Ljósberinn - 14.09.1935, Side 8
282
LJÖSBERINN
ingaspil. Lofaðu mér því, Bjarni minn,
að taka ekki þátt í honum!«
»Já, því lofa ég þér, mamma,« hafci
Bjarni sagt, og hann ætlaði sér að efna
það loforð.
Honum hafði líka verið strítt með því
nokkrum sinnum, að hann sótti sunnu-
dagaskólann.
Hann hafði minnst á það við hana,
mömmu sína einu sinni og þá bað hún
hann að koma til sín, og þá sagði hún
við hann: »Bjarni, drengurinn minn, við,
sem viljum reyna að feta í fótspor Frels-
arans okkar, verðum að sætta okkur við
að þola dálítið spott við og við. Mundu
ávallt eftir því, hvað Jesús varð að líða
okkar vegna.«
Og svo báðu. þau saman, mcðirin cg
börnin, um hjálp Guðs til að geta geng-
ið á vegum hans, eins þó að á móti blési.
Svo leið hálfur mánuður.
Áin, sem rann yfir þvera bygðina,
hafði vaxið mikið síðustu rigningardag-
ana, svo að hún var all-hættuleg sums-
staðar. En drengjunum þótti gaman að
busla við hana. Þar héldu þeir sig svo
að segja dag eftir dag. Þeir stikluðu á
staurum og gerðu sér viðarflota, já, og
stundum voru þeir að veiðum. Veiðin var
nú reyndar heldur rýr í ánni, en það
gerði ekki svo mikið til, ef að drengirn-
ir hefðu aðeins gaman af þessu.
Einn daginn þóttist Karl á Heiði vera
maður með mönnum. Hann hafði gert
sér góðan og sterkan fleka, að því er
hann áleit sjálfur, og- svo-ætlaði hann
í langferð, Hann ætlaði að stjaka sér
áfram eftir ánni, alla leið niður að Nesi.
Margir drengjanna réðu honum frá
að hætta sér út í þetta, því að áin væri
svo afar straumhörð þegar neðar kæmi,
en Karl gerði ekki annað en hlæja að
þeim. — Hann skyldi sýna þeim að hann
væri maður til að komast yfir allar tálm-
anir! Fyrst að enginn vildi vera með sér,
þá færi hann einn. Og svo ýtti Karl
flekanum frá landi.
En engum drengjanna kom til hugar
að hrópa hiárra fyrir honum. Þetta álitu
þeir ofdirfsku.
Bjarni í Nesi stóð úti fyrir og var að
kljúfa skíð, er honum varð litið upp
eftir ánni og sá þá eitthvað koma niður
eftir henni á fleygiferð, En hvað gat
það verið?
Bjarni lagði frá sér öxina og horfði á
þetta. Hann gat ekki betur séð, en að
maður sæti í hnipri á litlum fleka, sem
alltaf bærist hraðara og hraðara niður
að fossinum!
Hann hljóp sem fætur toguðu niður að
ánni og gleymdi öllu öðru en því að hér
var enginn, sem gat þjálpað, annar en
hann sjálfur.
Nú barst neyðaróp að eyrum hans.
»Hjálp! Hjálp!«
Þetta var reyndar hann Karl á Heiði,
sem lá þarna á flekanum! Hvað átti
hann nú að taka til bragðs?
»Hjálpaðu mér —■ þú mátt til að
hjálpa mér, Guð-------.«
Þá kom Karl fyrst auga á Bjarna.
»ö, Bjarni, hjálpaðu mér, Bjarni,
hjálpaðu mér — ég er alveg örmagna
’— fossinn!«
»Ég kem!« hrópaði Bjarni um leið cg
hann fleygði sér í ána og lagðist 11
sunds að ilekanum, sem var að gliðna
í sundur. IJann heyrði hina drengina
hrópa og kalla, langt í burtu, en hann
vissi að þeir komu of seint til að bjarga
Karli, sem. ekki var syndur,
»Bjarni — Bjarni — ég er að sökkva!
En þá var Bjarni skammt frá honum.
Með röskum tveim sundtökum tókst hon-
um að ná í handlegginn á Karli — og
með herkjubrögðum gat hann náð fcst-
um tökum á honum um leið og fleka-
skriflið datt alveg í sundur.
Hann gat ekki synt með hann til sama
lands, hann varð synda yfir ána, enda