Ljósberinn


Ljósberinn - 10.05.1924, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 10.05.1924, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN 139 verið hafði hjá mér öll mín búskaparár, var einnig farinn. En hann hafði mjög mikið hjálpað mér við Heimilisblaðið. Nú var eg einn og alt hvíldi þetta á mjer. Var eg þá rétt að því kominn að hætta við Heimilisblaðið. En einmitt á þessum tímamótum sendi Guð mér þennan góða og ástríka vin, Helga Árnason, og þá var sem alt breyttist í bjartan sólskinsdag og blessun. Heimilisblaðinu hélt eg áfram og við stofn- uðum Ljósberann. Síðan hefi eg byrjað að gefa út bækur og bókaverzlunin Emaus er til orðin aðallega fyrir hvatningarorð Helga. Enda var hann ávalt ör- ugg stoð mín í öllu þessu aukastarfi mínu. Alt stefndi þetta starf okkar í áttina að útbreiðslu og eflingu Guðsríkis, sérstaklega meðal hinna ungu með Ljós- beranum, og við því gaf Helgi sig af svo miklum kær- leika og gleði, að í mínum augum er það alveg eins- dæmi. Og svona störfuðum við saman í þrjú ár og vorum svo innilega samrýndir, að því verður ekki með orð- um lýst. Hann laðaði mig til starfsins betur og betur með sínum brennandi áhuga, kærleika og gleði. Aldrei hefi eg kynst neinu ungmenni, sem hafi verið honum líkt að trú, von, kærleika og gleði, í dagfari sínu. Allan þann tíma, sem við vorum saman, heyrði eg hann aldrei tala ljótt orð — nei, eg heyrði meira að segja aldrei gálaust orð falla af vörum hans. En alt af var hugur hans og hjarta fult af guðlegum hugs- hnum. Frelsarinn og líf hans var honum kærasta um- talsefnið og starfið að eflingu Guðsríkis var yndi hans, sérstaklega meðal barnanna hér í bæ. Hann atti því viðeigandi vei-kefni að fagna í drengjadeild-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.