Ljósberinn - 14.09.1935, Blaðsíða 9
LJÖSBERINN
283
var það styttra og' nær bæjum og fólki.
Karl steinþagði á meðan að Bjarni
barðist við að ná landi með byrði sína.
En Bjarni fann greinilega hvernig
kraftar hans tóku að þverra. Hann sá
tvo menn koma hlaupandi, hinum meg-
in við ána, — þeir réttu lángar stangir
út til þeirra. og tveim mínútum seinna
var þeim báðum borgið.
Mennirnir tóku sinn drenginn hvor á
bakið og báru þá til næsta bæjar.
- Hálfri stundu síðar sátu þeir
Bjarni og Karl við að drekka heita
mjólk. Peir voru kömnir í þurr föt, og
Karl náði sér meira að segja mjög fljótt.
En hann vissi það vel, að ef Bjarni
hefði ekki verið svona hugrakkur, þá
hefði hann farizt þarna í straumnum.
»Og ég, sem var þér svo vondur,
Bjarni •— þér, sem ert þó hugrakkast-
ur okkar allra------.«
Hann rétti Bjarna hendina og Bjarni
tók þétt í hana.
»Yið hugsúm nú ekki framar um það!«
»Pú ert sannarlega ábyggilegur dreng-
ur, Bjarni,!«
»Pað á ég þá mömmu og pabba að
þakka, ef svo er sem þú segir!«
»Heyrðu, Bjarni---------.«
»Já, hvað ætlarðu að segja?«
»Ég skal segja þér — að ég innrita.
mig í Sunnudagaskólann líka á sunnu-
daginn kemur, Bjarni.«
Andlitið á Bjarna ljómaði svo við þessi
orð, að Karl varð alveg forviða. »Þykir
þér vænt um það?«
»Já, Karl •— því að þar getum við
eignast það; sem við getum byggt líf
okkar á — það sem óhætt er að treysta.