Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2009, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 29.10.2009, Qupperneq 37
FIMMTUDAGUR 29. október 2009 5 GJAFAPAPPÍR þarf ekki að vera svo dýr ef notuð eru efni sem þegar eru til í kringum okkur. Þar má nefna gamla boli eða föt, servíettur, tóbaksklúta, dag- blöð eða hvað sem fólki dettur í hug. Á sýningunni Handverk og hönn- un má kynnast íslensku handverki, listiðnaði og hönnun. Þar sýna 59 einstaklingar fjölbreytta hönnun, allt frá postulínsstellum og fötum til jólaskrauts og skartgripa. Sýn- endur voru valdir af sérstakri fag- legri valnefnd og munu listamenn- irnir sjálfir kynna vörur sínar í Ráðhúsinu. Sýningin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár og mörg þúsund manns hafa lagt leið sína í Ráðhús- ið þessa helgi. Á fyrsta degi sýn- ingarinnar verða Skúlaverðlaunin 2009 veitt í annað sinn. Markmið þeirra er að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar. Aðgangur að Ráðhúsinu er ókeyp- is en nánari dagskrá og upplýsing- ar má nálgast á vefsíðunni www. handverkoghonnun.is solveig@frettabladid.is Blá glerskál eftir Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur. Nýsköpun í list Iðandi líf og listir ráða ríkjum í Ráðhúsi Reykjavíkur helgina 30. október til 2. nóvember. Tilefnið er sýningin Handverk og hönnun sem nú er haldin í fjórða sinn. Jólaskraut úr ull eftir Evu Jóhannsdóttur. Bollar og skálar úr postulíni eftir Guðnýju Hafsteins- dóttur. Spiladós, Krummavísur, eftir Margréti Guðnadóttur. Sparielgur eftir Pál Garðars- son. Sérverslun með FÁKAFENI 9 (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is Ármúla 20 // 108 Reykjavík S: 562-5000 // F: 562-5045 N: bjorninn@bjorninn.is // www.bjorninn.is Hjá Birninum færðu nýjar hurðir og skúffustykki í þeirri viðartegund sem þú velur eða sprautulakkað í þeim lit sem þig langar í. Síðan er bara spurning hvernig borðplötu má bjóða þér. Líttu við hjá okkur og kynntu þér málið. GERÐU GAMLA ELDHÚSIÐ EINS OG NÝTT Tekk ehf. sem rekur Tekk Company í Kringlunni og Holtagörðum tók við rekstri Habitat eftir að verslunin fór í þrot fyrr á þessu ári og á Telma Birgis- dóttir, verslunarstjóri Habitat, von á því að verslanirnar muni vega hvor aðra upp. „Það eru talsvert ólíkar áherslur í Tekk og Habitat en Tekk er með grófari húsgögn á meðan Habitat leggur mikla áherslu á smá- vöru eins og eldhúsvörur, stell og hnífa- pör ásamt þvi að vera með sterka ljósa- deild.“ Þrátt fyrir erfiða tíma er Telma bjartsýn. „Við breyttum áherslum í Tekk og höfum náð að lækka vöruverð. Við höfum þó ekki eins mikið um það að segja í Habitat en leggjum þess í stað meiri áherslu á smávöruna. Þá höfum við fundið fyrir mik- illi eftirspurn eftir Habitat-vörum eftir að búðinni var lokað og ákváðum að slá til. “ Verslunin Dorma, sem selur svefnher- bergisvörur, opnar einnig á annarri hæð Holtagarða um helgina og er því hægt að fá allt fyrir heimilið á hæð- inni. Á opnunarhátíðinni, sem stend- ur alla helgina, verður Te og kaffi með tilboð, Ingó í Veðurguðun- um tekur lagið auk þess sem trúður verður á ferðinni um húsið. - ve Habitat opnar á ný HÚSGAGNAVERSLUNIN HABITAT OPNAR AÐ NÝJU Í HOLTAGÖRÐUM UM HELGINA OG AF ÞVÍ TILEFNI VERÐ- UR EFNT TIL OPNUNARHÁTÍÐAR. Habitat-unnendur geta nú tekið gleði sína á ný. MYND/HABITAT Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á vísir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.