Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 58

Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 58
42 29. október 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is helgi á Korputorgi um helgina. Undankeppni HM 2011: Norður-Írland - Ísland 0-1 0-1 Katrín Ómarsdóttir (78.). Frakkland - Eistland 12-0 N1-deild kvenna: Haukar - Valur 23-34 Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 7, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Nína Kristín Björnsdóttir 4, Nína B. Arnfinnsdóttir 3, Tatjana Zukovska 2, Ester Óskarsdóttir 2. Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 12, Ágústa Edda Björnsdóttir 5, Íris Ásta Pétursdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 3, Rebekka Skúladóttir 2, Katrín Andrésdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Kolbrún Franklín 1. Fram - HK 32-18 Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Hálfdánardóttir 6, Pavla Nevarilova 5, Steinunn Björnsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Áslaug Har- aldsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Anna Friðriksdóttir 1, Karen Knútsdóttir 1, Eva Harðardóttir 1, Ásta Birna Guðmundsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1. Mörk Vals: Lilja Lind Pálsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 3, Gerður Arinbjarnardóttir 2, Guðrún Bjarnadóttir 2, Heiðrún Helgadóttir 2, Elva Arnarsdóttir 1, Líney Rut Guðmundsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Harpa Baldursdóttir 1. Iceland Express d. kvenna Hamar - Haukar 85-84 Stig Hamars: Koren Schram 32, Sigrún Ámunda- dóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Fanney Guðmundsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 2. Stig Hauka: Heather Ezell 34, Ragna Brynj- arsdóttir 17, Telma Fjalarsdóttir 15, Guðrún Ámundadóttir 9, Bryndís Hreinsdóttir 5, Kristín Reynisdóttir 4. Keflavík - KR 46-62 Stig Keflavíkur: Viola Beybeyah 26, Bryndís Guðmundsdóttir 7, Birna Valgarðsdóttir 6, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Marín Rós Karlsdóttir 2, Eva Rós Guðmundsdóttir 2. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 13, Margrét Kara Sturludóttir 13, Jenny Pfeiffer-Finora 10, Signý Hermannsdóttir 10, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8, Helga Einarsdóttir 6, Unnur Tara Jónsdóttir 2. Snæfell - Grindavík 62-73 Stig Snæfells: Kristen Green 22, Berglind Gunn- arsdóttir 20, Hrafnhildur Sævarsdóttir 8, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Sara Andrésdóttir 2, Unnur Ásgeirsdóttir 2, Hildur Kjartansdóttir 2, Björg Einarsdóttir 1. Stig Grindavíkur: Michele DeVault 33, Íris Sverr- isdóttir 11, Pálína Skúladóttir 10, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Berglind Magnúsdóttir 6, Jovana Lilja Stefánsdóttir 5, Sandra Grétarsdóttir 2. Valur - Njarðvík 55-54 Stig Vals: Sakera Young 18, Þórunn Bjarnadóttir 12, Hrund Jóhannsdóttir 9, Lovísa Guðmunds- dóttir 8, Hanna Hálfdánardóttir 6, Birna Eiríksdóttir 2. Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 25, Helga Jón- asdóttir 11, Sigurlaug Guðmundsdóttir 5, Anna María Ævarsdóttir 4, Heiða Valdimarsdóttir 3, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2, Jóna Ragnarsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2. Enski deildabikarinn Manchester City - Scunthorpe 5-1 Chelsea - Bolton 4-0 Arsenal - Liverpool 2-1 ÚRSLIT Ólafur Stefánsson er kominn aftur í landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru. Hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan á Ólympíuleikunum í Peking en klæðist landsliðstreyjunni aftur í kvöld þegar liðið leikur æfingaleik gegn pressuliði sem íþróttafréttamenn völdu. Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og fer fram í Laugardalshöllinni. „Það var til að mynda mjög mikilvægt fyrir mig að fá frí síðastliðið sumar. Ég fékk ekkert sumarfrí vegna Ólympíuleik- anna og þetta var því tveggja ára samfelld keyrsla,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið. „Það var einnig gott fyrir landsliðið að spila án mín. Aron [Pálmarsson] hefur komið sterkur inn á þessum tíma og fleiri, til að mynda Heiðmar [Felixsson]. Mitt hlutverk er sífellt að taka breyt- ingum en ég mun þó alltaf þurfa að skila mínu. Aðalatriðið er að liðsheildin virki.“ Ísland missti af HM í Króatíu í janúar á þessu ári en fram undan er EM í Austurríki skömmu eftir áramótin næstu. Ólafur segir að menn séu meðvitaðir um að liðið hafi í gegnum tíðina ekki náð að fylgja eftir góðum árangri á einu stórmóti til þess næsta. „Menn hafa stressast allir upp þegar illa gengur en svo kemur eitt gott mót og þá slaknar á öllu í kjölfarið. Þetta virðist vera í þjóðareðlinu. Við þurfum því að fara gegn sögunni og eiga tvö góð mót í röð. Auðvitað getur það haft sitt að segja að við misstum af mótinu í Króatíu en okkar aðalmarkmið er að liðið sýni stöðugleika. Við sjáum svo til hvað það fleytir okkur langt.“ Ákveðið var að landsliðið myndi fyrst og fremst æfa saman í þessari viku enda er langt síðan Guðmundur Guðmundsson gat kallað saman flesta af sínum sterkustu leikmönnum. „Það skiptir miklu máli að við leikmenn æfum svo þéttar með okkar félags- liðum og komum svo allir í góðu formi. Það mun ekki gefast tími til að komast í form þegar komið er fram í janúar. Við stólum á mikinn hraða í okkar leik og megum ekki við því að leikmenn séu ekki í sínu besta ástandi.“ ÓLAFUR STEFÁNSSON: KÆRKOMNU FJÓRTÁN MÁNAÐA LANDSLIÐSFRÍI LOKIÐ Aðalmálið að landsliðið sýni stöðugleika > Sverrir áfram hjá Sundsvall Cain Dotson, yfirmaður íþróttamála hjá sænska B-deildarliðinu GIF Sundsvall sagði í samtali við sænska fjölmiðla í gær að Sverrir Garðarsson yrði að öllu óbreyttu áfram í herbúðum félagsins á næsta ári. Hann var lánaður til FH í sumar en sneri aftur til Svíþjóðar nú í vikunni. Þeir Hannes Þ. Sig- urðsson og Ari Freyr Skúlason eru einnig á mála hjá félaginu og sagði Ari í samtali við Dagbladet að hann ætti nú í viðræðum um nýjan samning við félagið. Enn væri þó óvíst hvort hann yrði áfram hjá Sundsvall. FÓTBOLTI Þökk sé síðbúnu marki Katrínar Ómarsdóttur gegn Norð- ur-Írlandi ytra í gær að vonir Íslands um að komast á HM 2011 í Þýskalandi eru enn á lífi. Katrín kom inn á sem varamaður í leikn- um og tryggði sigurinn með skalla- marki á 78. mínútu. „Við vorum að farast úr stressi á hliðarlínunni,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálf- ari eftir leikinn. „Það var orðið langt liðið á leikinn og við vorum ekki búin að skora.“ Jafntefli eða tap hefði þýtt að Ísland hefði átt litla sem enga möguleika á að komast upp úr undankeppninni. Liðið tapaði fyrir Frökkum um helgina og þarf því helst að vinna alla sína leiki sem það á eftir í undankeppninni. Aðeins eitt lið kemst áfram úr hverjum riðli í undankeppninni í Evrópu. „Ég var sæmilega sáttur við fyrri hálfleikinn,“ sagði Sigurð- ur Ragnar þrátt fyrir markaleys- ið. „Boltinn gekk hratt á milli leik- manna og við sköpuðum okkur fullt af færum. En því miður náðum við ekki að klára þau. Við gáfum þeim hins vegar tvö góð færi með mis- heppnuðum sendingum í vörn- inni og því miður hélt það áfram í seinni hálfleik. Þá byrjuðum við mjög illa og vorum lakara liðið á vellinum fyrstu 15-20 mínúturn- ar.“ En þá kom að þætti Katrínar Ómarsdóttur sem var sett á bekk- inn eftir leikinn í Frakklandi. „Við náðum að rífa okkur upp og Katrín kom mjög sterk inn og náði að skora sigurmarkið. Þannig á maður einmitt að svara fyrir sig þegar maður dettur úr byrjunar- liðinu. Hún átti frábæra innkomu, skoraði glæsilegt mark og spilaði virkilega vel. Hún tók í raun leik- inn í sínar hendur, spilaði boltan- um vel frá sér og dreifði spilinu skynsamlega. Það var afar jákvætt að fá hana svona sterka inn og það sýndi sterka skapgerð hjá okkar leikmönnum að hafa unnið leikinn þrátt fyrir að hafa lent í basli með þetta lið.“ Sigurður Ragnar hrósaði Norð- ur-Írum fyrir agaðan leik. „Þetta er án efa þriðja besta liðið í riðlin- um, á eftir okkur og Frökkum. Ég gæti vel séð fyrir mér að Frakk- ar lendi í vandræðum hér ef Norð- ur-Írar spila jafn vel og í dag. Þær voru að vísu ekki að skapa sér mörg færi nema eftir föst leika- triði. En þær börðust virkilega vel, voru vel skipulagðar og með öflug- an markvörð sem hélt þeim lengi vel inn í leiknum.“ Sigurður Ragnar segir ljóst hvert markmið liðsins er í und- ankeppninni. „Við ætlum að vera með betri markatölu en Frakkar þegar við mætum þeim á Laug- ardalsvellinum í lokaleik okkar í riðlinum. Þá dugar okkur tveggja marka sigur – annars verðum við að vinna með þremur.“ Frakkar unnu einmitt 12-0 sigur á Eistlandi í gær, rétt eins og Ísland gerði í síðasta mánuði. „Þetta verður greinilega hörkubar- átta um markatöluna á milli okkar. Ég reikna með að hún haldi áfram og það verði svo úrslitaleikur á Laugardalsvelli næsta ágúst.“ eirikur@frettabladid.is Katrín hélt lífi í HM-draumnum Katrín Ómarsdóttir var hetja íslenska landsliðsins er hún tryggði liðinu síðbúinn 1-0 sigur á Norður-Írlandi í undankeppni HM 2011. Jafntefli eða tap hefði þýtt að vonir Íslands um að komast á HM væru afar litlar. HETJA ÍSLANDS Katrín Ómarsdóttir skoraði afar mikilvægt mark fyrir Ísland í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Arsenal vann í gær 2-1 sigur á Liverpool á heimavelli í 16-liða úrslitum ensku deildabik- arkeppnininar. Bæði lið voru skip- uð ungum leikmönnum í bland við þá sem fá tækifæri höfðu fengið til þessa á tímabilinu. Spánverj- inn Fran Merida kom Arsenal yfir með glæsilegu skoti á nítj- ándu mínútu leiksins en Emiliano Insua svaraði í sömu mynt fyrir Liverpool er hann jafnaði metin með sannkölluðum þrumufleyg átta mínútum síðar. En það var Daninn Nicklas Bendtner sem tryggði Arsen- al sigurinn með marki á 50. mínútu leiksins eftir að hann hafði farið illa með varnarmenn Liverpool. Chelsea lenti ekki í teljandi vandræðum með Bolton og vann 4-0 sigur. Salomon Kalou, Florent Malouda, Deco og Didier Drogba skoruðu mörk Chel- sea. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolt- on en var tekinn af velli í hálf- leik. Þá vann Manchester City 5-1 sigur á Scunthorpe með mörkum Stephens Ireland, Roque Santa Cruz, Joleons Lescott, Carlos Tevez og Michaels Johnson. Jon- athan Forte skoraði mark Scunth- orpe. Þessi þrjú lið eru því komin í fjórðungsúrslit keppninnar ásamt Manchester United, Portsmouth, Blackburn, Tottenham og Aston Villa. - esá 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar lauk í gærkvöldi: Sigur hjá ungu liði Arsenal gegn Liverpool FRAN MERIDA Skoraði glæsilegt mark fyrir Arsenal í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.