Fréttablaðið - 29.10.2009, Síða 12
12 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
VANDAR VALIÐ Bandarísk stúlka vand-
aði valið þegar hún festi kaup á grask-
eri fyrir hrekkjavökuna sem haldin er
hátíðleg 31. október. Í Bandaríkjunum
er sterk hefð að halda upp á hrekkja-
vöku og þá tilheyrir að skera út andlit
í grasker og lýsa upp með kertaljósi.
NORDICPHOTO/AFP
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta
og daufblinda einstaklinga veitir aðstoð og leiðbeiningar
varðandi lýsingu fyrir sjónskerta. Nánari upplýsingar og
fróðleikur í síma 54 55 800 og á www.midstod.is
SJÁÐU TIL
Birtan er mikilvæg. Með aldrinum
eykst þörfin fyrir góða lýsingu,
t.d. við handavinnu eða lestur.
Rétta ljósið léttir okkur að koma
auga á öll smáatriðin sem skipta
svo miklu máli.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
JO
4
76
31
1
0/
09
VIÐSKIPTI „Við vitum að erlendir
vogunarsjóðir eiga nokkuð af kröf-
um bankanna. Sjóðirnir munu ekki
eiga beina hluti í þeim heldur verða
þeir hluti af breiðum hópi kröfu-
hafa í eignarhaldsfélagi sem kann
að eignast hlut í Íslandsbanka og
Nýja Kaupþingi. Þeir geta því ekk-
ert ráðskast með þá,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra.
Á meðal annarra kröfuhafa bank-
anna eru erlendir bankar og inn-
lendir aðilar. Fjármálaeftirlitið mun
fara yfir eigendahópinn áður en til
skipta kemur.
Líkt og fram kom í Fréttablaðinu
í gær eru vísbendingar um að sömu
vogunarsjóðir og þátt áttu í falli
bankanna í fyrravor komi til með að
eignast Íslandsbanka og Nýja Kaup-
þing að mestu leyti.
Sjóðirnir þrengdu að bönkunum
gömlu með kaupum á skuldatrygg-
ingum þeirra auk þess að skortselja
hlutabréf fyrirtækja sem stærstu
hluthafar bankanna áttu. Þar á
meðal eru danska brugghúsið Royal
Unibrew, norska fjármálafyrir tækið
Storebrand og finnska fyrirtækið
Sampo.
Eftir fall bankanna tóku vogunar-
sjóðirnir að fjárfesta í skuldabréf-
um íslensku bankanna. Bréfin fengu
þeir fyrir brot af upphaflegu kaup-
verði hjá evrópskum kröfuhöfum.
Líkt og áður hefur komið fram
hefur virði skuldabréfa bankanna
hækkað mikið frá í fyrra og er það í
samræmi við væntingar um endur-
heimtur úr búum föllnu bankanna.
Sem dæmi mátti kaupa skulda-
bréf Kaupþings með 95 prósenta
afslætti í júní í sumar. Miðað við
síðustu greiningu IFS Greiningar
og Saga Capital má reikna með að
kröfuhafar endurheimti 35 prósent
af kröfum sínum. Virði skuldabréf-
anna helst í hendur við það og jafn-
gildir rúmlega þrjú hundruð pró-
senta hækkun á fjórum mánuðum
gangi allt eftir.
Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt
við vegna málsins telja ólíklegt að
íslenska ríkið hafi verið í aðstöðu
til að kaupa skuldabréfin í kjölfar
hrunsins og hagnast á heimtum
þeirra. Þá er óvíst að upphaflegir
eigendur skuldabréfanna, að mestu
erlendir bankar og fjármálafyrir-
tæki, hafi verið viljugir til að selja
þau þá. jonab@frettabladid.is
Sjóðirnir ráði
ekki miklu
Þeir sem þátt tóku í að knésetja íslenska bankakerfið
verða hluti af breiðum hópi kröfuhafa bankanna.
Óvíst hversu miklu þeir ráði. Ekki líklegt að ríkið
hafi getað hagnast á skuldabréfum gömlu bankanna.
„Því miður virðast skuldir eignar-
haldsfélaga nú skeljar utan um
skuldir. En þetta fer allt eftir stöðu
þeirra. Sum félaganna eru enn í
gangi og á bak við þær kunna að
vera ágætar rekstrareiningar sem
geta verið í lagi,“ segir Steingrímur.
Samkvæmt upplýsingum Seðla-
bankans skulda eignarhaldsfélögin
bönkunum stórfé, eitt þúsund
milljarða króna, sem óvíst er að fáist
greitt. Til samanburðar námu hrein-
ar eignir lífeyrissjóðanna til greiðslu
lífeyris í ágústlok 1.738 milljörðum
króna.
Líkt og greint var frá í Fréttablað-
inu í gær búast bankarnir ekki við
háum endurgreiðslum og hafa fært
virði krafna á hendur félögunum
verulega niður. Íslandsbanki reiknar
með tíu prósenta heimtum. Það
kann að vera ofmat.
LÉLEGAR KRÖFUR BANKANNA
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Erlendir vogunarsjóðir verða hluti af breiðum hópi kröfuhafa
bankanna í eignarhaldsfélagi og munu því ekki geta ráðskast með þá, að sögn Stein-
gríms J. Sigfússonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI Danski bankinn FIH er
traustur og verður ekki seldur við
núverandi markaðsaðstæður enda
má við því búast að betra verð fáist
fyrir hann þegar fjármálamarkaðir
rétta úr kútnum.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í uppfærðri skýrslu skila-
nefndar Kaupþings um þrotabú
bankans og kom út í gær.
Kaupþing keypti FIH árið 2004
en Seðlabanki Íslands tók hann að
veði gegn fimm hundruð evra láni
til Kaupþings í fyrrahaust. Nokk-
ur endurskipulagning hefur átt sér
stað innan FIH síðan þá, að því er
segir í skýrslunni.
Bankinn endurfjármagnaði sig
með milljarðs dala skuldabréfaút-
gáfu í Bandaríkjunum í ágúst.
Þá kemur fram í skýrslu skila-
nefndarinnar að endurskipulagn-
ing eignasafna og endurheimt-
ur lána gangi vel. Í lok september
hafi verið lokið við endurheimtur á
29 milljörðum króna hjá viðskipta-
vinum í Evrópu. Það jafngildir því
að 17,2 prósent viðskiptavina hafi
greitt kröfur sínar að fullu á Norð-
urlöndunum en 7,7 prósent á megin-
landi Evrópu.
Þá segir að búið sé að endurskipu-
leggja fjörutíu prósent af eignasafni
gamla bankans í Evrópu og ellefu
prósent á Norðurlöndunum. Til
samanburðar voru 76 prósent eigna
gamla Kaupþings á Norðurlöndun-
um á athugunarlista skilanefndar-
innar í desember í fyrra en 44 pró-
sent á Norðurlöndunum. - jab
Endurskipulagning og endurheimtur ganga vel hjá skilanefnd Kaupþings:
FIH verður ekki seldur í bráð
HÖFUÐSTÖÐVAR KAUPÞINGS Í nýrri
skýrslu um stöðu þrotabús Kaupþings
kemur fram að vel gengur að endur-
skipuleggja eignir og endurheimta
kröfur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NORÐURLANDARÁÐ Efnahagsvandi
Íslendinga er heimatilbúinn og
það var frjálst val Íslendinga að
sækjast eftir lánum hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og Norður-
löndunum, sagði Jens Stolten-
berg, forsætisráðherra Noregs, á
Norðurlandaráðsþingi í Stokk-
hólmi í gær.
Hann sagði að þáttur AGS í
endurreisn íslensks efnahags-
lífs gerði Norðurlöndunum kleift
að veita Íslendingum eins há lán
og raun bæri vitni. Ekki væri til
umræðu að Noregur veitti Íslend-
ingum lán á öðrum forsendum en
með þátttöku AGS. Frá þessu var
greint í hádegisfréttum RÚV.
Thorvald Stoltenberg:
Heimatilbúinn
vandi Íslands
KANNABIS Rúmlega sjötíu plöntur fund-
ust við húsleit.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu stöðvaði kanna-
bisræktun í húsi í Háaleitishverf-
inu síðdegis í fyrradag.
Við húsleit fundust rúmlega
sjötíu kannabisplöntur og voru
þær á ýmsum stigum ræktunar.
Húsið var mannlaust þegar lög-
reglan kom á vettvang en fyrir
liggur hver stendur að baki rækt-
uninni. - jss
Húsleit í Háaleitishverfi:
Sjötíu kannabis-
plöntur fundust
NÁTTÚRAN Steingervingafræðing-
ar í Bretlandi eru nú búnir að raða
saman kjálkabeinum úr risavöxnu
sæskrímsli sem fundust í fjöru í
Dorset. Fyrstu beinin fundust árið
2002 og síðan hafa fundist 25 til
viðbótar.
Skrímsli þetta var af tegund-
inni Pliosaurus og var uppi fyrir
150 milljónum ára. Það var tuttugu
metra langt og vó fimmtán tonn.
Kjafturinn var rosaleg-
ur, tveir og hálfur metri, og
gapið var einn og hálf- ur
metri. Risaeðlufræðingurinn dr.
Richard Forrest segir að þetta
hafi verið öflugasta rándýr
síns tíma.
Bitkrafturinn var fjórum
sinnum meiri en hjá Tyranno-
saurus Rex. Forrest segir að
skrímslið hefði getað étið T-Rex
í morgunmat.
Ekki hefur verið auðvelt að
komast undan ef Pliosaurus
girntist bráð. Skrímslið var með
fjögur gríðarstór bægsli í stað
handa og fóta og gat synt feyki-
lega hratt. - ót
Risavaxið sæskrímsli úr fornöld:
Hefði getað étið T-Rex
PLIOSAURUS Skepn-
an er sú stærsta sem
uppi hefur verið, tuttugu
metra löng og vó fimmtán
tonn.