Ljósberinn - 10.05.1924, Blaðsíða 12
148
LJÓSBERINN
og huggi foreldra og systkini Helga. Nú nýtur bæn-
armál hans sín til fulls, og hann biður fyrir foreldr-
um og systkinum, fyrir vinum, félags- og starfs-
bræðrum, námssystkinum og kennurum.
Blessuð sé minning Helga. Guði séu þakkir, sem
gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.
Amen.
-—-—o----
Kæru Ljósberabörn!
Eg veit, að þið munuð sakna HelgaÁrnason-
a r, sem var aðalhvatamaðurinn að því, að blaðið ykk-
ar, L j ó s b e r i n n, var stofnaður. Breytið nú sökn-
uði ykkar í framkvæmd og styðjið nú þetta blað ykk-
ar bæði í orði og verki, málefnisins vegna. J>að er nú
sem hinn látni vinur ykkar sendi ykkur kveðju sína
og biðji ykkur hjartanlega að halda áfram starfinu,
sem honum var svo hjartfólgið.
Heiðrið nú minningu hans með því að verða við
þessari bón hans, sjálfum ykkur og öðrum börnum
til blessunar, en um fram alt frelsara ykkar og Drotni
til dýrðar.