lög- reglumönnum á meðan þeir eru að sinna sínum skyldustörfum,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki rýnt í dóminn, þótt hann þekki málið vel. „Þetta er þróun í samræmi við lagabreytinguna sem varð þegar refsingar við þessum brotum voru þyngdar fyrir fáeinum árum. Það er greinilega farið að skila sér í fram- kvæmdina hjá dómstólunum.“ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ,,Nautn fyrir fegurðarskynið” Pressan.is, Bryndís Schram „Ákveðin tímamót í íslensku leikhúsi og oft ákaflega falleg“ Eyjan.is, María Kristjánsdóttir Eftir Pálínu Jónsdóttur og Walid Breidi Tónlist eftir Skúla Sverrisson „Nýjustu listir og vísindi“ Umræður eftir sýningu á föstudagskvöld með Kristni R. Þórissyni, forstöðumanni Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík Völva er framsækið samrunaverk sem byggir á Völuspá, endurortri af Þórarni Eldjárn DÓMSMÁL Sjö menn á aldrinum nítj- án til 39 ára hlutu í gær dóm fyrir að ráðast á tvo lögregluþjóna í Hraun- bæ fyrir rétt rúmlega ári. Einn sak- borninga var sýknaður. Þrír menn, fæddir árin 1970, 1976 og 1987, hlutu þyngstu dómana, eða níu mánuði hver. Einn fékk sjö mán- uði og þrír fengu hálfs árs fangels- isdóm. Árásin átti sér stað í og við fjöl- býlishús í Hraunbæ í Árbænum aðfaranótt 19. október í fyrra. Lög- regla hafði verið kölluð í íbúð í hús- inu vegna háreysti í samkvæmi. Eftir að lögregla hafði leyst sam- kvæmið upp réðst einn gesturinn á annan lögregluþjóninn á bílastæðinu fyrir utan og reif einkennismerkið af jakka hans. Þegar lögregla reyndi að hand- taka manninn upphófust mikil slags- mál. Sannað þykir að sjö mannanna hafi veist með ofbeldi að lögreglu- þjónunum, karli og konu, og látið höggin dynja á andlitum þeirra. Einn mannanna tók lögreglukonuna hálstaki og annar sparkaði í hnakka lögreglumannsins. Dómurinn yfir mönnunum er þyngri en ella vegna þess að þeir réðust sem hópur á lögreglumenn- ina. Segir í dómnum að árásin hafi verið tilefnislaus með öllu og að mennirnir eigi sér engar málsbæt- ur. - sh Sjö sakfelldir og einn sýknaður fyrir árás á tvo lögreglumenn í Árbæ í fyrra: Samtals 52 mánuðir fyrir árás á lögregluþjóna VETTVANGUR OFBELDISINS Árásin átti sér stað í þessu húsi í Hraunbæ í Árbænum. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI LÖGREGLUSTJÓRINN SÁTTUR STJÓRNMÁL Skipa á sérstaka nefnd til að hafa eftir- lit með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar sem ákveðin var með lögum á föstudag. Í þeim er annars vegar sagt til um hvernig laga eigi skuld- ir að greiðslugetu og eignastöðu fólks og hins vegar er fjallað um eftirgjöf skulda eða aðrar ívilnanir banka gagnvart fyrirtækjum. Efnahags- og viðskiptaráðherra á að skipa nefnd- ina og skal hún vera fagleg, eins og segir í lögunum. Í henni eiga að sitja þrír menn: hagfræðingur, end- urskoðandi og einstaklingur sem uppfyllir skilyrði um embættisgengi héraðsdómara. Nefndin hefur starfsmann á sínum snærum. Störf hennar felast í eftirliti með að bankarn- ir fari að samræmdum reglum og að sanngirni og jafnræðis sé gætt milli skuldara. Getur hún kall- að eftir gögnum um ákvarðanir og haft aðgang að fundum. Í því augnamiði er lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja vikið til hliðar. Ber því að veita nefndinni þau gögn og þær upplýsingar sem hún óskar eftir. Nefndin sjálf er á hinn bóginn bundin þagnarskyldu um gögn og upplýsingar sem hún kann að fá vitneskju um við starf sitt. Nefndin skal, eftir atvikum, gera ráðherra og Fjármálaeftirlitinu viðvart telji hún farið á svig við lög og reglur. - bþs Sérstök eftirlitsnefnd fylgist með framkvæmd skuldaaðlögunar fólks og fyrirtækja: Bankaleynd vikið til hliðar ALÞINGI Löggjafinn ákvað á föstudag að setja á stofn sérstaka nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd laga um skuldaað- lögun. SJÁVARÚTVEGUR Samanlagðar skatt- greiðslur fyrirtækja í sjávarútvegi námu samtals rúmlega fimm millj- örðum króna á síðasta ári. Tekju- skattur fyrirtækja nam 2,2 millj- örðum og tryggingagjald nam 2,7 milljörðum. Sérstakur auðlinda- skattur útgerðarinnar var 170 milljónir. Afsláttur var veittur af auðlindaskattinum á síðasta fisk- veiðiári og árið þar á undan vegna niðurskurðar í þorskheimildum. Hátt olíuverð hafði að auki áhrif til lækkunar. Skatturinn kemur til fullrar greiðslu á nýhöfnu fisk- veiðiári og er áætlaður 1,3 millj- arðar. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að skattar álfyrirtækja námu 1,9 milljörðum í fyrra. Launagreiðslur fyrirtækja í sjáv- arútvegi námu samtals 48 milljörð- um á síðasta ári. Af þeirri fjárhæð greiddu útgerðarfélög þrjátíu millj- arða og fiskvinnslan átján. Allt bendir til að útflutningstekj- ur sjávarútvegsins nemi 195 millj- örðum króna á þessu ári en í fyrra voru þær 170 milljarðar. Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna hefst í dag. Á honum verður auk annars rætt um þær vár sem helst steðja að greininni; Evrópusambandsaðild og fyrningu aflaheimilda. Adolf Guðmundsson, formað- ur LÍÚ, segir báða þætti skaðlega sjávarútveginum. Hann trúir þó ekki að farin verði leið upptöku, eins og útgerðarmenn kalla fyrn- ingaráformin, þó að kveðið sé á um það í stjórnarsáttmálanum. Það mat grundvallar hann á starfi nefndar sjávarútvegsráð- herra um endurskoðun fiskveiði- löggjafarinnar en hún á að gæta að því að sjávarútvegi séu sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma auk þess að stuðla að sátt um fisk- veiðistjórnina. Hvorugt þessara markmiða náist verði aflaheimild- ir fyrndar enda setji sú leið meira eða minna öll sjávarútvegsfyrir- tækin á hliðina. Adolf segir sjávarútveginn taka mikilvægan þátt í endur- reisn samfélagsins og þannig eigi það að vera. Nauðsynleg for- senda þess sé að Ísland hafi fullt forræði yfir auðlindinni en það kunni að tapast með aðild að Evr- ópusambandinu. bjorn@frettabladid.is Laun í sjávarútvegi 48 milljarðar í fyrra Beinir skattar sjávarútvegsins námu fimm milljörðum króna á síðasta ári. Út- gerðin greiðir 1,3 milljarða í auðlindaskatt á þessu fiskveiðiári. Formaður LÍÚ segist ekki trúa því að stjórnvöld láti verða af fyrirhugaðri kvótafyrningu. LÖNDUN Formaður LÍÚ segir útveginn taka mikilvægan þátt í endurreisn samfélagsins. Útflutningstekjur sjávarútvegsins nema að líkindum 195 milljónum á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hefur svínaflensan áhrif á neyslu þína á svínakjöti? Já 11,8% Nei 88,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Gætir þú hugsað þér að skipta yfir í rafbíl? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.