Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1935, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 14.09.1935, Blaðsíða 15
LJOSBERINN 289 ina, og við vorum öll boðin þangað til kvöldverðar og »á jólatré«. Börnin voru um þessar mundir þrjú, sem hann kenndi, Þórarinn, Guðmund- ur og Kristín. Ekki man ég hve gömul þau voru, — en þau voru farin »að læra«. Fjórða barnið var drengur á líku reki og ég, en stærri og þrekmeiri. Vor- um við leikbræður, og í minningu minr i er hann indælasti drengurinn, sem ég hefi nokkurntíma þekkt, Hann mun hafa verið alveg einstakt barn, og dreg ég það meðal annars af því, sem hér verður nú sagt frá. Hann fekk ungur barnaveiki, sem varð honum að bana. Hann barðist lengi við dauðann, marga daga, — og ég minnist þess svo vel, að það var eins og að allir kaupstaðarbúar stæðu á öndinni á meðan, — menn stcðu í smáhópum, hingað og þangað, - sem næst húsinu, og allt af var verið að ræða það, hvernig Theobald, — en svo hét drengurinn, — myndi reiða af. Og svo voru sendir heim í húsið sendimenn með stuttu millibili, til þess að fá vitn- eskju um það, hvernig honum liði. Mér er þetta mjög minnisstætt, og mun það vera vegna þess, að þetta er sjaldgæft, þegar um er að ræða lítinn dreng. Og þegar hann dó, þessi litli, góði drengur, er mér það svo minnisstætt, hve alla setti hljóða, og hversu óvenju- mikil var hluttekningin með foreldrum hans. Þó vissi ég auðvitað minnst um þetta fyrr en síðar, en ég man svo vel eftir því, þegar pabbi kom heim til þess að segja móður minni lát litla drengs- ins, — Eg skildi svo lítið í þessu, en ég skildi það, að eitthvað ákaflega sorg- legt hafði komið fyrir, því að móður minni vöknaði um augu, en pabbi sett- ist á stól og grét hljóðlega. Hann tók Marta gamla kom inn hljóðlega og ætlaði að bera fram bolla, sem voru á borðinu. Hár hennar var nærri því eins hvítt, og hin drifhvíta kollhúfa, sem hún hafði á höfðinu og huldi hárið að nokkru leyti. En Marta hafði verið barnfóstra gömlu frúarinnar, Hún leit til húsmóður sinnar, og þóttist sjá, að eitt- hvað var að. !»Marta, — það kom skeyti frá öve. Pétur á að fara til hans á næstunni.« »Einmitt það, — en ekki finnst mér það nú vera ráðlegt.« Frúin svaraði þessu engu, en gaf fyrirskipanir um fatnað Péturs litla, viðgerðir á plöggum hans, og hvernig um fatnaðinn skyldi búið, í ferðina. ¥■ Pétur litli kom heim um klukkan sjö. Hann hafði verið að leika sér í Eikarhjallaskóginum. Hann var sólbrenndur og hraustlegur snáði, og hið kyrrláta heimili gerbreyttist á svipstundu, því það fór talsvert mikið fyrir Pétri litla, og alltaf var asi á honum. Eins og vant var, hljóp hann, all-hranalega upp í kjöltu frænku sinnar, og kreisti hana eins og hann gat. Það átti að vera faðmlög. Kvöldmaturinn hans Pétur kom í skólann mjög óhreinn á hönduntun og kennslukonan sagði við hann, og lagði áherzlu á orðin: »Svei, svei, Pétur, þú mátt aldrei oftar koma svona ó- hreinn á höndunum I skólann. Hvað heldui-ðu að þú segðir, ef að ég kæmi í skólann svona ðhrein um hendurnar?« »Ég mundi vera allt of kurt- eis til þess að segja nokkuð um það,« svaraði Pétur. ★ A: »Hvernig stóð á að þú lézt taka úr þér tvær tennur, þegar þér v;u- ekkl Hlt nema í elnnl?* B: »Það skal ég segja þér, lagsmaður. Ég var með 10 kr. seðil og það kostaði 5 kr. að taka hverja tönn. En af því að tannlæknirinn gat ekki skipi seðlinum, þá dró hann úr mér tvær tennur, til þess að þurfa ekki að gefa til baka.« ★ Davíð: »Faðir minn var skip- stjóri og móðir mín var oft

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.