Ljósberinn - 10.05.1924, Blaðsíða 5
141
LJÓSBERINN
því heimilið var svo autt, svo autt
og alt mitt líf svo kalt og snautt.
Eg þráði vin, um vin eg bað,
og vinurinn bezti heyrði það —
hann gaf mér vin, og það varst þú,
sem þreyttur má eg sakna nú.
J>ú komst, þú sást, þú sigraðir, —
eg sá það aldrei gjörla fyr,
hve vinur er daglegt, blessað brauð,
sem bróðir, fæddur til liðs í nauð.
Já, gott var að vinna verk með þér,
það veitti sælan unað mér,
og saman unnum við árin þrjú
í ást og gleði, von og trú.
Ó, hve þú komst í sérhvert sinn
sem sólargeisli til mín inn,
svo hjartanlegur og hýr á brá
að hjálpa, þegar mest á lá.
En samstarfið er úti um sinn,
því upp í dýrðar himininn
þig engill Drottins ásthýr bar,
að æðra starfi að ganga þar.
Eg þakka Guði, sem gaf mér þig
til gleði á auðum sorgarstig —