Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1935, Qupperneq 7

Ljósberinn - 14.09.1935, Qupperneq 7
LJÖSBERINN 281 Drengjasiðir. Saga eftir Kristian Björmtad. Það var komið vor, Það hafði vorad óvenju snemma. Þó að nú væri miður apríl, þá voru vegirnir orðnir þurrir og góðir, og hlíðarnar þegar teknar að grænka. Allir, smáir og- stórir fögnuðu yfir vor- inu, sem enn á ný hélt innreið sína í landið. Litlu stúlkurnar hoppuðu í »París« hjá bakaríinu. Það höfðu þær gert hvert einasta vor, en þegar kom fram á sum- arið, gleymdu þær þeim leik. Drengjahópurinn hélt sig lengra í burtu á götunni. Það heyrðust í þeim köllin og hrópin af ákafanum langar leiðir, Þeir voru í skildingaleik, dreng- irnir, »Nei, nú er röðin komin að mér! Farðu frá, drengur, lofaðu mér að komast að! Þarna sérðu, Árni hefur rangt við!« Þetta og þvílíkt mátti heyra, jafnt og þétt, og margir óskuðu þess með sjálfum sér, að þessi skildingaleikur drengjanna tæki bráðum enda á þessu vori. Bakaríisdyrnar opnast og tólf ára gamall drengur kemur út um þær, með sinn brauðböggulinn í hvorri hendi. Hann horfir litla stund á leik telpnanna, talar nokkur orð við yngri systur sína, sem er að leika sér með þeim, en svo heldur hann áfram þangað, sem dreng- irnir eru að leika sér. »Þa.rna kemur hann Bjarni í Nesi, við skulum fá hann með okkur í leikinn, strákar!« Það var einn stærstu drengjanna, sem sagði þetta. »Já, já! Bjarni, komdu hingað, — hér er til peninga að vinna!« Þetta kölluðu margir drengjanna samtímis. Bjarni hristi höfuðið. »Nei, ég er sendur með brauð út í Jónshús, — og- þar að auki vill mamma ekki að ég sé í skildingaleik, og þá geri ég það ekki heldurk »Hafið þið heyrt annað eins — ekki í skildingaleikk »Nei, hlustið á mömmu- drenginn, heyrðu — þú ert auðvitað svo lítill, veslingur!« »Þú ættir heldur að fara til stelpnanna og hoppa í París með þeimk Síðasta setningin vakti skellihlátur hjá dreng-junum, »Þarna hittirðu á það, Karl!« sagði einn þeirra. En Bjarni hélt áfram leiðar sinnar eins og ekkert væri. Roði hljóp að vísu fram í kinnar hans og það tók að ólga í honum, er hann heyrði hæðnisorðin glymja á eftir sér, en hann svaraði þeim engu, þó að hann hefði freistingu til þess í fyrstu. Hann hraðaði för sinni, svo að hann kæmist hjá að heyra hrópin og hláturinn. Bjarni, móðir hans og" Elsa litla höfðu skamman tíma dvalið þarna í byggðar- laginu; aðeins síðan um nýjár. En Bjarna fannst það óralangur tími. Margir drengjanna höfðu verið ótugtar- leg'ir við hann; þeir kölluðu hann »rag'- geit«, mömmu-dilk og' fleira þvílíkt. En Bjarni vissi með sjálfum sér að hann var ekkert af þessu. En honum þótti ákaflega vænt um mömmu sína, það var víst og satt. Það var heldur ekki ástæðulaust þó að hann elskaði hana, sem var svo gcð, dugleg og iðjusöm, og varð nú að sjá fyrir þeim öllum, síðan að faðirinn drukknaði. Hann fyrirvarð sig heldur ekkert fyr- ir þetta gagnvart drengjunum. Hann gat hæglega sagt það upp í opið geðið á þeim. »Mér er ekkert um þenna skildinga- leik gefið,« hafði móðir hans sagt. »Hann getur auðveldlega leitt út í annað pen-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.