Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 54
38 29. október 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is „Þetta er bara svo fín klassík. Kvik- myndaplaköt eru hálfgerðar hækur, þau eru svo stíf í formi,” segir Anna María Karlsdóttir hjá Ljósband- inu sem framleiðir kvikmyndina Desember en hún verður frumsýnd hinn 6. nóvember. Leikstjóri er Hilmar Oddsson en með aðalhlut- verkin fara þau Tómas Lemarquis og Lovísa Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low. Myndin er fyrsta íslenska rómant- íska jólamyndin og plakatið hefur vakið töluverða athygli meðal kvik- myndanjörða. Þykir það vera nokk- uð í stíl við erlendar rómantískar gamanmyndir á borð við Love Act- ually og Holiday og Anna María þrætir ekkert fyrir það. „Þarna er auðvitað hinn rauði litur jólanna og svona ljósir litir til að vega upp á móti skammdeginu.” Anna María bendir jafnframt á að Desember sé merkileg fyrir margra > DÓTTIRIN Í HELLO! Bandaríska fyrirsætan Samantha Burke hefur samið við tímaritið Hello! um einkarétt á fyrstu myndunum sem birtast af dóttur hennar og glaumgosans Jude Law. Hún staðhæfir að tekj- ur af sölu myndanna fari í sjóð sem kosta eigi menntun dóttur- innar. Íslandsvinurinn Jude var mótfallinn sölu myndanna. Tvíeykið Quadruplos samanstendur af þeim Magnúsi Skarphéðinssyni og Tómasi Magnússyni og leika harka- legt klúbbateknó. Hljómsveitin var stofnuð fyrst fyrir þremur árum, en eftir tvenna tónleika tók hún sér hlé um nokkurt skeið, allt þar til hún var endurvakin fyrir Airwaves-tónlistar- hátíðina. „Þetta er mjög hávær danstónlist og við notum mikið heimatilbúin hljóð- færi sem búin eru til úr barnaleik- föngum,“ útskýrir Magnús. Á tónleikum blandar Quadruplos saman tónlist og sjónlist svo úr verð- ur nokkurs konar gjörningur, en Magnús útskrifaðist úr Myndlistar- deild Listaháskóla Íslands árið 2008. Hann segist hafa grúskað lengi í tón- list, allt frá því að hann hóf að þeyta skífum á skólaböllum sem ungling- ur. Síðan þá hefur hann meðal annars spilað með norskri þungarokkshljóm- sveit og verið annar tveggja meðlima í Mr. Silla og Mongoose. „Fyrst það er búið að endurvekja Quadruplos ætlum við að reyna að vera duglegir í spila- mennskunni auk þess að semja meira efni. Þessu verður svo öllu haldið saman með vídeóum, eldvörpum og sprengingum. Þetta er nefnilega mjög gauraleg tónlist,“ segir Magnús að lokum. - sm Sprengingar á tónleikum GAURALEG Hljómsveitin Quadruplos hefur verið endurvakin. Hljómsveitin spilar harkalegt klúbbateknó. MYND/TOMMI Fjallað hefur verið um Alþjóð- lega kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, víða um heim síðan hún var haldin í haust. Dagblöð í Þýskalandi, Frakklandi, Dan- mörku og Bandaríkjunum hafa öll fjallað lofsamlega um hátíð- ina. Blaðamaður Jyllands-Post- en segir að hátíðin hafi vaknað til lífsins í þeim dagskrárliðum sem voru í boði utan kvikmynda- húsanna, þar á meðal á sýn- ingu norsku hryllingsmyndar- innar Dauður snjór í Sundhöll Reykjavíkur. Blaðamaður Bos- ton Phoenix segir að boðið hafi verið upp á jafnfrábærar mynd- ir og á síðustu hátíð sem hann fór á 2006. Bætir hann við að RIFF gefi hvorki Cannes- né Feneyja- hátíðunum neitt eftir hvað varðar gæði myndanna. RIFF jafnast á við hátíðina í Cannes SÁ DAUÐAN SNJÓ Norska hryllingsmyndin Dauður snjór var sýnd í Sundhöll Reykja- víkur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Í stíl við rómantískar jólamyndir sakir. Hún sé fyrsta myndin sem sé alfarið unnin á hér á landi. Hljóð, mynd, allur pakkinn. „Kvikmynda- gerðarbransinn hefur sýnt frábær viðbrögð við ástandinu um þessar mundir, hann er ekki eins og fót- brotinn fíll uppi í fjalli sem veit ekki hvernig hann á að komast niður. Það tók hann ekki nema átta mánuði að laga sig að breyttum aðstæðum í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Anna María. - fgg Í SKEMMTILEGUM STÍL Plaköt kvik- myndanna Holiday, Love Actually, og Desember eru í skemmtilega líkum stíl. Íslensk ull Íslensk hönnun 555-4750 / 846-6447 elma@ecdesign.is www.ecdesign.is Ein fl ík endalausir möguleikar SÍÐASTI SÉNS að senda inn þína hönnun Keppninni líkur á morgun, 30.okt www.magneat.com/honnun Tvískipt keppni, sbr. fyrir fagaðila og svo aðra. Frábær verðlaun í báðum flokkum frá Magneat™ & EPAL. Ekkert aldurstakmark er í keppninni og eru allir sem hafa áhuga hvattir til að skila inn tillögum. Magneat™ hefur fengið frábæra dóma og hafa birst umfjallanir í mörgum af þekktustu hönnunarblöðum / bloggum heims, sbr. IsH, MocoLoco, Trendhunter, Better living though design, C|net ofl. ofl. Magneat™ er meðal annars selt hjá EPAL á Íslandi. Allir hafa jafna möguleika!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.