Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1935, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 14.09.1935, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN 291 Skemtiferðin. Þrír ungir menn, sem áttu efnaða for- eldra, höfðu ásett sér að fara í all-langa skemmtiferð. I því augnamiði höfðu þeir dregið saman 600 krónur. Þeir voru ásáttir um að fara og sjá fegurstu staði lands'ns og foreldrar þeirra gáfu þeim fararleyfi með gleði. Ungu. mennirnir lögðu svo af stað cg hlökkuðu mikið til að sjá alla þá fegurð og nýungar, sem í vændum voru. En þeir voru varla komnir tvær míl- ur vegar að heiman frá sér, er þeir sáu eldsvoða mikinn skammt frá sér. Þeir hröðuðu ferð sinni þangað og hittu þar fyrir fátæklinga nokkra, sem voru í óða- önn að reyna að slökkva eldinn, sem þegar hafði brennt allmörg hús til ösku. Ungu mennirnir gerðust nú ekki að- *) Þjóðhátíðardagur Norðmanna er 17. mai. gerðalausir áhorfendur, heldur hjálpuðu til eftir föngum, þar til að eldurinn var slökktur. Þeir hlutu mikið þakklæti fyrir hjálp- ina, en þeir litu þegjandi hver t.il annars og það leit út fyrir að þeir skildu hver annan, því að þeir héldu allir heim til prestsins í bænum og afhentu honum 600 krónnrnar, sem þeir höfðu sparað saman til skemmtiferðarinnar. »Notið þetta fé handa þeim, sem orðið hafa fyrir brunatjóninu,« sögðu þeir. »Við höfum þegar náð takmarki ferðar okkar og getum snúið heim aftur. Við ætluðum að nota þetta fé okkur til á- nægju, og það höfum við þegar gert.« Að svo mæltu kvöddu þeir hinn hrærða prest og snéru heimleiðis. En blessunaróskir fátæklinganna fylgdu þeim. var að leika sér að. Hann snýr sér þá að honum og segir: »Vi 11 úrið þitt ekki ganga, drengur minn?« »Nei, það vill láta bera sig,« svaraði drengurinn og þöttist hafa verið fyndinn. ★ »Ég ætla að kaupa mér hrafn,« sagði maður nokkur við nágranna sinn. »Nei, er það satt? Hvað ætl- ar þú að gera við hann?« sagði nágranninn. »Ég ætla mér að sjá, hvort að það er satt, sem sagt er, að þessi fugl geti lifað í 300 ár!« ★ »Hvernig getur yður dottið í hug að taka upp á þvi, að hrækja upp i loftið?« »Það er svo skýrt og greini- lega bannað að hrækja á gólf- ið.« ★ »Hvað ertu annars gamall, litli minn?« 7 Pétur litli vaknaði snemroa næsta morgun. Hvað það var gaman að hlusta á fuglana syngja, svona snemma á morgnana. Pétur litli lá um stund kyrr og hlustaði á fuglasönginn, en á meðan var eitthiert rót að komast á í huga hans. Hann fann það á sér, að annaðhvort hafði eitthvað komið fyrir, eða þá að einhverjir merkisatburðir voru í aðsigi. Honum datt í hug hvort þjóðhátíðardagurinn*) væri í dag. Nei, það gat ekki verið, það voru liðnar margar vikur síðan hann var. — En þá var sem hann væri allt í einu lostinn eldingu: Hann átti að fara til út- landa, til hans pabba síns. Það var eins og grip'ð væri heljartökum um hjarta hans og honum lá við að hljóða. ösjálfrátt varð honum litið á myndina af pabba sínum, sem stóð á borðinu við rúmið hans. Myndin, sem mamma hans hafði gefið honum áður en hún dó. Hann sá enn í huga sér holdgrönnu hend- urnar hennar, þegar hún tók myndina af náttborð- inu og rétti honum. Það var þá svo af henni dregið að hún gat ekkert sagt. En Pétur litli vissi það, að hann mundi aldrei gleyma hvernig hún horfði á hann, djúp-bláum augunum, á þessari stundu.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.