Ljósberinn - 01.10.1939, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.10.1939, Blaðsíða 10
222 L JÓSBERINN KISA hleypur burtu meidd og marin með sitt langa skott. Þess utan hún fœr í friði að fara hvert sem vill til veiða — á sínu ei liggur liði, lymsk, og grimm, og ill. Kisa hefur kosti, og lesti sem kóngurinn og við. engum leynir eðlisbresti eyðir músa-frið. Kisa nýmjólk sýpur sína sinni af undirskál, kœra þökk með sœmd vill sýna, syngur kattarmál. Kisa mín með kroppinn netta, kát, og glöð og fín, aldrei mun hún ölvuð detta eins og fyllisvín. Veiðir mýs og fœr sér fugla, ef fólkið, það ei sér, úti um nœtur eins og ugla, oft til veiða fer. Upp um hillur, inn um skápa, ef hún kemst, það fer, þá er hún að regsa og rápa og rjóma að stela sér. Þá er sneypt, og þá er barin, það er ekki gott, Þó, eins og við, liún ekki tali, er það raunabót, að vinum sínum, móðir mali, mœlir ástahót. Jóra.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.