Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 54
38 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
„Þetta er bara svo fín klassík. Kvik-
myndaplaköt eru hálfgerðar hækur,
þau eru svo stíf í formi,” segir Anna
María Karlsdóttir hjá Ljósband-
inu sem framleiðir kvikmyndina
Desember en hún verður frumsýnd
hinn 6. nóvember. Leikstjóri er
Hilmar Oddsson en með aðalhlut-
verkin fara þau Tómas Lemarquis
og Lovísa Sigrúnardóttir, betur
þekkt sem Lay Low.
Myndin er fyrsta íslenska rómant-
íska jólamyndin og plakatið hefur
vakið töluverða athygli meðal kvik-
myndanjörða. Þykir það vera nokk-
uð í stíl við erlendar rómantískar
gamanmyndir á borð við Love Act-
ually og Holiday og Anna María
þrætir ekkert fyrir það. „Þarna er
auðvitað hinn rauði litur jólanna og
svona ljósir litir til að vega upp á
móti skammdeginu.”
Anna María bendir jafnframt á að
Desember sé merkileg fyrir margra
> DÓTTIRIN Í HELLO!
Bandaríska fyrirsætan Samantha Burke
hefur samið við tímaritið Hello! um
einkarétt á fyrstu myndunum sem birtast
af dóttur hennar og glaumgosans
Jude Law. Hún staðhæfir að tekj-
ur af sölu myndanna fari í sjóð
sem kosta eigi menntun dóttur-
innar. Íslandsvinurinn Jude var
mótfallinn sölu myndanna.
Tvíeykið Quadruplos samanstendur
af þeim Magnúsi Skarphéðinssyni og
Tómasi Magnússyni og leika harka-
legt klúbbateknó. Hljómsveitin var
stofnuð fyrst fyrir þremur árum, en
eftir tvenna tónleika tók hún sér hlé
um nokkurt skeið, allt þar til hún var
endurvakin fyrir Airwaves-tónlistar-
hátíðina.
„Þetta er mjög hávær danstónlist og
við notum mikið heimatilbúin hljóð-
færi sem búin eru til úr barnaleik-
föngum,“ útskýrir Magnús.
Á tónleikum blandar Quadruplos
saman tónlist og sjónlist svo úr verð-
ur nokkurs konar gjörningur, en
Magnús útskrifaðist úr Myndlistar-
deild Listaháskóla Íslands árið 2008.
Hann segist hafa grúskað lengi í tón-
list, allt frá því að hann hóf að þeyta
skífum á skólaböllum sem ungling-
ur. Síðan þá hefur hann meðal annars
spilað með norskri þungarokkshljóm-
sveit og verið annar tveggja meðlima
í Mr. Silla og Mongoose. „Fyrst það er
búið að endurvekja Quadruplos ætlum
við að reyna að vera duglegir í spila-
mennskunni auk þess að semja meira
efni. Þessu verður svo öllu haldið
saman með vídeóum, eldvörpum og
sprengingum. Þetta er nefnilega mjög
gauraleg tónlist,“ segir Magnús að
lokum. - sm
Sprengingar á tónleikum
GAURALEG Hljómsveitin Quadruplos hefur
verið endurvakin. Hljómsveitin spilar harkalegt
klúbbateknó. MYND/TOMMI
Fjallað hefur verið um Alþjóð-
lega kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, RIFF, víða um heim síðan
hún var haldin í haust. Dagblöð
í Þýskalandi, Frakklandi, Dan-
mörku og Bandaríkjunum hafa
öll fjallað lofsamlega um hátíð-
ina. Blaðamaður Jyllands-Post-
en segir að hátíðin hafi vaknað
til lífsins í þeim dagskrárliðum
sem voru í boði utan kvikmynda-
húsanna, þar á meðal á sýn-
ingu norsku hryllingsmyndar-
innar Dauður snjór í Sundhöll
Reykjavíkur. Blaðamaður Bos-
ton Phoenix segir að boðið hafi
verið upp á jafnfrábærar mynd-
ir og á síðustu hátíð sem hann fór
á 2006. Bætir hann við að RIFF
gefi hvorki Cannes- né Feneyja-
hátíðunum neitt eftir hvað varðar
gæði myndanna.
RIFF jafnast á við
hátíðina í Cannes
SÁ DAUÐAN SNJÓ Norska hryllingsmyndin Dauður snjór var sýnd í Sundhöll Reykja-
víkur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Í stíl við rómantískar jólamyndir
sakir. Hún sé fyrsta myndin sem sé
alfarið unnin á hér á landi. Hljóð,
mynd, allur pakkinn. „Kvikmynda-
gerðarbransinn hefur sýnt frábær
viðbrögð við ástandinu um þessar
mundir, hann er ekki eins og fót-
brotinn fíll uppi í fjalli sem veit ekki
hvernig hann á að komast niður. Það
tók hann ekki nema átta mánuði að
laga sig að breyttum aðstæðum í
kjölfar efnahagshrunsins,“ segir
Anna María. - fgg
Í SKEMMTILEGUM STÍL Plaköt kvik-
myndanna Holiday, Love Actually, og
Desember eru í skemmtilega líkum stíl.
Íslensk ull
Íslensk hönnun
555-4750 / 846-6447
elma@ecdesign.is
www.ecdesign.is
Ein fl ík endalausir möguleikar
SÍÐASTI SÉNS
að senda inn þína hönnun
Keppninni líkur á morgun, 30.okt
www.magneat.com/honnun
Tvískipt keppni, sbr. fyrir fagaðila og svo aðra.
Frábær verðlaun í báðum flokkum frá Magneat™ & EPAL.
Ekkert aldurstakmark er í keppninni og eru allir sem hafa áhuga
hvattir til að skila inn tillögum.
Magneat™ hefur fengið frábæra dóma og hafa birst umfjallanir í mörgum
af þekktustu hönnunarblöðum / bloggum heims, sbr. IsH, MocoLoco,
Trendhunter, Better living though design, C|net ofl. ofl.
Magneat™ er meðal annars selt hjá EPAL á Íslandi.
Allir hafa jafna möguleika!