Ljósberinn


Ljósberinn - 10.05.1924, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 10.05.1924, Blaðsíða 2
138 L JÓSBERINN Minningarorð. Skjótt hefir sól brugðið sumri, því séð liefi eg fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. B. Th. Kæru Ljósberabörn og allir Ljósberalesendur! Mér fellur það þungt, að þurfa nú að flytja ykkur and- látsfregn míns elskulega vinar og starfsbróður við blaðið, Helga Árnasonar. það má óhætt telja hann stofnanda Ljósberans ekki síður en mig, því ef Drottinn hefði ekki leitt okkur saman, þá hefði eg ekki byrjað á þessu blaði. Hann var alt af til síðustu stundar lífið og sálin í því starfi. En nú er hann svo sviplega tekinn burtu frá starfinu, á vormorgni æsk- unnar. En þó æfidagurinn væri ekki langur, þá var hann yndislega fagur, mildur og blíður. Við Helgi kyntumst fyrst að áliðnum vetri 1921- Fyrsta viðkynning okkar var með þeim hætti, að okkur blandaðist ekki hugur um, að Drottinn okkar og frelsari hefði kynt okkur hvorn öðrum, án allr- ar íhlutunar frá mannanna hálfu. Oft mintumst við Helgi síðar á hina fyrstu samfundi okkar. þess vaf þá heldur ekki langt að bíða, að okkur væri bent á, hvað við fyrst og fremst ættum að starfa saman: Fyrsta blað Ljósberans kom út 6. á g ú s t 1921. paí með var okkar yndislega og elskuríka samstarf hafið. Veturinn 1920—21 fann eg oft til mikillar þreytu- Eg misti ástríka konu mína 1918, fjögur böm af sjö var eg búinn að missa og sumarið áður hafði eg kom- ið drengjunum mínum í sveit. Tengdafaðir minn, seiU

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.