Fréttablaðið - 29.10.2009, Síða 35
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 7ljós og lampar ● fréttablaðið ●
Verkís hf. er elsta verkfræðistofa landsins, stofnuð árið 1932. Verkís er öflugt og fjölhæft ráðgjafarfyrirtæki á
sviði verkfræði og tengdra greina sem tryggir viðskiptavinum vandaða og faglega ráðgjöf sem er samkeppnisfær
við það sem best þekkist í heiminum í dag.
Verkís vann Norrænu Lýsingarhönnunarverðlaunin 2006 fyrir lýsingarhönnun í Bláa Lóninu - lækningalind.
Verkís tók þátt í verkfræðihönnun Bláa Lónsins og hafði umsjón með framkvæmdum.
Við lýstum upp Bláa Lónið
Íslensk heimili tóku almennu
ástfóstri við nokkurra arma
ljósakrónur yfir borðstofu-
borðum á sjöunda áratugnum
og á árunum 1960-1970 kemur
orðið „ljósakróna“
oftast fyrir í ís-
lenskum dag-
blöðum ef
frá er talinn
fyrstu ára-
tugur þess-
arar aldar.
Ljósa-
krónur þekkt-
ust áður, en urðu
ekki almennings-
eign fyrr en á þessum
árum en eftir því sem armarnir
voru fleiri þótti heimilið fallegra.
Eftir 1970 döluðu vinsældirnar
enda vildu hipparnir sem minnst
sjá af „borgaralegum“ húsgögn-
um.
Það var svo í kringum árið 2000
sem ljósakrónur, og þá sérstak-
lega kristalsljósakrónur, náðu
fyrri vinsældum og kepptist
fólk við að verða sér úti um stór-
ar og glæsilegar ljósakrónur,
sem ýmist fengust
á antíksölum eða
voru fluttar heim
í handfarangri
frá fjarlæg-
um löndum.
Veitingastað-
ir og hótel
voru skreytt
með kristals-
krónum og barrokk
slæddist inn með her-
legheitunum.
Nú þegar kreppir að verður
íburður oft meiri, þar sem gamlir
og klassískir hlutir eru áberandi,
og því er spennandi að sjá hvort
kristalsljósakrónan taki ekki eitt
hoppið enn upp á við í vinsældum.
- jma
Kristalsljósakrónur
vinsælar upp úr 1960
„Birtan hefur áhrif á afköst
okkar og heilsu,“ fullyrðir
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir,
lýsingarhönnuður og inn-
anhússarkitekt hjá Verkís.
Rannsóknir benda til þess að
birta hafi miklu meiri áhrif á
líf okkar en við hefðum getað
ímyndað okkur. Breytingar á
birtuskilyrðum geta því breytt
lífi okkar til hins betra eða til
hins verra.
Rósa bendir á að börn nái betur að
tileinka sér námsefni í náttúrulegri
birtu. Í Bandaríkjunum voru afköst
21 þúsund barna könnuð með tilliti
til þeirrar birtu sem var í skólanum
þeirra. Í ljós kom að þau börn sem
lærðu við mestu dagsbirtuna náðu
20 prósent betri árangri í stærð-
fræði og 26 prósent betri árangri
í lestri. Börn sem stunduðu nám
sitt í skólastofum með opnanlegum
gluggum náðu svo tæpum tíu pró-
sentum betri árangri en þau sem
sem voru í skólastofum sem höfðu
glugga sem ekki opnuðust. Utanað-
komandi þættir eins og þjóðfélags-
aðstæður voru teknar með í reikn-
inginn við úrlausn rannsóknarinn-
ar og þóttu niðurstöðurnar mjög
afgerandi.
Rósa segir þó að staðsetning
glugga geti skipt máli eftir einstakl-
ingum. Til að mynda geti það hent-
að börnum með sérþarfir, svo sem
vegna athyglisbrests eða einhverfu,
að hafa glugga sem eru hátt uppi
í rýminu. Þannig fái barn birtu en
það sem er úti fyrir trufli ekki ein-
beitingu þess. „Sömu þættir hafa
svo áhrif á afköst fólks á vinnu-
stöðum og geta fækkað veikinda-
dögum þeirra. Auk þess sem sýnt
hefur verið fram á að rétt birta
getur flýtt bata og fækkað legudög-
um sjúklinga á sjúkrastofnunum,“
segir Rósa en fyrirtæki hennar sá
um að hanna lýsinguna í Lækninga-
lindinni í Bláa lóninu.
Lýsingin þar þótti svo vel út-
hugsuð að Heilsulindin hlaut Nor-
rænu lýsingarverðlaunin árið 2006.
Þau verðlaun eru veitt annað hvert
ár með það að markmiði að vekja
fólk til umhugsunar um mikilvægi
vandaðrar lýsingar. Meðal þess
sem sagði í áliti dómnefndar var
að tekist hefði með afbragðshætti
að móta eðlileg umskipti milli lýs-
ingar og náttúrulegrar birtu úti
fyrir. Allar lausnir hefðu tekið til-
lit til heilbrigðis og vellíðunar auk
fagurfræðilegra þátta.
Nú þegar skammdegið hefur
skollið á landinu og þjóðinni segir
Rósa mikilvægt að fólk gæti sín á
því að fá nægan skammt af sólar-
ljósi. Hún minnir á að árið 2002
hafi verið uppgötvaður birtuskynj-
ari í auga mannsins sem hefur áhrif
á hormónaflæði líkamans sem svo
hefur áhrif á líðan fólks. „Það getur
haft afleiðingar að njóta ekki við
náttúrulegrar birtu allan daginn,“
segir hún. Auk þess bendir hún á að
góð nýting dagsbirtu hafi ekki að-
eins jákvæð áhrif á líðan fólks held-
ur einnig á umhverfið vegna þess
hve það dregur úr orkunotkun við
það og er þar með sparnaður.
„Horfa þarf til framtíðar þegar
hanna á lýsingu og hafa í huga
hvaða áhrif ljós og lýsing hafa á
okkur, einnig þarf að huga að heild-
arskipulagi lýsingar áður en fram-
kvæmt er og gæta þess að dagsljós-
ið og rafmagnslýsing vinni saman
að einni heild,“ segir Rósa.
Rétt lýsing getur bætt líf
okkar og afköst í starfi
Þessar myndir þykja lýsandi fyrir það hvernig svokallað litahitastig hefur áhrif á upp-
lifun og skynjun rýmis. Myndirnar fyrir neðan voru teknar á sýningunni Ljós í myrkri
sem haldið var 2008 en Rósa segir að unnið hafi verið með sömu þætti þegar lýsingin
í Lækningalindinni í Bláa lóninu var útbúin. MYND VERKÍS
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir bendir á að rannsóknir sem náðu til 21 þúsund nemenda
í Bandaríkjunum sýni að afköst nemenda aukist um allt að 26 prósent ef þeir njóta
réttrar lýsingar við námið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
● LITAÐAR
SNÚRUR Hægt
er að lífga upp á
upphengd ljós
með því að skipta
um snúrur, leggja
hvítu leiðslun-
um og setja í stað-
inn upp rauðar eða í einhverjum öðrum lit sem passar á heimilinu. Þetta
heillaráð kynnti danska fyrirtækið Normann Copenhagen sem nýjung á
þessu ári þegar efnahagur almennings leyfir ekki hvað sem er.
● KLEMMAN Hinn nýstárlegi lampi
Peg sem lítur út eins og þvottaklemma
í yfirstærð hefur verið búinn til í þrem-
ur stærðum svo að hann henti hvar sem
er, í glugga eða á borð, á gólf eða á vegg.
Borðlampinn er 40 sentimetrar á hæð,
gólflampinn 1,5 metrar og vegglampinn
70 sentimetrar.
Efnið er stál og ópal plast. Hönn-
uðurinn kallar sig Formforyou og það
er Belysningsbolaget Sweden sem er
framleiðandinn.