Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1935, Síða 10

Ljósberinn - 14.09.1935, Síða 10
284 LJÖSBERINN Stúlkan og blómin. Við land sat Ijósliœrð smámey og las sér fögur blóm. Og liún var scel, því sólskin var og s'&ng með glöðum róm: »0, seg mér, sóley kæra í sumargrœnni hlíð, ásthýr fífill undir hól, hví eruð þið svo fríð?« Þá svarar sólhýr fífill og sóley munarblíð: »Við erum vorsins óskabörn, því erum við svo fríð!« B. J. Rabb við Ljósberabörnin Eftir T. Stutt skýrlnsr: Ég hefi heyrt það utan að mér, að þessar bernskuminningar mínar hafi verið orðnar allvinsœlar á meðal Ljósbera- barnanna. Auðvitað hefði það átt að vera mér hvöt tij þess að halda áfram ðslitið, því að af miklu er að taka, þð að það sé ekki allt merkilegt. En veikindi ollu þvl, að þráðurinn slitnaði, og ég hefi verið lengi að þvi að hnýta saman, svo að ekki yrði missmíði á, og að ég gæti haldið áfram þannig, að sama yfirbragð yrði á framhaldinu og var á byrjuninni. Ég er nú orðinn fullorðlnn og þarf þess vegna að koma huganum I sérstakar skorður, til þess, að minningarnar frá bernskuárunum beri fyrir hugskotssjðnir mínar, með eðlileg- um litum og blæ. Hugarfar sjálfs mln þarf að vera einlæglega barnslegt, til þess að ég geti lifað aftur 1 huganum atburðina, sem gerðust þegar ég var lítill drengur, og lýst þeim svo, að þið, litlu vinirnir mínir, takið þessu rabbi, eins og jafnaldri ykkar sé að tala við ykkur. —Ég veit það af eigin reynslu, að á þann hátt hafið þið mesta ánægju af þessum sundurlausu sögnum. Nú held ég að ég sé búinn að hnýta saman aftur, og vona að ekki slitni hjá mér fyrst um sinn. Og verður nú I þessu blaði »Ljðs- berans« haldið áfram þar sem frá var horf- ið I 28. tbl.: — xlngimundur minn« var þá að bera mig upp stigann, — og »jólin voru rétt að byrja«. Ingimundur skildi mig eftir á stiga- brúninni. Pað var dimmt á ganginum, en ég rataði á dyrnar að stofunni okk- ar og opnaði þær. Það lá við að ég fengi ofbirtu í aug- un þegar ég kom inn úr dyrunum. Og sannarlega var nú bjart í stofunni okkar. Auk lampans, hafði verið kveikt á tveim stórum kertum, sem voru í stjök- um á hornhillum. En á borðinu á milli glugganna var lítill stjaki, renndur, ég sá strax að pabbi minn myndi hafa smíð- að hann, því að í æsku, hafði hann lært rennismíði, — og í stjakanum var log- andi, mislitt jólakerti. — Stjakinn stóð á borðinu miðju, en umhverfis hann var raðað bögglum, misjafnlega fyrirferðar- miklum. Það fór að fara um mig! »Jæja, Tiddi minn,« — sagði pabbi. »Þá eru nú blessuð jólin komin. Og nú skulum við byrja á því að lesa »jóla- lesturinn.« Ég hefði nú eiginlega held-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.