Fréttablaðið - 29.10.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 29.10.2009, Síða 18
18 29. október 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Púðursykur 1997 til 2009 Heimild: Hagstofa Íslands. 15 9 k r 19 7 k r 2 32 k r 4 6 2 k r 1997 2001 2005 2009 Ég kann tvö lítil húsráð. Þau eru í bók sem ég gaf út í eldgamla daga sem hét Mamma, hvað á ég að gera? og var leiðarvísir fyrir ungt fólk sem var nýflutt úr foreldrahúsum. Annað þeirra tekur á laukskurði. Við verkið kunna einhverjir að gráta. Því má kippa í liðinn með því að nota sundgleraugu. Ég er nýbúinn að brúka það og ráðið svínvirkaði. Hitt ráðið notar maður við suðu á spagettíi. Stundum veit maður ekki hvort spag- ettíið er soðið eður ei. Þegar slíkt gerist má einfaldlega taka einn strimilinn úr pottinum og henda honum í vegg. Ef spagettíið hangir, þá er það soðið. HÚSRÁÐIÐ KASTAR SPAGETTÍI Í VEGG ■ Sigurður Valgeirsson „Kjúklingurinn sem ég keypti í kjötborði Nóatúns nú í hádeginu var með mínum verri kaupum, enda kom í ljós að þetta voru einhverjar kjúklingatægjur ofan á grænum baunum og hrísgrjónum,“ segir Ásgeir H. Ingólfs- son, ritstjóri vefritsins Kistunnar. „Ætli hótelherbergi í Ljubljana sé samt ekki verstu kaupin. Ég var búinn að finna hótel í miðbænum sem mér fannst óþarflega dýrt, þrammaði áfram með allt of þungan bakpoka og þegar bakið var alveg að gefa sig fann ég leigubíl sem villtist nokkrum sinnum áður en hann skutlaði mér á ódýrara hótel í hálftíma fjarlægð frá miðbænum. Þetta hótel var vissulega töluvert ódýrara, en gjaldmælir leigu- bílsins át þann sparnað allan upp og þarna lærði ég þá ágætu lexíu að eyða aldrei í sparnað. En Ljubljana var engu að síður gull af borg og þegar allt kemur til alls þá hugsa ég að sú formúa sem ég hef eytt í flakk síðasta áratuginn hafi verið besta fjárfestingin, líka öll vitleysan (lesist: bestu sögurn- ar). Minnst af þessu fór í vasa íslenskra útrásarvíkinga auk þess sem þetta var ágætis bólusetning gegn mesta brjálæðinu hér heima. Fyrir utan allar minningarnar, þekkinguna, upplifunina og vinina. Og áttavilltu leigubílstjór- ana. Þannig að ætli Nóatúns-kjúklingurinn vinni ekki eftir allt saman.“ NEYTANDINN: ÁSGEIR H. INGÓLFSSON Kjúklingar og heimshornaflakk „Við teljum að nýir tímar séu komnir á Íslandi og við erum að svara kalli tímans. Við bjóðum upp á betra verð en áður hefur þekkst og skemmtilegri móttöku,“ segir Jens Einarsson í nýrri þjón- ustumiðstöð fyrir bíla, Kvikk- Fix, sem verður opnuð á morgun að Vesturvör 30c í Kópavoginum. „Við sjáum um að smyrja bílinn, skipta um dekk, skoða og skipta um bremsuborða og klossa ef þarf. Við skoðum bílinn í krók og kring og yfirförum,“ segir Jens. „Að fyr- irtækinu koma fimm aðilar, þar á meðal Hinrik Morthens sem var með fyrirtækið Filtertækni og hefur áratugalanga reynslu í þess- um bransa. Við flytjum mikið inn sjálfir og sleppum því við millilið- ina. Við höfum gert fullt af verð- könnunum og treystum okkur til að lofa 40-60 prósentum lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi.“ Jens segir ekki þurfa að panta sérstaklega tíma fyrir bílinn hjá KvikkFix. „Rúsínan í pylsuendan- um er svo móttakan hjá okkur. Við leggjum mikið upp úr henni. Við fáum listamennina til fólksins og það verða myndlistarsýningar á veggjunum. Sá myndlistarmaður sem ríður á vaðið er Helma Þor- steinsdóttir. Hér eru tölvur með netaðgangi sem kúnnar mega nota. Einnig er hér „hotspot“ svo fólk getur komið með vinnutölvuna. Við erum með barnaherbergi og bjóð- um upp á kaffi, te og kakó. Fyrstu vikurnar verður að auki boðið upp á heitar vöfflur.“ glh@frettabladid.is Lofa lægra verði en þekkist á Íslandi Myndlistarsýningar og heitar vöfflur verða á boðstólum í nýrri þjónustumið- stöð fyrir bíla sem verður opnuð á morgun í Kópavogi. BJÓÐA HELMINGI LÆGRA VERÐ Strákarnir hjá KvikkFix segjast svara kalli tímans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um sautján og hálft pró- sent milli september og október, að því er fram kemur hjá Hag- stofu Íslands. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um ríflega eitt pró- sent milli mánaða, þar af hækkaði dagvara um eitt prósent. Hækkun- in var meiri en búist var við. Veru- leg verðhækkun innfluttra vara og hækkun markaðsverðs á húsnæði eru helstu ástæður þess að verð- bólga hjaðnaði hægar í október en búist var við, að því er fram kom í morgunkorni Íslandsbanka. Verðlag mat- og drykkjarvöru hækkaði um 1 prósent í október. Var þar bæði á ferð verðhækkun á ýmsum innfluttum matvörum og áhrif hækkunar vörugjalda á ýmis matvæli á haustdögum. Þá hækk- uðu húsgögn og heimilisbúnað- ur um 1,6%, nýir bílar sömuleiðis um 1,6% og liðurinn tómstundir og menning um 1,7%. Svo virðist sem verð innfluttra vara hafi tekið nokkuð snarpan kipp upp á við í október þrátt fyrir tiltölulega stöð- uga krónu undanfarna mánuði. Að því er fram kemur á vef Hagstof- unnar hækkuðu innfluttar vörur alls um tæp nítján prósent. - sbt Hækkun á neysluvísitölu frá september til október: Flugmiði hækkaði um sautján prósent DÝRT SPAUG Flugfargjöld hækkuðu um sautján prósent milli september og október. Nú fara að verða síðustu forvöð að kaupa McDonalds-borgara á Íslandi en staðurinn lokar eins og fram hefur komið í fréttum næsta laugardag. Í gær kostaði borgarinn 230 krónur en ostborgari 270 krónur. Þeir sem syrgja keðju- fæðið geta látið það eftir sér að kaupa McDonalds-borgara í næstu utanlandsferð. Í Kaupmannahöfn er verðið á borgaranum 10 krónur og sama er greitt fyrir ostborgara. Á gengi gærdagsins gera það um 250 krónur íslensk- ar. Þess má geta að Ísland var löng- um með dýrustu McDonalds-borgara heimsins en eftir að krónan féll er öldin önnur. ■ Hvað kostar McDonalds-borgari? Viðskiptavinir Kringlunnar á fimmtudögum fá tvo bíómiða á verði eins sem er dágóður sparnaður þegar bíómiðinn kostar um eða yfir þúsund krónur. Skilyrði fyrir tilboðinu eru að versla í Kringlunni sama dag, en það má vera hvaða verslun sem er. ■Hagstæðari bíómiðar Tveir fyrir einn í bíó helgi á Korputorgi um helgina. Hafa Íslendingar fordóma gagnvart geðrænum vandamálum? Þann 3. nóvember kl. 13:00-16:00, stendur Hugarafl fyrir ráðstefnu í hátíðarsal Háskóla Íslands, þar sem kynntar verða niðurstöður úr einni stærstu alþjóðlegu rannsókn sem gerð hefur verið á þessu sviði, með áherslu á íslenskar niðurstöður rannsóknarinnar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis! 13:00-13:10 Herdís Benediktsdóttir fulltrúi Hugarafl s opnar ráðstefnuna. 13:10-13:30 Geðræn vandamál í þjóðfélagslegu samhengi. Dr. Sigrún Ólafsdóttir lektor í félagsfræði við Bostonháskóla. 13:30-13:45 Fordómar og neikvæðar staðalmyndir. Dr. Jón Gunnar Bernburg dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. 13:45-14:00 Viðhorf til geðheilbrigðisþjónustu. Dr. Sigrún Ólafsdóttir lektor. 14:00-14:15 „Hvað eigum við að gera ef þau ráðast á okkur“: Geðfræðsluverkefni Hugarafl s. Dr. Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur. 14:15-14:30 Fordómagjörningur Hugarafl s. 14:30-14:45 Kaffi hlé. 14:45-16:00 Pallborðsumræður með þátttöku félagsmálaráðherra, fulltrúum geðlæknafélagsins og heilbrigðisráðuneytisins, fyrirlesara o.fl . Eina lífvarðanámskeiðið á Íslandi Öryggisvarðaskólinn Loka Útkall - 2 pláss eftir 14 til 28 Nóvember 2009 Terr security býður uppá starfsmöguleika á heimsvísu Sími: 698 1666 ovskoli.is Ýmsar barnavörur og föt eru á tilboði í netverslun Litlu kistunnar sem finna má á netfanginu www.litlakistan.is. Undir liðnum Tilboð eru útsöluvörur á vönduðum barnafatnaði á lágu verði. Sama gildir um fleiri barnafatabúðir sem finna má á Netinu. Rumputuski er með ýmsar vörur á tilboði á síðunni sinni auk þess sem búðin Happy Green Kids sem ein- ungis er að finna á Netinu er með góðan afslátt af eldri vöru, sjá síðuna www.happygreenkids.is. ■ Netverslun með barnavörur Góð kaup á Netinu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.