Ljósberinn - 14.09.1935, Side 16
290
L JÓSBERINN
ínig’ á kné sér og klappaði mér þegjandi,
en ég fann að hann var hryggari, en
ég hafði nokkru sinni séð hann. Og- c'g
held að honum hafi aldrei þótt eins vænt
um nokkurn d.reng — nema mig.
Þetta. er nú útúrdúr.
Fimmta barnið var stúlka, ári yngri
en ég, og var nýfarin að ganga, þótti
okkur Theobald fátt um hana, en siðar
varð hún leiksystir mín og skólasystir
og fór alltaf vel á með okkur, svo að
vinátta hefir haldizt til þessa dags.
En þetta er nú orðinn ákaflega lang-
ur formáli fyrir litlu efni, en hér var
tækifæri til þess að skýra frá þcssu
fólki, sem síðar kemur við söguna. '
Og ástæðan til þess að mamma var
nú prúðbúin eins og pabbi, og hafði ekki
verið í neinu matarstússi um kvöldið,
var sú, að okkur hafði öllum verið boð-
ið til kvöldverðar upp í »Neðribúð« -
en svo var í daglegu tali nefnd bseði
sölubúð og íbúðarhús verzlunarstjóran-,
— sem raunar var eitt hús. Var það mik-
ið hús að lengd, og tvær vænar stofu-
breiddjr, en fremur lágre'st, og voru
tveir þriðju hlutar hússins íbúð verzlun-
arstjórans, en einn þriðji hluti sölubúð
og vörugeymsla. — Þegar inn var komið
í íbúðina, var þar notalegt um að lit-
ast, margar stofur og smekklega búnar.
Það var að vísu fremur lágt undir loft,
eins og venja var þá, en einmitt það
hefir mér alltaf fundizt valda nokkru
um, hversu óvenjulega notalegt var
þarna að vera. Og mér finnst nú, að ég
hafi aldrei komið inn í jafn prýðilega
.skemmtilegt heimili, að því er snertir
húsakynni og húsbúnað, að undanskildu
»Gamla Apótekinu« hér í Reykjavík.
Frh.
í sjóferðum með honum, oej
ég fœddist í skipi úti á regin-
hafi.«
Einar: »ó, hvað þú áttir
gott, að eiga svona stóra
vöggu.«
★
Viðskiftavimir: »Pegar ég
keypti þetta úr, þá sögðuð þér,
að það myndi endast mér alla
æfi, en nú er það ónýtt.«
tjrsmiðurinn: »Pegar þér
keyptuð það, voruð þér svo ves-
aldarlegur, að mér datt ekki
í hug að þér mynduð lifa svona
lengi.«
★
Kona: »Ef Shakespeare væri
á lífi núna, mundi hann þykja
mjög merkilegur maður.«
Maður liennar: »Já, það er
áreiðanlegt, því að þá væri
hann orðinn meira en 300 ára
gamall.«
★
Maður gekk eftir götu og
sá dreng vera að horfa á og
hrista lítið vasaúr, sem hann
6
hvarf síðan óeðlilega fljótt. En þá fyrst tók Pétur
litli eftir því að frænka hans var hnuggin. Með eld-
ingarhraða þreifaði hann fyrir sér í huganum um
það, hvort það gæti verið að e:nhverju leyti honum
a.ð kenna. Nei, að þessu sinni var hann með spegil-
fágaða samvizku, — já, nýfægður kaffiketillinn henn-
ar Mörtu gömlu gat ekki verið fágaðri. Hann gekk
því rakleitt til frænku sinnar, vafði handleggjunurn
ástúðlega um háls henni og sagði:
»Vertu ekki hnuggin, elsku frænka.«
»Pési, — hérna er símskeyti frá honum pabba þín-
um um það, að þú átt að leggja af stað til Lundúna
á morgun.«
Dökk augu Péturs, sem voru í einkennilegu ósam-
ræmi við gljóbjartan kollinn, — fylltust tárum.
»En, frænka mín, ég vil ekki fara.«
»Elsku drengurinn minn, það er ekki um annað
að gera, þú verður að fara. Hann pabbi þinn bíður
þín,«
★
Þetta kvöld grét Pési sig í svefn. Hann var ný-
búinn að missa hana mömmu sína, — og nú lá fyrir
honum að fara frá Ellen frænku,