Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 25
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
RONNIE WOOD rokkarinn úr Rolling Stones, hefur
hleypt af stokkunum nýrri fatalínu sem fáanleg er í verslun-
inni Liberty í London. Innblástur að fatalínu sinni fékk hann
frá málverkum sem hann hefur sjálfur málað í gegnum tíð-
ina en rokkgoðinu er greinilega ýmislegt til lista lagt.
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150
Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00
6 mán. vaxtalausar greiðslur
Fyrst og fremst í heilsudýnum
!
"#$%
&'( )* +
,-%,.,/,-%,.,0&
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Viðurkenndar
stuðningshlífar
í úrvali
Auglýsingasími
– Mest lesið
„Ég er frekar glötuð þegar kemur
að gellustússinu og hef alltaf
verið,“ segir Ragnhildur Magn-
úsdóttir Thordarson, dagskrár-
gerðar- og kvikmyndagerðar-
kona, glettnislega.
Ragga, eins og hún er oftast
kölluð, bætir því næst við að sér
líði einna best lítið farðaðri og í
gallabuxum og bol. Þannig sé hún
venjulega en Ragga skartar svo
sannarlega náttúrulegri fegurð
og þarf því lítið að snurfusa sig
til að bera af.
Hún segist þó hafa ánægju af
því að klæðast fallegum kjólum
við rétt tilefni. Það sé þó ef til vill
aðeins um það bil sex sinnum á
ári.
Kjólinn sem hún er í á mynd-
inni fékk hún í afmælisgjöf frá
vini sínum fyrir skömmu. Hún
segist hafa hrifist af sniðinu og
sérstæðu mynstrinu. „Hann er
svolítið sixtís og mynstrið svolít-
ið fríkað,“ segir hún ánægð með
val sitt á afmælisgjöf.
„Ég er vön aðeins öðruvísi stíl
en er hér á landi,“ segir Ragnhild-
ur en hún ólst upp í Kaliforníu og
flutti ekki hingað til lands fyrr
en hún var komin á fullorðinsár.
Þar klæði fólk sig minna upp á
og stíllinn sé ögn borgarlegri eða
„urban“ eins og stundum er sagt.
„Það er kannski þess vegna sem
ég klæði mig svona sjaldan upp
á,“ segir hún og skellir upp úr.
„En mér þykir líka gaman að
vera dama og þessi kjóll á þá vel
við.“
karen@frettabladid.is
Gaman að vera dama
Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, dagskrárgerðar- og kvikmyndagerðarkona, er einkar ánægð með
kjól sem vinur hennar gaf henni fyrir skömmu. Hún hreifst af sniðinu og sérstæðu mynstrinu.
Ragga Magg hefur gaman
að því að vera dama.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N