Fréttablaðið - 29.10.2009, Síða 50
34 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Corey Woods sem kallar sig Raekwon (og stundum Raekwon the Chef)
er einn af meðlimum Wu-Tang Clan. Hann sendi frá sér sína fyrstu
sólóplötu, Only Built 4 Cuban Linx … árið 1995. Hún er mikið meist-
araverk og lendir gjarnan í einu af tíu efstu sætunum þegar spekingar
velja bestu hiphop-plötur sögunnar. Á Cuban Links koma félagar Raek-
wons úr Wu-Tang við sögu sem gestarapparar og svo sá RZA að mestu
um taktana. Platan hafði
mikil áhrif á þá rapp-
ara sem á eftir komu, til
dæmis Mobb Deep og
Nas.
Raekwon hélt áfram
sem meðlimur í Wu-Tang
og sendi frá sér fleiri
sólóplötur, til dæmis The
Lex Diamond Story sem
kom út 2003, en þó að
þær hafi fengið ágætis-
viðtökur þá komust þær
ekki með tærnar þar sem
gamla meistaraverkið
hafði hælana. Ekki fyrr
en nú.
Í september kom Only
Built 4 Cuban Linx Pt. II
og þetta framhaldsverk
gefur fyrstu plötunni satt best að segja lítið eftir. Platan er búin að
vera lengi í vinnslu. Á meðal taktsmiða á henni eru RZA auðvitað, Pete
Rock, Marley Marl, Alchemist, Dr. Dre og J. Dilla heitinn sem féll frá
í febrúar 2006. Og af hverju er þetta svona góð plata? Kannski aðal-
lega af því að allir þessir taktsmiðir og rapparar (þar á meðal Ghost-
face, Beanie Sigel, Cappadonna og Method Man) eru að skila fyrsta
flokks efni. Standa undir nafni. Platan hefur fengið frábæra dóma og
er þegar þetta er skrifað í 2.-4. sæti yfir bestu plötur ársins hjá Meta -
critic með meðaleinkunnina 8,9 af 10 mögulegum.
Vel heppnað framhaldsverk
RAEKWON Nýja platan hans er meistaraverk.
> Í SPILARANUM
The Flaming Lips - Embryonic
Bróðir Svartúlfs - Bróðir Svartúlfs
The xx - xx
Mumford & Sons - Sigh No More
Lára - Surprise
THE FLAMING LIPS LÁRA
> Plata vikunnar
Hafdís Huld - Synchronised
Swimmers
★★★
„Meira „fullorðins“ en fyrri
platan. Margt er flott en Hafdís
er þó greinilega enn að finna
sig.“ Dr. Gunni
Kaleidoscope, nýjasta plata hollenska plötu-
snúðsins Tiësto, fær slæma útreið á banda-
rísku tónlistarsíðunni Pitchfork. Jónsi í
Sigur Rós syngur titillag plötunnar en
það virðist ekki hafa dugað til því hún fær
aðeins 3,8 í einkunn af 10 mögulegum.
„Kaleidoscope er hræðileg. Hún sýnir
hvernig hálfmótuð
danstónlist blandast
saman við illa samið
popp. Platan batn-
ar örlítið þegar hún
sækir innblástur sinn
í klisjurnar. Tiësto
hamast síðan á þeim
þar til þær eru orðnar for-
ljótar,“ segir í umsögninni.
Platan fær betri dóma hjá
BBC þar sem söngur Jónsa
er lofaður og sagð-
ur draumkennd-
ur og frá öðrum
heimi.
Tiësto fær slæma dóma
JÓNSI Fær lof fyrir söng
sinn í dómi BBC.
TIËSTO Plötusnúðurinn Tiësto fær slæma dóma á
Pitchfork.
2009
Eins og hér stíla plötuút-
gefendur erlendis upp á
að mæta með burðugar
hljómplötur á síðustu mán-
uðunum fyrir jól. Nokkrar
plötur sem eru vænlegar til
að gera góða hluti á vin-
sældalistum og hjá gagn-
rýnendum eru handan við
hornið. Dr. Gunni kannaði
málið.
Margir listamenn eiga traust-
an aðdáendahóp. Því mun Sting
örugglega hitta í mark þegar hann
kemur með plötuna If on a Winter’s
Night. Platan mun vera á ljúfu nót-
unum og í þjóðlagagír. Þetta er
fyrsta sólóplata Stingsins í þrjú ár
og jafnlengi hefur Robbie Williams
beðið með að koma með nýja plötu.
Nú mætir hann með Reality Killed
the Video Star. Plötuna gerir hann
með Trevor Horn, en hann samdi
einmitt lagið Video Killed the
Radio Star, sem titill plötu Robb-
ies vitnar í. Talandi um uppkomna
strákapoppara þá kemur Ronan
Keating með nýja plötu fyrir jól og
hljómsveitin Westlife kemur með
tíundu stúdíóplötuna sína, Where
We Are. Rapparinn 50 Cent er svo
enn að og kemur með plötuna Bef-
ore I Self Destruct.
Mjólkað
Lengi má mjólka gömul vinsæl
bönd. Live at Reading er upptaka
með Nirvana frá tónleikum sveit-
arinnar 1992. Pakkinn kemur bæði
út sem CD og DVD. Líkt og Nir-
vana er hljómsveitin The Doors
sívinsæl hjá ungu leitandi fólki.
Síðustu fjórum tónleikum The
Doors árið 1970 hefur nú verið
troðið á sex diska og eru kræsing-
arnar seldar í boxi. Í mjólkurdeild-
ina má einnig setja söngkonuna
Susan Boyle, sem varð heimsfræg
í kjölfarið á því að Simon Cowell
missti andlitið yfir henni í þætt-
inum Britain’s Got Talent. Þessi
49 ára söngkona kemur með sína
fyrstu plötu, I Dreamed a Dream.
Þar tekur hún fjölbreytt efni, allt
frá popplögum eins og „Daydream
Believer“ og yfir í Heims um ból.
Það á alveg eftir að koma í ljós
hvort platan verður smellur eða
hvellur.
Rokkið
Weezer er traust í rokkpoppinu.
Sjöunda platan heitir Raditude og
er væntanleg á næstu vikum. Ástr-
alska hljómsveitin Wolfmother sló
í gegn 2005 með traust og gam-
aldags rokk á plötu samnefndri
sveitinni. Söngvarinn og gítarleik-
arinn Andrew Stockdale er nú eini
upphaflegi meðlimur Wolfmother
og kynnir til sögunnar þrjá nýja
meðlimi á plötunni Cosmic Egg.
Að sögn er New York-sveitin The
Strokes alltaf að gaufast í nýrri
plötu, en sú síðasta kom út 2006.
Fyrsta sólóplata Julian Casa-
blancas söngvara, Phrazes for the
Young, er væntanleg. Fyrstu plöt-
unnar með súpergrúppunni Them
Crooked Vultures er svo beðið með
óþreyju. Hljómsveitin er skipuð
Dave Grohl, Josh Homme og John
Paul Jones.
Feitustu plöturnar fyrir jól
Bróðir Svartúlfs varð tuttugasta
og sjöunda hljómsveitin til að bera
sigur úr býtum í Músíktilraunum
í apríl. Bandið blandar saman
rappi og rokki og hefur nú gefið
út fyrstu plötuna sína. Hún er sex
laga og samnefnd sveitinni. „Við
tókum hana upp að hluta til fyrir
sigurlaunin,“ segir Arnar Freyr
Frostason, söngvari/rappari sveit-
arinnar. „Í heild er platan harðari
en fólk býst við frá okkur. Það má
jafnvel segja að við höfum aðeins
verið að blekkja með því að láta
bara ljúfustu lögin okkar heyr-
ast.“ Hér er Arnar að tala um lög
eins og „Fyrirmyndar veruleika
flóttamaður“, sem mikið hefur
heyrst á Rás 2.
Bróðir Svartúlfs varð til í Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra
á Sauðárkróki en þaðan eru þrír
meðlimir. Hinir tveir eru frá
Blönduósi og Skagaströnd. Eru
þetta þá sveitamenn? „Tja, ég hef
reyndar átt tvö hross um dagana,“
segir Arnar. „Annað drapst í hárri
elli en hitt var alltaf brjálað. Gít-
arleikarinn Sigfús segist eiga tut-
tugu rollur. Allavega talar hann
alltaf um rollurnar þegar við
keyrum fram hjá bænum hans á
leiðinni til Reykjavíkur.“
Þrír úr bandinu eru flutt-
ir suður, þeirra á meðal Arnar
sem nemur ritlist í Háskólanum.
„Hinir tveir flytja í bæinn eftir
áramót og þá getum við byrjað
að vinna nýtt efni. Ég veit ekki
um hina en ætli maður flytji svo
ekki aftur norður svona um þrí-
tugt. Það er eiginlega ekkert fólk
á milli tvítugs og þrítugs á Sauð-
árkróki. Maður er málaður út í
horn og þarf að flytja af svæðinu
ef maður vill mennta sig.“
Útgáfutónleikar verða haldnir
á Sódómu á laugardagskvöld. - drg
Harðari en fólk býst við
HAMRA JÁRNIÐ Bróðir Svartúlfs á tón-
leikum á Dillon í sumar.
HVAÐ VERÐUR Á
ÁRSLISTUNUM?
Á hverju ári er í kringum sumar
plötur meira „bözz“ en aðrar.
Þegar tónlistarspekúlantar gera
upp árið nú í árslok er líklegt að
eftirtaldar tíu plötur sjáist víða í
toppsætunum.
■ Animal Collective - Merriweath-
er Post Pavilion
■ Bat for Lashes - Two Suns
■ Dirty Projectors - Bitte Orca
■ The Flaming Lips - Embryonic
■ Fuck Buttons - Tarot Sport
■ Girls - Lust for Life
■ Grizzly Bear - Veckatimest
■ Phoenix - Wolfgang Amadeus
Phoenix
■ Wild Beasts - Two Dancers
■ The XX - XX
STÓR NÖFN
Susan Boyle, Julian Casablancas og Sting
eru meðal þeirra sem gefa út plötur seint
á þessu ári. Af þekktum hljómsveitum sem
gefa út á næstunni má nefna Wolfmother,
Weezer og hin sáluga Nirvana.