Fréttablaðið - 29.10.2009, Side 44
28 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Heittelskaður eiginmaður minn, faðir
okkar, sonur, bróðir, tengdasonur og
mágur,
Þormóður Geirsson
framkvæmdastjóri og lyfjafræðingur
Eggertsgötu 8, 101 Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þann
27. október sl. Jarðarförin auglýst síðar.
Erla Björk Jónsdóttir
Auður Rós Þormóðsdóttir
Freydís Lilja Þormóðsdóttir
Geir Friðgeirsson Kolbrún Þormóðsdóttir
Steinunn Geirsdóttir Björn Kr. Broddason
Nanna Geirsdóttir Martin Trier Risom
Auður Geirsdóttir
Jón Guðlaugsson M. Auður Gísladóttir
Sif Jónsdóttir og Andrea Jónína Jónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
Flosi Ólafsson
leikari,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn 24. október,
verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn
31. október kl. 14.00.
Lilja Margeirsdóttir
Anna Flosadóttir Bjarni Hjartarson
Ólafur Flosason Elísabet Halldórsdóttir
afa- og langafabörn.
Friendtex stendur fyrir landssölu á
böngsum frá fimmtudegi til sunnu-
dags til styrktar leitarstarfi Krabba-
meinsfélags Íslands. Þetta er sjö-
unda árið í röð sem Friendtex tekur
þátt í baráttunni gegn krabbameini.
Fyrirtækið sér um sölu á tísku-
fatnaði í heimakynningum
og er stærsta fyrirtæki sinn-
ar tegundar á Norðurlönd-
um. Á vörulista þess er
einnig sérstakur bolur
sem seldur er til styrktar
Krabbameinsfélaginu.
Hjá fyrirtækinu starfa
28 sjálfstæðir sölufull-
trúar víðs vegar um land, allt frá
Reykjavík til Vopnafjarðar. Þeir
munu annast söluna ásamt öðrum
velunnurum Krabbameinsfélagsins.
Allur ágóði af sölu bangsanna renn-
ur óskiptur til Krabbameinsfélags-
ins. Bangsinn er tilvalin gjöf handa
yngri kynslóðinni og kostar einungis
1.000 krónur.
Hægt er að panta bangsa
með því að senda tölvupóst á
sala@friendtex.is eða hringja
í síma 568-2870. Bangsarn-
ir verða einnig til sölu í hús-
næði Krabbameinsfélagsins
að Skógarhlíð og í Friendtex,
Faxafeni 10, á laugardaginn
milli klukkan 11 og 16.
Selja bangsa til styrktar leitarstöð
Upptök heimskrepp-
unnar miklu í viðskipt-
um og efnahagslífi eru
oftast talin miðast við
þriðjudaginn 29. okt-
óber árið 1929, þegar
verðbréf á Wall Street
féllu niður úr öllu valdi.
Sá dagur er gjarnan
nefndur Svarti þriðju-
dagurinn.
Margar þjóðir brugð-
ust við með því að
leggja á innflutnings-
tolla til að vernda eigið atvinnulíf og auk þess var
algengt að tekin væri upp jafnvirðisverslun milli
landa. Það þýddi að ekki var leyft að flytja inn
vörur nema jafnmikið væri keypt á móti af fram-
leiðsluvörum heimamanna. Þróuð lönd sem og
þróunarlönd liðu vegna
kreppunnar. Alþjóðavið-
skipti minnkuðu, tekj-
ur einstaklinga drógust
saman og þar með
skatttekjur og hagnað-
ur. Sér í lagi átti það við
um borgir og svæði þar
sem þungaiðnaður var
aðalatvinnugreinin.
Árið eftir að krepp-
an skall á í Bandaríkj-
unum varð hennar vart
í íslensku efnahags-
lífi. Þá varð mikið verðfall á íslenskum útflutn-
ingsvörum og innflutningstollar erlendis ollu auk
þess margháttuðum vandræðum. Atvinnuleysi
jókst mikið og urðu mörg hundruð Reykvíkingar
atvinnulausir.
ÞETTA GERÐIST: 29. OKTÓBER 1929
Verðhrun á Wall StreetEINAR ÖRN BENEDIKTSSON
FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ
1962.
„Málið er ekki hvað
maður getur, heldur hvað
maður gerir.“
Einar Örn Benediktsson
hefur meðal annars sungið
með hljómsveitunum Purrki
Pillnikk, Kukl, Sykurmolun-
um og Ghostigital.
MERKISATBURÐIR
1449 Enska setuliðið í Rúðu-
borg gefst upp fyrir her
Karls VII. Frakkakonungs í
hundrað ára stríðinu.
1665 Portúgalar sigra Kongó-
veldið í orrustunni við
Mbwila og drepa konung-
inn Anton 1. af Kongó.
1919 Alþýðublaðið kemur út í
fyrsta sinn. Fyrsti ritstjóri
þess er Ólafur Friðriksson.
1922 Rekstur elliheimilis hafinn
í húsinu Grund við Kapla-
skjólsveg. Átta árum síðar
er nýtt hús tekið í notkun
fyrir starfsemina og hlýt-
ur það nafnið Elliheimilið
Grund.
1925 Einnar krónu og tveggja
krónu peningar settir í
umferð í fyrsta sinn, en
áður hafði verið slegin 10
aura og 25 aura mynt.
„Hugleikur kom með hug-
myndina að nafninu á fyr-
irtækinu. Hann gaf eitt
sinn út bók sem heitir Ókei-
bæ, og okkur fannst sniðugt
að geta svarað „Ókeibæ!“ í
símann þegar viðskiptavin-
ir hringdu. Bókaarmur fyr-
irtækisins hlaut svo nafn-
ið Ókeibæ Kur, sem okkur
þykir líka afskaplega fynd-
ið,“ segir Ólafía Erla Svans-
dóttir, sem nýverið stofn-
aði útgáfufyrirtækið Ókei-
bæ ásamt Þórarni Hugleiki
Dagssyni teiknimyndasögu-
höfundi.
Að sögn Ólafíu spratt hug-
myndin að stofnun fyrir-
tækisins út frá óbilandi trú
eigendanna tveggja á bók-
inni sem fyrirbæri. „Við
erum lítil í stórum heimi,
en sala og lestur á bókum
hefur aukist að undanförnu
og því fannst okkur tilval-
ið að skella okkur í slaginn.
Við viljum gefa út bækur
sem við myndum sjálf vilja
lesa og styðja við þá sem við
höfum trú á.“
Þrjár bækur koma út
fyrir jólin á vegum útgáf-
unnar. Fyrst í röðinni er
bók um myndlistarmann-
inn Davíð Örn Halldórsson,
sem kemur út í næstu viku
í tengslum við sýningu Dav-
íðs í Hafnarborg. „Okkur
þótti heldur lítið um útkomu
bóka um íslenska listamenn.
Davíð Örn hefur verið að
gera góða hluti og er að
verða mjög stór í bransan-
um, þótt ekki sé hann hár
í loftinu,“ segir Ólafía og
hlær.
Í kjölfarið fylgja tvær
teiknimyndasögubækur í
léttum dúr eftir Hugleik
sjálfan og Lóu Hlín Hjálm-
týsdóttur, söngkonu hljóm-
sveitarinnar FM Belfast. Bók
Hugleiks heitir Íslensk dæg-
urlög og í henni myndskreyt-
ir Hugleikur valin textabrot
úr vinsælum dægurflugum.
Alhæft um þjóðir er titill-
inn á bók Lóu, þar sem tekn-
ar eru fyrir staðal ímyndir
í hugum fólks. „Hugleiki
hefur lengi þótt leiðinlegt
að vera einn af fáum sem fá
gefnar út teiknimyndasög-
ur hér á landi. Á bókamess-
um um víða veröld vill hann
geta kynnt fullt af íslensk-
um teiknimyndasögum. Við
ætlum að gera okkar besta
til þess að svo geti orðið,“
segir Ólafía.
Skrifstofa Ókeibæ er á
2. hæð Vonarstrætis 4, á
móti Iðnó. Í sama húsi hafa
fleiri útgáfur aðsetur, til að
mynda Borgin, Kimi Rec-
ords og Skakkapopp. Ólafur
Jónsson, eiginmaður Ólafíu,
sér um hönnun og uppsetn-
ingu á útgáfum fyrirtæk-
isins. „Það ríkir sannköll-
uð fjölskyldustemning hjá
okkur. Oftast erum við öll á
skrifstofunni með Anniku,
litlu dóttur okkar, og hún er
mjög sátt við þá tilhögun,“
segir Ólafía.
kjartan@frettabladid.is
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ ÓKEIBÆ: VILL AUKA VEG ÍSLENSKRA TEIKNIMYNDASAGNA
Erum lítil í stórum heimi
VONARSTRÆTI Þrjár bækur koma út hjá Ókeibæ fyrir jólin. Að sögn Ólafíu og Hugleiks fylgja fleiri útgáfur í kjölfarið eftir áramótin.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
AFMÆLI
GUÐMUND-
UR GUNN-
ARSSON
formaður
Rafiðnaðar-
sambands-
ins er 64
ára í dag.
ÞORSTEINN
PÁLSSON
fyrrverandi
forsætis-
ráðherra
og ritstjóri
Fréttablaðs-
ins er 62
ára í dag.
Sigurður Már Atlason og
Sara Rós Jakobsdóttir frá
Dansíþróttafélagi Hafn-
arfjarðar, sem bæði eru
sautján ára gömul, lentu
í fjórtánda sæti á heims-
meistaramóti í tíu sam-
kvæmisdönsum í Moskvu
síðastliðinn laugardag.
Fjörutíu pör voru skráð
til keppni.
Þá keppti parið í Russia
Open Amateur Latin-mót-
inu á sunnudag og komst í
150 para úrslit.
Sigurður og Sara voru
valin Danspar ársins
2009 af Dansíþróttasam-
bandi Íslands. Þau hafa
dansað saman síðan þau
voru sjö ára gömul.
Dönsuðu í Rússlandi
GOTT SAMSTARF Sigurður og
Sara voru valin danspar ársins
2009.