Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 27

Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 27
FIMMTUDAGUR 29. október 2009 3 Stundum lifir tískan bara fyrir sjálfa sig og hefur ekkert að gera með þægi-legheit og vellíðan þeirra sem hana nota. Til dæmis þegar kjólar eru svo þröngir í mittið að konur eiga í erfiðleikum með að anda eða þegar allir karlmenn eiga að vera í stuttbuxum, sama hvernig sumarveðráttu háttar, allt í nafni þess að vera lang- flottastur. En svo kemur fyrir að kenjar tískunnar smellpassa við þarfir fólks. Þetta má segja um herratískuna í vetur þar sem mikil áherslan er lögð á fylgi- hluti og það mikilvægasta er að eiga risastóra trefla úr grófu prjónaefni, því stærri því betri. Treflarnir eiga að vefjast um háls hvers og eins í það minnsta þrisvar sinnum. Hvað gæti fall- ið betur að íslensku vetrarveðri? Ég er reyndar hæstánægður með að hafa þrjóskast við og geymt gríðarlega langan trefil frá H & M. Því miður úr hreinu gerviefni sem mér hefur margsinnis verið bent á að henda því hann taki svo mikið pláss í skápunum. Nú verður þessi trefill mikilvægasti fylgihlutur vetrarins. Treflarn- ir geta verið úr ósköp venju- legu prjónaefni eða með köðlum, útprjóni eða bútasaumi. Stund- um einlitir, svartir eða grænir svo eitthvað sé nefnt, eða marg- litir með munstri eða köflóttir og svo mætti áfram telja. Treflarn- ir fara vel við yfirhafnir eða þá þykkar kaðla peysur sem flestar herralínur bjóða upp á í vetur til dæmis línan He frá Mango eða hjá ódýrari merkjum eins og Zara og H & M. Undanfarin misseri hafa hönnuðir reynt að innleiða leðurstígvél í fataskáp karl- manna en það verður að segj- ast eins og er að árangurinn er heldur lítilfjörlegur. Sjálfsagt skortur á tískulegu hugrekki eða að það sé spéhræðsla sem valdi. Upphá leðurstígvél sjást hins vegar meira en nokkru sinni í vetur. Það er svo aftur annað mál hvort þau seljist og nái alla leið út á götur en stígvélin hljóta að vera nokkuð góður varningur til að verjast fótkulda. Þröngar buxur sem eru nán- ast eins og saumaðar á húðina (leggings) hafa verið mikið uppi á dekki í kventískunni en nú eru þessar buxur einnig að skjóta sér inn í herratískuna, til dæmis hjá Kenzo. Þessar þröngu buxur eru ekkert líkar slim-gallabux- um Heidi Slimane, fyrrum hönn- uðar Dior, en úr miklu þynnra efni, einna líkastar föðurlandi. Talandi um óhentuga vetrartísku eru þessar þunnu buxur líklega heldur léttar fyrir hina gömlu Frón. Helsti kostur fylgihlutatísk- unnar er þó að hún er rakin leið til þess að spara því með henni er einfalt mál að dulbúa fatn- aðinn frá því í fyrra með til- tölulega ódýrum hætti ef vilji er fyrir hendi. Og enn og aftur sannast að það á aldrei að henda neinu þegar tískan er annars vegar. bergb75@free.fr Treflar í metratali og herrastígvél upp að hnjám ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Fríða Jónsdóttir gullsmiður hefur hannað nýja skartgripalínu sem sýnd verður í Ráðhúsinu um helgina. „Nýja línan er þjóðleg enda unnin upp úr gömlu mynstri,“ segir Fríða Jónsdóttir gullsmiður á Strandgötu 43 í Hafnarfirði. Hún hefur hannað nýja skartgripalínu sem sýnd verð- ur í fyrsta sinn á sýningunni Hand- verk og hönnun um helgina. „Þetta er ólíkt því sem ég hef áður gert og kannski svolítið aft- urhvarf til ömmutímans,“ segir Fríða en mynstrið á armböndin, hálsmenin og eyrnalokkana vinn- ur hún upp úr gömlum rúmfjölum sem síðar voru notaðar sem skraut- munir á heimilum. Fríða útskrifaðist sem gullsmið- ur árið 1992. Hún lærði hér heima og í Kaupmannahöfn en byrjaði að smíða og hanna sína eigin skart- gripi árið 1999. Hún hefur hing- að til fengið innblástur úr nærum- hverfi sínu við sjóinn í Hafnarfirði, þar sem notaðir eru vélahlutir, þang, ígulker og fleira. Hannar skart út frá gamalli rúmfjöl Fríða Jónsdóttir rekur verslunina Fríða skartgripahönnun á Strandgötu í Hafnar- firði. Hægt er að fá armbönd, hálsmen og eyrnalokka í hinni nýju línu Fríðu. Franski tískuhönnuðurinn Chantal Thomas hefur hannað dúkku til styrktar UNICEF í París á hverju ári síðan 2001. Nú hefur hann enn á ný hannað sérstaka dúkku sem verð- ur ein af áttatíu sérhönnuðum dúkk- um sem verða til sýnis á Petit Palais í París frá 10. til 15. nóvember sem hluti af UNICEF-uppákomunni „Frim- ousses de Createurs”. Dúkkurnar eru hannaðar af frægum tískuhönnuðum á borð við Armani, Gucci og Dolce Gabbana. Dúkkurnar verða boðnar upp 19. nóvember af uppboðshúsinu Drou- ot í París. Ágóðanum verður varið í að bólusetja börn í Darfur. Dúkkur boðnar upp fyrir börnin í Darfur CHANTAL THOMAS ÁSAMT FLEIRUM TÍSKUHÖNNUÐUM HEFUR HANNAÐ DÚKKU SEM BOÐIN VERÐUR UPP OG ÁGÓÐINN RENNUR TIL GÓÐGERÐA- MÁLA. Chantal Thomas með dúkkuna sem hún hannaði þetta árið. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.