Ljósberinn - 10.05.1924, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN
145
það sloknaði ekki á lampanum, Guðs orð lýsti bernsku
hans og æsku. Andlit sveinsins ljómaði af gleði, er
hann svaraði Drotni: „Tala þú, því að þjónn þinn
heyrir“.
J>að var kallað á hann: „Kom þú og sjá“. Hann sá
fegurð Guðsríkis. það var kallað á hann: „Fylg þú
mér“. JJá rödd þekti hann, og svaraði með söng:
Eg veit, að eg er velkominn,
þú vinur drengja, í faðminn þinn,
og legg því veg og vilja minn
á vald þér, Jesús Kristur.
Á æfi minnar árdagsstund
eg alt þér gef, mitt líf, mitt pund,
og gef það strax með ljúfri lund,
þú lífsins herra, Jesús.
það er sem eg heyri hann syngja þennan sálm, og
eg sé andlit hans ljóma af trúargleði æskunnar. Hann
gaf sig allan, vígði Guði líf sitt, og þess vegna var
æska hans í skærri birtu. Eg hugsa um hina ungu
menn, sem urðu hinir fyrstu lærisveinar Jesú. þeir
voru boðnir velkomnir á hinn fegursta hátt. Jesús
sagði: Sannlega, sannlega segi eg yður: J>ér munuð
sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga
niður yfir mannssoninn (Jóh. 1, 52.). Mér finst eg
sjá dýrðarhlið umvafið blómum, sólskinið er svo fag-
urt, himininn er opinn og englar stíga upp og stíga
niður, og frelsarinn tekur á móti vinum sínum og leið-
ir þá inn um hliðið, inn á hinar grænu grundir. —